Þjóðólfur

Dagsetning
  • fyrri mánuðurágúst 1886næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    1234567
    891011121314
    15161718192021
    22232425262728
    2930311234
    567891011

Þjóðólfur - 20.08.1886, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 20.08.1886, Blaðsíða 4
148 5. Við Þórsliöfn í Gullbringusýsln. 6. Við Haganesvík í Skagafjarðarsýslu. 7. Við Vogavík í Gullbringusýslu. IV. Lög um afnám svonefndra Maríu- og Pjet- urslamba: Fóðurskylda svonefndra Maríu- og Pjeturs- lamba skal afnumin við næstu prestaskipti í peim sðknum á landinu, jiar sem hfm hefur við- gengizt. V. Lög um breyting á lögum 8. jan. 1886 um lárn úr viðlagasjóði handa sýslufjelögum til æð- arvarpsræktar. 1 ,'gr. í stað sýslunefnda peirra, sem nefnd- ar eru í lögum 8. jan. 1886, veitist lánið amts- ráði vesturamtsins. Skal pað verja pví til að eyða flugvargi peim, er æðarfugli grandar á Breiðafirði og við Strandaftóa samkvæmt regl- um peim, er æðarræktarfjelagið á Breiðafirði og við Strandaflóa ^gtur og amtsráðið sampykkir. 2. gr. Endurgjaldinu verður jafnað niður á ■varpjarðirnar á Breiðafirði og við Strandaflóa, og fer um niðurjöfnunina samkvæmt fyrirmæl- um 2. gr. í tjeðum lögum, og standi sýslumað- ur amtsráði skil á gjaldinu fyrir 11. júní, en amtsráðið lúki pví tafarlaust í landssjóð. Hundrað ára afmæli Reykjavíkur 18. ágúst 1886. Yfir fornum frægðar ströndum Fram við unnir blár Svíf pfi Ingólfs Arnarsonar Andinn tignarhár; Fornar eru’ ei dísir dauðar; Dvín ei minnis tryggð; Heill pín enn í lopti líður, Lifir enn í byggð. Höfuð-kauptúns hundrað ára Höldum burðardag. Hefir sólarskin með skúrum Skipzt við ýmsan hag. Viðgang, framför, vinir, sjáum, Vík er höfuðbær; Vonum, hennar vegur síðar Verði hár og skær. Hvað mun verða að hundrað árum ? Hugsum vjer í kvöld, Þegar ný á himinhveli Hringrás lýkur öld. Sjáum rísa rausnar hallir Raðast knör við knör, Eða framför litum lina, Lítið umbætt kjör? Hver sjer löndin byrgð að baki Báruhryggjum duld ? Hver má lypta tjaldskör tíðar? Tvíræð pegir Skuld. Gegnum tímans gildu kröfum, Glími forut og nýtt; Gerum vort, að gott allt sigri, Gefst pá lánið frítt. Hefjum staupin, ósk vor ómar Yfir stræti og torg: Ingólfs bær um aldir vertu tslenzk sæmdar-borg Þjóðrœkt, menntnn, manndáð skíni, Máttug prísól, hjer; Ljós af frelsi, yl af eining Eigi hún í sjer. S-tg-z. S"ft. Reykjavík 20. ágúst 1886. Hundrað ára afmæli Reykjavíkur. í fyrra dag (18. p. m.) voru liðin hundrað ár síðan Reykjavík fjekk kaupstaðarrjettindi ogverzlun- in var gefin frjáls pegnum Dana konung. Þessi hundrað ára afmælisdagur Reykjavikur var haldinn hátáðlegur hjer í bænum. Kl. 4 byrj- aði samsæti á Hotel Island; tóku pátt i pví ýmsir bæjarbúar og sumir alpingismenn. Eptir að samsætinu var lokið kl. 6Y2 e. h., byrjaði pjóðhátíð á Austurvelli; var hann prýddur fán- um og blómsveigum; ræðupallur var reistur við suðurhliðina fram undan pinghúsdyrunum; danspallur var tilbúinn í norðaustur horni Aust- urvallar, og tjöld reist til veitinga. Ýmsir urðu til að halda ræður. Bjnrn Jónsson rit- stjóri bauð menn velkomna. Dómkirkjuprest- ur Hallgrímur Sveinsson minntist framfara Reykjavíkur einkum á hinum síðustu áratug- nm. Sjera Jákob Guðmundsson alpingismaður talaði einkum um, hve áríðandi væri að Reykja- vík gæti tekið framförum í ýmiss konar iðn- aði, svo 'að landsmenn pyrftu að sækja sem minnst af iðnaðarvörum til útlanda, og að Reykjavík aptur á móti gæti orðið markaðs- staður fyrir innlendar vörur. Alpingismaður Jón Ólafsson talaði einkum um, hve dýrmætt hefði verið að fá verzlunina frjálsa, og að frá peim tímum byrjaði viðreisnarsaga ekki að eins Reykjavíkur heldur og alls landsins. Sýslu- maður Benedikt Sveinsson alpingismaður talaði um, að Reykjavík hefði erft alping eptir Þing- velli við Öxará, kallaði Reykjavík fóstra al- pingls og brýndi fyrir raönnum, hve áriðandi væri að Reykjavík hlynnti að pessu fósturbarni sínu. — í annari ræðu talaði hann fyrir kon- ungi vorum Kristjáni 9. — Alpingism. síra Sigurður Stefánsson talaði fyrir Reykjavík og tók pað sjerstaklega fram, að upphefð og veg- ur hennar í framtíðinni væri einkum undir pví kominn, að hún sem höfuð hins ísl. pjóðfje- lags væri limum pess samtaka og samverk- andi í efling allra pjóðlegra framfara og sjálf- forræðis hinnar íslenzku pjóðar. Ýmsir fleiri hjeldu ræður. Auk pess var sungið meðal annars kvæðið, sem prentað er hjer að framan með nýju lagi eptir Helga Helgason. Enn- fremur voru peyttir lúðrar, og dansað á dans- pallinum. Þegar dimmt var orðið, voru glugg- ar í búsum kringum Austurvöll uppljómaðir; grindurnar kring um völlinn settar luktum með ljósum. Kl. 11 um kveldið flugeldar út á frakkneska herskipinu hjer á höfuinni. AUGLYSINGAR í samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a. hvert orð 15 stafa frekast; m. öðru letri eða setning 1 kr. fyrir þumlung dálks-]en<;dar. Ror^un útihönd. C. Commichau & Co. i Silkeborg Danmark, Grundlagt 1877. söger en solid Eneforhandler for Island for deres velrennomerede og reele danske Trikotage og Uldvarefabrikata. Fabrikken er en af de störste og bedst ind- rettede i sit Slags i Damnark. Nærmere Oplysninger, Priskurant, Pröver ved direkte Henvendelse til Firmaet. Jrtauður hestur, fullorðinn, með mark: boð- bílt aptan vinstra, aííextur, aljárnaður með nýjum sexboruðumskeifum, (nema undir'öðrum apturfæti var gömul skeifa pottuð) tapaðist úr Fossvogi 10. júlí næstl. — Finnandi er vinsamlega beð- inn að halda honum til skila, mót sanngjörn- um fundarlaunum til Helga Ólafssonar í Flekku- vík. Til athugunar. Yjer undirskrifaðir álítum pað skyldu vora að biðja almenning gjalda varhuga við hinum mörgu og vondu eptirlíkingum á Brama-lifs- eleair hra. Mansfeld-Bulner & Lassens, sem fjöldi fjárhuga kaupmanna hefur á boðstólum; pykir oss pví meiri ástæða til pessarar aðvör- unar, sem margir af eptirhermum pessum gera sjer allt far um, að líkja eptir einkennismiðan- um á egta glösunum, en efnið í glösum peirra er ekki Bi ama-lífs-elixír. Vjer höfum um lang- an tíma reynt Brama-lífs-elixír, og reynzt hann vel, til pess að greiða fyrir meltingunui, og til pess að lækna margskonar magaveikindi, og get- um pví mælt með honum sem sannarlega heilsu- siimum bitter. Oss pykir pað uggsamt, að pess- ar óegta eptirlíkingar eigi lof pað skilið, sem frumsemjendurnir veita peim, úr pví að peir verða að prýða pær með nafni og einkennismiða al- pekktrar vöru, til pess að pær gangi út. Harboöre ved Lemvig. Jens Cliristian Knopper. Thomas Stausholm. C. P. Sandsgaard. Laust Bruun. Niels Chr. Jensen. Ove Henrik Bruun. Iír. Smed Rönland. I. S. Jensen. Qregers Kirk. L. Dahlgaard Kokkensberg. N. C. Bruun. I. P. Emtkjer. K. S. Kirk. Mads Sögaard. I. C. Paulsen. L. Lassen. Laust Chr. Cristensen. Chr. Sörensen. N. B. Nielsen. N. E. Niirbg. Eigandi og ábyrgðarmaður: Þorleifur Jónsson, cand. phil. Skrifstofa: á Bakarastíg. Prentari: Sigm. Quðmundsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað: 37. tölublað (20.08.1886)
https://timarit.is/issue/136599

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

37. tölublað (20.08.1886)

Aðgerðir: