Þjóðólfur - 27.08.1886, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudags-
morgna. Verö árg. 4 kr.
(erlendis 5 kr.). Borgist
fyrir lö.júlí.
ÞJÓÐÓLFUR.
Uppsögn (skrifleg) öund-
in við áramót, ógild nema
komi til útgef. fyrir 1.
október.
XXXVIII. árg.
Reykjavík, f?>studagiiin 27. ágúst 1886.
Xr. 39.
Um lagaþekking og laganám
eptir
Pill Briem cand. juris.
—:o:—
Það er víst flestum ljóst, hversu
lagaþekking er nauðsynleg. Það eru
víst fáir eða enginn, sem eigi hefur
fundið til þess mörgum sinnum á æfi
sinni, hversu mikilsvarðandi væri fyrir
hann, að vita ljóslega, hvernig lögin
skipa fyrir um rjettindi hans og
skyldur. Lagaþekking er nauðsynleg
fyrir einstaka menn, fyrir dómara og
öll yfirvöld, og fyrir þá, sem lögin
setja.
Meðan þjóðirnar eru á lágu stigi
og viðskipti manna á meðal tilbreyt-
ingalítil, þurfa þær að eins óbrotin
og umfangslítil lög, en eptir því sem
þjóðimar komast á hærra stig, við-
skipti manna á meðal aukast og lífið
verður margbreyttara, þurfa lögin að
breytast; ný viðskipti og ný störf
heimta ný lög; þegar sjómaðurinn
hættir að róa einn á báti og fer að
taka háseta á bátinn sinn, þarf hann
að fá lög um samband sitt við háset-
ana; i fyrstunni nægir honum að semja
við hvern einstakan háseta, síðan koma
upp venjur um samband þeirra, en
til lengdar reynast bæði samningar)
og venjur ófullkomnar og þá verður
að fá lög um samskipti þeirra, og
eptir því sem samskiptin verða marg-
brotnari, verða lögin að vera víðtæk-
ari; þegar sjómaðurinn fer að halda
úti þilskipum, þá þurfa nýjar reglur
og ný lög og ef hann sendir skip sín
til útlanda til að selja vörur sínar, ef
hann fer að leigja skip sín til vöru-
flutninga, þá þarf enn að setja ný
lög um þessi nýju viðskipti og sam-
bönd við aðra menn. Meðan sjómað-
urinnreri einn á báti, var hann sjálf-
um sjer nógur, en eptir því sem við-
skiptin fóru vaxandi, varð hann meir
upp á aðra kominn. Sumir þurftu
að takast á hendur að setja lögin,
aðrir þurftu að dæma um viðskipti
hans við aðra og enn aðrir þurftu að
uppfræða hann um lögin og leiðbeina
honum til að búa Svo um hnútana,
að hann þyrfti sem minnst að leggja
mál sín undir dómstólana og vera í
sifelldum málaferlum.
Það gildir um þetta eins og svo
margt annað, margbreytni lífsins
krefur skipting starfanna manna á
meðal. Þegar lögin fara að verða
margbrotin, þá geta allir eigi, og hafa
eigi tíma til að verða svo fróðir í
þeim sem þarf hj álparlaust. Fyrir því
þurfa aðrir að taka lögin sjerstaklega
fyrir og rannsaka þau, en síðan leið-
beina hinum og aðstoða þá bæði í ræðu
og riti, bæði munnlega og skriflega.
A Islandi er margt, som bendir á,
að lífið sje að verða margbrotnara og
viðskipti manna á meðal -að verða
fjölbreyttari; en enn sem komið er, eru
viðskiptin þar langt um einfaldari og ó-
brotnari en í öðrum löndum. Það er
ólíkt, hversu miklu margbreyttari
störf koma fyrir málsfærslumann i
Kaupmannahöfn eða málsfærslumann
í Keykjavík. Þar sem málaflutnings-
maður i Keykjavík hefur 4—5 mái, hef-
ur málfærslumaður hjer ef til vill 40—
50 mál. Hjá málfærslumanni, þeim, sem
jeg var hjá hjer í Höfn í fyrra vet-
ur, þurfti optlega að mæta fyrirrjetti
í 20—30 málum á dag, og var það þó
ungur málfærslumaður. Samt sem áð-
ur, var málfærsla ekki aðalstarf hans;
hann vildi helzt vera laus við mála-
ferli og tók sjaldan að sjer að flytja
mál fyrír aðra en þá, sem fálu hon-
um á hendur önnur störf. En þessi
önnur störf voru einkum í því fólgin
að búa til samninga fyrir menn,
hjálpa þeim og leiðbeina þeim til að
gjöra allt svo vel úr garði, að eigi
þyrfti að fara í mál útaf þvi, hversu
; viðskiptin væru ónákvæmt og óljós-
lega ákveðin og umsamin. Aðalstarf
hans var að fyrirbyggja málaferli, að
byrgja brunninn, en eigi að draga
barnið upp úr honum. Danir gjöramjög
mikið fyrir lagaþekkingu hjá sjer,
enda er lagaþekking hjá þeim á háu
stigi. Jeg skal nú eigi minnast á
lagafræðsluna við háskólann í Kaup-
mannahöfn, þar sem jafnaðarlega hafa
verið og eru ágætir lögfræðiskennar-
ar og framúrskarandi lögfræðingar,
og þar sem námsmenn stunda lög í
5—6 ár. En það er einnig ýmislegt
annað, sem stuðlar til að efla laga-
þekkinguna. Þar á meðal má nefna
þann heiður, sem veitist fyxir að
semja doktorsritgjörð, heiðurspening í
gulli og verðlaun í peningum fyrir
að semja ritgjörð um eitthvert tiltekið
lagaefni, sjóði, sem lögfræðingar fá
styrk af, ferðastyrk, sem lögfræðingar
geta fengið o. s. frv. Lagakennslan
við háskólann hefur auðvitað verið
þýðingarmest til að efla lagaþekking-
una, en hitt hefur einnig verið mik-
ilsvarðandi, því að með því hafa ungir •
lögfræðingar fengið hjálp og hvöt til
þess að halda laganámi sinu áfram,
og opt hafa einmitt þessir menn orðið
góðir vísindamenn og ritað lögfræðis-
bækur.
I Islandi eru víst allir á eitt sáttir
um það, að lagaþekking er mjög nauð-
synleg og að það væri mikilsvert að
efla lagaþekkinguna, en það er undar-
legt, hversu menn eru ósáttir um,
hvernig eigi að efla lagaþekking með-
al manna.
Einn hrópar, a§ hann vilji hafalög-
fræðisbækur, en berst aptur eptir mætti
móti lagaskóla á Islandi, annar held-
ur fram lagakennslu en berst einnig
móti lagaskóla, þriðji heldur með laga-s
j skóla, en segir, að styrkur til laganáms