Þjóðólfur - 10.08.1886, Blaðsíða 2
134
ofan af flotið og froðuna og allt, sem
sezt ofan á pottinn; eta svo súpuna
sjer í lagi og eins kjötið. Næringar-
efni kjötsins eru í límríkum smáhólf-
um eða cellum. Við suðuna leysist
upp límið og fer út í súpuna ásamt
ýmsum söltum kjötsins. Þess vegna
verður súpan kvoðu- eða limkend jafn-
vel eptir örlitla suðu og hleypur,
þegar hún kólnar. Þetta lim er nú
reyndar eigi alveg ónýtt til næring-
ar, og því ætluðu menn einusinni að
fá mætti úr þvi hollan og ódýran
mat handa sjúklingum, fátæklingum
og niðursetningum, sem það opinbera
áttu að kosta. Menn suðu því límið
úr beinum og brjóski og bjuggu til
límkökur, likt og súkkulaðiskökur; en
hjer vantaði blandanir á efnunum, og
líkaminn fj ekk að eins lítið eitt af því,
sem hann þurfti, og árangurinn varð
að fjöldi þeirra aumingja veiktist og
dó. Blöndunin þarf að koma frá
jurtaríkinu, frá matjurtagarðinum;
þessa hollu og heppilegu blöndun
fá menn því einmitt í sveitinni með
því að kasta út á súpuna sína mjöli,
bankabyggi eða hálfgrjónum, þó þau
sjeu reyndar hvergi nærri eins góð,
því þau blandast ver. Af límsúp-
unni eða soðinu hafa þeir þá fengið
holla og nærandi súpu. Þetta er ein-
mitt það, sem kraptsúpuna vantar; og
þó mætti gjöra kjötsúpuna, eins og
hún er höfð upp til sveita, enn nær-
ingar meiri, enda og drjúgari og
smekkbetri, ef soðið væri í henni jarð-
epli, kál, gulrófur, gulrætur og slíkt.
Smáhólfaefni kjötsins leysist upp við
suðuna og fer í súpuna og verður
hæfara til meltingar. Þegar nú kjöt-
ið er látið ofan í vatnið kalt, þáleys-
ist úr því megnið aföllum þeim nær-
andi efnum, sem í þvi eru. Þegar
nú flotið og froðan er veidd ofan af
og fleygt, þá hefur einmitt verið
eyðilagt mest allt það, sem gagn var
að í súpunni, því froðan er ekki ó-
hreinindi, ef hlemmur hefur verið
hafður yfir pottinum til þess að varna
sóti og þess háttar öllu, heldur er
froðan og hjómið ekkert annað en
storknar eggjahvítuagnir og blóðagnir
úr kjötinu, sem setjast ofan á og geta
eigi blandazt við neitt í tómu vatn-
inu, en sem verður eptir í mjölinu og
blandast við það, þegar sáð er út á
súpuna, þó þar verði líka að fleyta
varlega, ef ekkert á að missast. Sjálft
kjötið missir þannig mikið og mest
allt af næringarefnum sinum, og þau
eggjahvítuefni, sem eptir verða, verða
við hina löngu suðu nær ómeltandi;
kjötið verður því eigi til annars en
að fylla magan. Næringarefnin í súp-
unni eru líka orðin þar nær gagns-
laus og hafi hún verið fleytt, þá eru
þau komin í öskuna. Bjettasta og
bezta aðferðin er sú, að láta kjötið
eigi ofan í vatnið fyrri en það sýður,
það munar engu á suðunni og þá
storkna strax eggjahvituefnin utan
til í spaðbitunum og varna þeim frá
að faraí súpuna að mun, en það litla
sem fer, blandast saman við mjölið
og geymist þar, sje varlega fleytt,
og verður í því sambandi góð og
nærandi fæða. Kjötið heldur sínum
efnum mest öllum og verður krapt-
góður og vel meltanlegur matur, sje
það eigi soðið um of, því þá er ekki
hálft gagn af því. Sama er með fleiri
fæðutegundir, að það má varast að
sjóða þær ofmikið t. d. egg; harðsoð-
in eru þau litt meltandi en linsoðin
góð og næringarmikil fæða; bezt er
að hvítan sígi saman en rauðan geti
runnið til, þegar egginu er hallað;
þá er eggið bezt og maginn hefur
þá bezt af þvi. (Framh.)
A1 þ i n g.
Stjórnarskrármálið. Þess var get-
ið í 82. tbl., að nefnd var sett í neðri
deild í það mál. Nefndin hefur fyrir
nokkrum dögum lokið starfi sínu. I
nefndarálitinu eru teknar til íhugun-
ar að eins þær mótbárur, sem taldar
eru í konunglegri auglýsingu 2. nóv.
f. á. og þar meðal annars sýnt fram
á, að stjórnin hafi rangt fyrir sjer,
er hmi' segir, að með stjórnarskránni
5. jan. 1874, sje stjórnarskipunarmál
landsins að fullu og öllu til lykta leitt,
því að 61. gr. stjórnarskrárinnar veitir
alþingi stjórnskipunarlega heimild til
að gjöra bæði breytingar og viðauka
á sfjórnarskránni, enda sýni stjórnin
sjálf með uppleysing alþingis, að hún
kannist við þetta. Að lyktum ræður
nefndin til að samþykkja óbreytt
frumvarpið til stjórnarskipunarlaga
um hin sjerstaklegu málefni íslands,
sem alþingi 1885 samþykkti; Bene-
dikt Sveinsson er framsögumaður. Mál-
ið kom aptur til 1. umr. 7. þ. m. Ben.
Sveinsson hóf umræðurnar með langri
og snjallri ræðu, þar sem hann með-
al margs annars rakti lið fyrir lið
mótbárur stjórnarinnar og tætti sund-
ur hina konungl. auglýsingu 2. nov.
f. á. með hinni alþekktu mælsku og
orðsnild sinni. Móti frumv. talaði
hmdsh. nokkur orð um, að öll þessi
viðleitni Islendinga til að fá meira
sjálfsforræði væri til einskis. Móti
frumv. talaði og Orimur Thomsen
langt erindi og snjallt, kom með þær
sömu mótbárur, sem hafa komið áður móti
því, og kvaðst mundu gefa þvi at-
kvœði sitt, ef þeim annmörkum yrði
kippt i lag, enda taldi hann líklegt,
að stjórnin mundi þá aðhyllast það.—
Ben. Sveinssyni varð ekki orðfátt að
svara þeim landsh. og Grr. Th. Grerði
hann það svo rækilega, að engum
öðrum þingmanni þótt þörf á að taka
til máls. Þótt mál þetta sje ekki
komið lengra en þetta, má fullyrða,
að þingið samþykkir alveg óbreytt
stjórnarskrárfrumvarpið, eins og það
var samþykkt í þinginu í fyrra.
Eins og auðsætt er, leiðir það af
stjórnarskrárbreytingunni, að ýms ný
lög verður að semja. Þetta höfðu
þingmenn hugfast þegar í þingbyrjun
og skiptu utan þings með sjer að
undirbúa frumvörp til þvílíkra laga.
Af frumvörpum þessum hafa komið
fyrir þingið:
Frumvarp til lag-a um kosuiugar (sbr. síð-
asta tbl.). Þessi lög eru alveg nauðsynleg, því
að 21. gr. stjórnarskrárfrumvarpsins mælir svo
fyrir, að kjósa skuli pingmenn til éfri deildar
um land allt eptir ákvæðum þcim, sem sett
verða í kosningarlögunum. Frumvarpið skipt-
ist í 3 kafla. 1. almennar ákvarðanir. 2. kosn-
ingar til efri deildar. Til þeirra kosninga skal
allt landið vera eitt kjördæmi, og allir (12)