Þjóðólfur - 05.11.1886, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudags-
morgna. Verð árg. 4 kr.
(erlendis 5 kr.). Borgist
fyrir lö.júlí.
ÞJÖÐÓLFUR.
Uppsögn (skrifleg) bund-
in við áramót, ógild nema
komi til útgef. fyrir 1.
október.
Ileykjimk, fostudaginn 5. nÓYemlber 1886.
Nr. 49.
XXXVIII. árg.
Veitingarhluttökulögin.
—:o:—
[Niðurl.]. Umsóknarbrjef þau, er Ih.
velur úr, skal biskup (3. gr.) senda
prófasti, er skal sjá um að þau „liggi
til sýnis í 2 vikur á hentugum stað í
prest,akallinu“. Hjer virðist mjer nú
aptur slengt saman verksviðum lli. og
biskups. Peir verða allt af báðir að
vera að snúast við þessi umsóknar-
brjef. En hjer vantar ákvörðun um,
að sá staður, þar sem umsóknarbrjef
eiga að liggja til sýnis, sje fyrirfram
ákveðinn og það birt öllum hlutaðeig-
andi kjósendum, svo þeir geti kynnt
sjer þau á meðan þau liggja frammi.
Þegar prestkjörfund skal halda(3. gr.),
skal prófastur stófna til hans „áður 2 vik-
ur sjeu liðnar“ frá því frestur sá er
útrunninn, sem ákveður írammilegu um-
sóknarbrjefanna. Á fundinum skal „öll-
um meðlimum þjóðkirkjunnar, sem bú-
settir eru i prestakallinu og óspillt
mannorð hafa, geíinn kostur á að greiða
atkvæði, ef þeir eru orðnir fullra 25
ára þegar kosningin fer fram“, o. s. frv.
5. gr. ákveður, að sóknarnefnd semji
kjörskrána, og að hún „liggi til sýnis
fulla viku á undan kjördeginum á hent-
ugum stað fyrir sóknarbúa". Ef nú
kjörstjóri ákveður fundardaginn innan
þessara 2 vikna, gæti það komið í bága
við ákvörðunina í 5. gr. um samninga
og frammilegutíma kjörskrárinnar, því
aí þessum 2 vikum þyrfti þá kjörskráin
að liggja frammi eina viku, en hin vik-
an hálf getur gengið til að komafund-
arboðinu frá prófasti til ákvörðunar-
staðarins í Sókninni, og hefur sóknar-
nefndin þá að eins liálfa viku til að
koma á fundi með sjer, safna skýrsl-
um um kjörgengi eptir lögunum nr. 5
27./2.—’80 og-nr. 10 12./5.—’82 og ept-
ir fæðingarvottorðum með tilliti til 25
ára takmarksins, semja kjörskrána og
auglýsa ölliyn sóknarmönnum, hvar hún
liggi til sýnis viku fyrir kjörfundinn.
Það mun mega fullyrða, að ómögulegt
sje að gjöra þetta vel á 3—4 dögum.
Sóknarnefndunum væri mun hægra
að semja kjörskrána ef í lögunum stæði:
„verður fullra 25 ára það ár sem“,
þar sem aldurstakmarkið er ákveðið.
Milli 3. og 4. gr. vantar gr. sem á-
kveði, að:
„Um þá tíma árs sem meiri hlutur kjör-
bærra manna úr prestakallinu er fjar-
verandi til að stunda atvinnu annars-
staðar, má eigi halda prestkjörfund.
Ef veður eða önnur óforsæ forföll hindra
fjölsækni fundar, skal kjörstjóri bera
undir álit fundarins, hvort stofna skuli
til kjörfundar á ný, og skal það
gjöra, ef 2/8 fundarmanna samþykkja
það. Þó skal fundarboð eigi endurtaka
nema einu sinni“.
Af því þessu líka ákvörðun vantar í
lögunum, getur opt farið svo, eptir því
sem hjer er ástatt, að tilgangi þeirra
verði eigi náð, af þvi veður getur hindr-
að, einkum eyjabúa, að sækja fund, ó-
fær vatnsföll, sveitamenn við sjó, sjó-
menn í kaupavinnu o. fl., svo það get-
ur haft áhrif á kosninguna samkvæmt
þeirri ákvörðun í 9. gr. að helmingur
kjörbærra manna mæti á fundi og ein-
hver umsækjandi hljóta ’/4 atkv. allra
kjósenda.
Urófastur getur sjálfur verið í kjöri,
en lögin gera ekki ráð fyrir því, að
annan kjörstjóra þurfl nokkurntíma að
skipa. Þegar svo á stendur getur próf.
orðið „dómari í sinni sök“.
Niðurlag 9. gr.: „hafi kosn. o. s. frv.“
virðist mjer að hefði mátt stytta og orða
þannig: „að oðru leyti er það (o : hlut-
aðeigandi sfjórnarvald) sjálfrátt um veit-
ingu embættisins“, því meiningin er
hin sama (og verður sjálfsagt í fram-
kvæmdinni).
í 10. gr. segir, að hafi að eins einn
sótt um embættið, skuli, eptir kosning-
arreglum laga þessara, leita tillögu safn-
aðarins um, hvort hann vilji hafa þenna
eina, eða hlýta þjónustu nágrannapresta,
verði því við komið, eða að „settur
verði prestur til að þjóna“ emb. til
bráðabirgða. Hjer hefði átt að vera:
„settur verði annar prestur“, því ann-
ars getur hlutaðeigandi stjórnarvald
„sett“ þenna eina, sem söfn. eigi gat
aðhyllzt. Pyrir orðið: „tillögu“ hefði
átt að standa „atkvæði“, og þessu auk-
ið við greinina:
„Atkvæði safnaðarins skulu tekin til
greina eptir sörnu reglum sem ákveðið er
í 9. gr.“; því nú er eúgin trygging fyr-
þvi, að „tillaga" safnaðarins verði til
greina tekin.
11. gr. segir, að kostnaði 'við prest-
kosningar skuli jafna á alla sem kosn-
ingarrjett liafa eptir þessum lögum;
gjalddagi eptir 14 daga frá kjöraegi,
og lögtak að þeim liðnum. Þetta fæl-
ir menn mjög frá að nota þenna kjör-
rjett. Menn óttast nýjar álögur. Og
hjer er alveg óákveðið, hvað til kostn-
aðar má telja, og hver úrskurða á reikn-
ingana. Kostnaðurinn getur orðið tölu-
verður, ef reikna má ómök sóknarnefnd-
arinnar við að semja kjörskrár o. fl.,
auk ferðakostnaðar kjörstjóra, og verð-
ur niðarjöfnunin og innheimtan einkum
óvinsæl. — Ef í stað 11. gr. kæmi:
„kjörstjóra bera 3 kr. fyrir livern
dag, er hann þarf að vera að heiman
til að stýra prestkjörfundi. Hjeraðs-
fundur úrskurðar reikninginn. Gjald
þetta greiðist af föstum tekjum hins
lausa prestakalls fyrsta árið eptir að
það losnaði síðast“, yrðu lögin alþýðu
vinsælli; því prestgjöld eru opt goldin
fyrir ófullkomna prestþjónustu, meðan
prestakallið er laust, og væri þvísann-
gjarnt gagnvart gjaldendunum, að af
þeim gjöldum tækist kosningarkostnað-
urinn; og gagnvart prestinum væri það
ekki ósanngjarnt, þegar hann fyrir kosn-