Þjóðólfur - 10.12.1886, Side 1
Remur út & föstudags-
Biorgna. Verð árg. 4 kr.
(erlendis 5 kr.). Borgist
fyrir 15.jálí.
ÞJOÐOLFUR.
Uppsögn (skrifleg) bund*
in við áramót, ógild nema
komi til útgef. fyrir 1.
október.
XXXVIII. árg. Reykjavík, föstudaginu 10. desemker 1886. Nr. 54.
Um sameinig Klausturhóla- og
Mosfellsprestakalla.
(Úr Grímsnesi).
(Niðurl.) Sjera Árni leggur mikla á-
herzlu á það, hve mikið gagn sje að
prestum fyrir alþýðumenntunina, en
þegar hann talar um það, hefur hann
að eins hugsað um góðu prestana. Eða
þekkir sjera Árni engan slarkaraprest,
eða engan prest, sem liefur algerlega
látið eða lætur alþýðumenntunina liggja
á milli hluta og spyr að eins úr kver-
inu sem minnst má verða undir ferm-
ingu? Sannleikurinn er sá, að þetta
fer allt eptir því, hvernig presturinn er,
en fylgir ekki með prestnafninu.
Sjera Árni segir, að það hefði verið
rjett komið að því, að hann sækti um
Klausturhólana, þegar hann kom út af
prestaskólanum. En hvað sannar þetta?
Alls ehkert annað en það, að sjera Árni
vildi Klausturhóla heldur enekkert,því
livernig fór? Undir eins og sjeraÁrni
fjekk eitthvað annað, eitthvað betra —
og það fjekk hann þegar — fór hann
þangað.
Það er að sönnu eigi ómögulegt, að
góður prestur komi að Klausturhölum,
sem er rýrara brauð en Mosfell. —
Það hefur það aldrei verið. Vjer, sem
erum miðaldra menn, munum svo langt
að vjer höfum átt ágæta presta, en
vjer vitum líka vel, að vjer höfum eigi
getað haldið þeim lengi, ef þeim hefur
enzt aldur. Svona hefur það gengið
og mun ganga, en vjer getum nú jafn-
an haft völ á góðum prestum, ef al-
þingi stendur eigi í veginum fyrir oss,
með því, að banna oss þau skilyrði, sem
til þess þurfa.
Þessi ástáíða sjera Árna var næst á
undan hinni síðustu, og á hún að vekja
athygli þingmanna, svo að þeir taki ept-
ir hinni síðustu, sem bæði á að sund-
urmola sameininguna og að stinga svo-
leiðis upp í oss G-rímsnesinga, að vjer
komum eigi aptur. Sjera Árni rekur
svona smiðshöggið á röksemdaleiðslu
sína: „Eins og jeg liefi áður sagt, þá
„ræð jeg h. þingd. frá að binda nú þessa
„sameiningu, sem hjer ræðir um, með
„lögum, því að vel mætti búast við því,
„að bænarskrá kœmi aptur til nœsta
„þings um ad sundra því aptur, sem
„þetta þing steypti saman“.
Beizkur ertu nú drottinn minn!
Á hverju byggir sjera Árni þetta?
Ætla má, að jafnvandaður maður, sem
presturinn og alþingismaðurinn Árni
Jónsson er, kveði eigi upp þennan dóm
yfir oss Gfrímsnesingum ástæðulaust.
Eða hve nær höfum vjer beðið um sam-
einingu og sundrungu svo á eptir. Yf-
ir liöfuð að tala, hvað höfurn vjer Gríms-
nesingar komið fram í þessu máli fyr
en nú, síðan alþingi tók að koma nýju
skipulagi á prestaköllin?
Eitt er einkennilegt við ræður allra
þeirra, sem tala á móti sameiningunni,
að enginn þeirra talar um, nje tekur
tillit til þess, hvernig lijer liagar til.
Ekkert kernur fram, sem sýnir, að þeir
hafi reynt að kynna sjer það. Jafnvel
sjera Árni er að burðast með presta-
kall, sem var í tveimur hreppum, en
Grímsnesið er einn hreppur. Það er
umgirt af miklum vatnsföllum á þrjá
vegu, en óbyggð á einn veg. Það er
þannig að skilið frá öðrum sveitum af
hendi náttúrunnar og eins og skapað
til þess að vera bæði hreppur og presta-
kall fyrir sig, og það því fremur sem
það er mjög kringlótt í’ laginu og ó-
venjulega lítið af torfærum innan sveit-
ar, er skilji einn hluta þess frá öðrum.
Sogið skilur' Grafninginn frá því, sem
líka er umgirtur að heita má með vötn-
um og fjöllum, en hann er svo lítill að
hann getur eigi verið sjerstakt presta-
kall. Þess vegna hefur hann verið
kirkjusókn frá öðrum brauðum, frá
Þingvöllum fram að hjer um bil 1856,
og síðan lengstum frá Klausturhólum.
í Þingvallabrauðinu er engin annexía,
það er fámennt mjög, svo að það getur
varla orðið ofstórt, þótt við það yrði
bætt mjög fámennri sókn, og að í öllu
brauðinu ýrði undir 300 manna. Þing-
vallasveitin, sem sömuleiðis er lítil sveit,
norðaustur á Grafningnum, hefur einn-
ig ásamt Grafningnum stofnað barna-
skóla á Þingvöllum, og þessar sveitir
hafa þannig gjört fjelag með sjer í alþýðu-
menntuninni. Báðar þessar sveitir eru
svo litlar, að hvorug þeirra var einfær
um að koma skóla á stofn. Þingvalla-
sveitin gat eigi náð til annarar sveit-
ar en Grafningsins. Landslagið ræður
þessar sveitir í samvinnu, og þótt Grafn-
ingsmenn kynnu einnig að geta sótt
yfir Sogið í Grímsnesið, þá er það svo
stór sveit, að mikiil munur yrði á þeim
bandamönnum, og Þingvallasveitin hefði
þá staðið ein uppi. Grímsnesið er stór
sveit og mun, ef hún verður eitt fje-
lag í andlegu tilliti, vera öllu færari
til þess að koma upp barnaskóla, en
Þingvallasveit og Grafningur í fjelagi.
Það er eigi fyrr en árið 1880 og ept-
ir það, að til sveita færi að brydda
verulega á áhuga manna á því, að koma
þar upp barnaskólum,, og vjer höfum
þá öruggu von að sameiningin, ef hún
kæmist núna á, mundi brátt færa oss
einhvern þann prest, sem kæmi barna-
skóla á stofn hjer í sveitinni.
Ef Grímsnesið er gjört að einu presta-
kalli, þá yrðu í því hjer um hil 600
manna og tekjurnar yrðu um 1400 kr.
[nokkuð á að leggja til Þingvallabrauðs-
ins og það er ekki talið með]. Það er
víst, að mörg prestaköll eru bæði fólks-
ríkari og tekjumeiri, og gjörir þó þing-
ið ekkert til að breyta þeim ; mörg eru
einnig miklu erfiðari, bæði af þeim, sem
hafa meiri og minni tekjur, og hver
ræður bót á því? Eins og Grímsnes-