Þjóðólfur - 30.07.1886, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 30.07.1886, Blaðsíða 2
122 með fullu verði að óskum handhafa, því að bæði þarf að borga undir póst- ávísunina og gullsendinguna til baka, og svo líður langur tími, sem menn verða að vera án peninganna; þar við bætist ýmisleg önnur fyrirhöfn, sem að öllu samantöldu verður eigi lítill kostnaður. Engin af þessum ástæðum virðist mjer því svo löguð, að hægt sje að tala um vissu, heldur að eins um líkur fyrir að pappírspeningarnir haldi verði sínu og hinar aðrar ástæður, sem tald- ar hafa verið eru flestar þýðingarlitl- ar eða þýðingarlausar og sprottnar af því, að menn hafa eigi gjört sjer ljós- an greinarmun á seðlum og pappírs- peningum, en hann er mikill. (Niðurl.). Alþing. —o— Alþing' rar sett (hið 1. aukaþing, en hið 7. löggjafarþing) 28. þ. m. Síra Amljótur Ólafsson prjedikaði í kirkjunni; lagði út af Jóh. 18, 37. Svo sem von var af öðrum eins sann- leikspostula, var meiri hluti ræðu hans heimspekilegar hugleiðingar um sann- leika og þekkingu. Svo sem Kristur hefði eptir textans orðum komið í heim- inn til að bera sannleikanum vitni, þannig væru þingmenn komnir á þing til að bera vitni sannleikanum. Sann- færingin ein væri ekki einhlít til að ákveða, hvað væri sannleikur, heldur miklu fremur þekkingin; þvi meiri þekking, sem hver hefði á einhverju, þvi nær kæmist hann sannleikanum. Með nokkrum orðum sneri hann sjer sjerstaklega að stjórnbreytingamálinu, og varaði þingmenn, líklega einkum hina nýju, að fylgja þeim mönnum, sem hefðu „tekið sjer tignarsess á dómstóli þjóðviljans“! — Eptir guðs- þjónustuna gengu þingmenn í þing- húsið. Þar las landshöfðingi upp um- boð sitt frá konungi til að setja þingið og lýsti yfir að alþing væri sett. Eng- an boðskap hafði hann að flytja frá konungi. Benedikt Sveinsson bað kon- ung lerígi lifa og tóku þingmenn undir það með níföldu húrra. Síðan gekk hinn elzti þingmaður Jón Pjetursson háyíirdómari til forsetasætis til fund- arstjórnar. Allir þingmenn voru komnir. Fyrst voru rannsökuð kjör- brjefin. Kærur höfðu komið íram um kosninguna í Reykjavík og Árnessýslu. I Kvík var mjög mörgum sleppt af kjörskrá, öllum iðnaðarmönnum og verzlunarmönnum, sem eigi höfðu borgarabrjef og fleirum; kjörskrá eigi legið frammi lögskipaðan tíma o. s.fr. I Amessýslu voru kjörskrárnar, er kosið var eptir, fyrst samdar síðastlið- ið vor. Yar ályktað að vísa kærum þessum til nefndar, sem kosin yrði til að rannsaka kærur um kosningar. En samt sem áður voru allar kosningar teknar gildar. Siðan unnu allir þing- menn hinn fyrirskipaða eið að stjórn- arskránni. Yar þá kosinn forseti sam- einaðs þings Benedikt Sveinsson með 25 atkvæðum. Varaforseti sameinaðs þings Benedikt Kristjánsson með 24 atkv. Skrifarar sameinaðs þings Þor- leifur Jónsson með 24 atkv. og Lárus Halldórsson með 22 atkv. Síðan voru kosnir hinir 6 þjóðkjörnu þingmenn í efri deild og hlutu þessir kosning: Benedikt Kristjánsson með 33 atkv. Sighvatur Árnason með 33 atkvæðum. Skúli Þorvarðarson með 31 atkvæði. Jakob Gruðmundsson með 29 atkvæð- um. Jón Ólafsson með 27 atkvæðum. Friðrik Stefánsson með 26 atkvæðum. í nefndina til að rannsaka kærur um kosningar voru kosnir: Benedikt Krist- jánsson með 22 atkv., Sigurður Jóns- son með 19 atkv. og Jón Ólafsson með 15 atkv. Að þessu loknu settist hvor deildin í sinn sal undir forustu hinna elztu þingmanna i hvorri deild, Jóns Pjet- urssonar í efri og Grríms Thomsens í neðri; gengust þeir fyrir forsetakosn- ing, og var Árni Thorsteinson kosinn forseti efri deildar með 10 atkvæðum, Varaforseti Jón Pjetursson með 7 atkv. og skrifarar Jón Ólafsson með 6 atkv. og Benedikt Krístjánsson með4atkv. í neðri deild varð forseti Jón Sigurðs- son með 22 atkv. Varaforseti í neðri deild Þórarinn Böðvarsson ineð 17 atkv. og skrifarar Jón Þórarinsson með 19 atkv. og Páll Ólafsson með 15 atkv. Að því búnu skýrði forseti neðri deildar frá, að hannvissi til að stjórn- in legði ekki stjórnarfrumvarpið fyrir þingið. Benedikt Sveinsson afhenti þá forseta brjef frá þessum þingm. B. Sv., Sig. Jónssyni, Sig. Stefánssyni, Þorv. Kjerúlf og Lárusi Halldórssyni þar sem þeir skýrðu frá að þeir mundu næsta dag leggja stjórnarskr.fr. fyrir neðri deild. Fundi slitið kl. 41/2 e. h. Grengu þingmenn síðan í boð til lands- höfðingja. 29. júlí. Fundur í neðri d. kl. 12. Útbýtt var stjórnarskrárfrumvarpinu, og lagðar fram ýmsar málaleitanir og ávörp til þingsins. I dag byrjar 1. umr. um stjórnar- skrárfrumv. Brjef frá Lundúnum. Eptir Jón Stefánsson. —0— 11. Lundunir. Fundur. Morley. Chamberlain. Bradlaugh. „A mightj mass of brick ami smoke and shipping" (fjarski af múrsteini, reyk og skipaferhum). Byrons Don Juan. Borgarnafnið er keltnesktog ])ýðir „vatnsborg“ (lin=vatn, din=borg). Jeg vil ekki faraneitt út í sögu borgarinnar, en skal geta þcss, að þegar Byron orti þessa línu í Don Juan, var Belgravia, skrautlegasti hlutinn af Westend, ekki annað en forarmýrar. Þjófar og bófar hjengu i gálguin og sátu i gapastokkum tugum saman og var það ein af aðalskemmtunum lýðs- ins að glápa á það. Til borgarinnar koma nú 20,000 skip á ári að meðaltali. Út er flutt fyrir 1800 miljónir króna. Manntal var síðast tekið 1881. Það er ekki hægt að marka þess- ari borg bás; hún vex saman við hvert þorpið á fætur öðru. En ef maður reiknar henni allt það svæði, sem lögreglulið hennar hefur um- sjón yfir (Metropolitan Police District)', þá er það 687 ferhyrningsmílur með 4,764,000 íbúa. Beiknað hefur verið út að strönd Englands og Skotlands er ekki nógu löng til að öll hús í Londou geti staðið fram með henni hús við hús. Það er engin furða, að þessi borg er þunga- miðja, sem peningar heimsins leita að. Hún er eins og hjarta, sem tekur við og sendir frá sjer blóðinu um æðar heimsins; blóðið er verzlunin. London á sjer aptur þungamiðju í City, og City aptur þar sem Bank of England, Exchange og Lombard Street eru. Mannferðin er lika svo mikil um þau götuhornin, að í orði er að grafa göng þar undir, svo fært verði uppi og niðri. Það má segja að borgin hefur frikkað um all- an helming á siðasta mannsaldri; bæjarstjórnin

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.