Þjóðólfur - 10.12.1886, Page 2
214
ið allt yrði í bezta meðallagi hvað tekj-
ur snerti, eins yrði að vinna í meira
meðallagi fyrir þeim, en að það yrði
mjög erfitt brauð, eða svo erfitt, að
meðalmaður fengí eigi þjónað því, það
nær engri átt, og mun enginn segja,
sem er þar kunnugur. Á þá annexíu,
sem lengst er að sækja frá Mosfelli er
2 til 2*/a tíma ferð á sumrin, 4 tíma
gangur á vetrin, og þegar ekki eru
torfærurnar,þá er það engum vorkunn.
Hjer er ekki verið að búa til embætti
handa uppgjafaprestum, heldur verður
að miða við það, sem meðalprestar geta
leyst vel af hendi, en ef annars prest-
ur á efri árum sökum lasleika fengi
eígi algerlega þjónað því, þá gæti hann
tekið aðstoðarprest og þeir báðir kom-
izt eins vel af og enda betur en tveir
prestar að staðaldri.
Vjer sögðnm áður, að þetta mál hefði
með sjer stjórnarstefnu hinna frjálsustu
landa heimsins. Eins og sjera Árni
mun liafa sjeð í Ameríku, þá er það
stefnan þar og eins í frjálsustu lönd-
um Európu, að lofa einstökum sveit-
um oghjeruðum að ráða sem mestu í þeim
málum, sem þau ein varða og láta þau
hafa þar sem mest frelsi.
E>egar þingmenn vorir kortia fram
með þetta mál á næsta þingi, vonum
vjer að það fái betri viðtökur; en skyldi
svo fara, að oss gangi hjer allt í móti
óskum og vonum, þá munum vjer reyna
að ininnsta kosti að láta oss verða svo
mikið úr 10. grein laganna 8. jan. 1886
um hluttöku safnaða í veitingu brauða
sem auðið er, því að oss er fullkom-
lega Ijóst, hver munur er á því, að hafa
góðan prest og vondan.
í miðjum nóvember 1886. ,
Ferðabrjef úr Svíþjóð
eptir Taltý Guðmundsson.
IV.
Stokkhólmi 14. ágúst 1886.
E>að er svo margt fallegt og merki-
legt í Stokkhólmi, sem skrifa mætti um
ef tími og rúm leyfði, en jeg sje, að
jeg hef einu sinni ekki tíma til að lýsa
helftinni af þvi, sem jeg ætlaði mjer,
og ætlaði jeg þó að eins að taka það
allra merkasta. Jeg verð því að láta
mjer nægja, að minnast lítið eitt á einn
stað enn. Hann er fyrir utan megin
bæinn, en má þó teljast til hans. E>að
er „Djurgárden“ (Dýragarðurinn). Það
er eyja, sem liggur skammt frá bæn-
um, en er tengd við meginlandið með
afarmikilli járnbrú. Þar eru hinir
mestu skemmtistaðir Svía á sumrin.
Þangað ganga brautvagnar fimmtu
hverja mínútu, og eimsnekkjur mjög
títt víða úr bænum. Þar eru ágætir
snæðingsskálarogkaffisalir. Hinn merk-
asti af þeim stöðum er „Hasselbacken“.
Það er prýðisfagur lystistaður, og halda
Svíar þar gleðisnæðinga og fagnaðaröl,
þegar þeir hafa mikið við. Þar var í
gærkveldi veizla mikil. Voru þar allir
þeir, er þátt tóku í málfræðingafundin-
um, og margir fleiri af göfugmenni Sví-
anna. Útlendingar vóru þar allir boðn-
ir, en Svíar tóku þátt í gegn 10 kr.
tillagi. Þar var veitt ágæta vel bæði
matur og drykkur. Það þótti mjer ein-
kennilegast við snæðing manna þar, að
menn neyttu alls standandi. Borð gengu
um endilangan sal, og voru þar á bor-
in bæði matföng og ölföng, en engin
voru sæti í salnum. Diskahlaði var
þar settur á einn stað og knífa og gafla-
hrúga á annan. Grengu menn þá tii og
tóku sjer í hönd disk, kníf og gaffal
og þá rjetti, er hvern lysti, og gengu
svo frá einum til annars, borðandi og
spjöllnðu saman með mestu kátínu.
Þar var meðal annars borin andasteik
á borð, og varð mjer ekki um sel, því
mjer veitti erfitt að borða höndulega
með annarri hendi, þar sem jeg varð
að halda á diskinum í hinni og auk
þess vínglasi á honum fyrir utan mat-
inn. Jeg sá, að fleiri útlendingar, sem
voru ekki vanir þessari borðunaraðferð,
þóttust eigi síður í klípu en jeg. En
við þessu var líkasjeð. Því útúrsaln-
um lágu dyr inn í ýms smáherbergi,
og þar voru sæti og borð. Grátu menn
gengið þangað og bitað niður fyrir sig,
og farið svo inn í salinn aptur og borð-
að vel og látið mannalega. Við drykkj-
una á eptir voru haldnar margar snjall-
ar ræður, og skal jeg eigi tala frekar
um þær.
Hasselbacken er skrautbygging mikil,
sem stendur í ljómandi fögrum aldin-
garði. Standa þar eikur á stangli, en
á milli blika við silfurtærir gosbrunn-
ar og glæsilegir blómreitir, sem sumir
hverjir líta út álengdar eins og glitofn-
ar ábreiður með hinnifegurstu litarprýði.
Á sumarkveldin safnast múgur manns
í garðinn, sem er alskipaður sætum,
og njóta þar þess, sem tungu hvers er
tamast. Er þá bæði leikið á hljóðfæri
og sungið fyrir gestina, og situr söng-
flokkurinn í laufskála gegnt snæðings-
skálanum. Á snæðingsskálanum fram-
anverðum eru þilsvalir stórar með skýli-
þaki yfir, og geta menn og setið þar,
og notið útsjónar yfir garðinn og gest-
ina, og einnig út yfir sundin og eyj-
arnar inn til bæjarins. í einum stað í
garðinum utanverðum stendur eik ein
afargömul, sem nokkuð er farin að láta
á sjá fyrir elli sakir. Undir henni sat
Bellmann gamli, skáldið fræga, mjög
títt, og þar orti hann mörg af sínum
beztu kvæðum. Þar er líka reist lík-
neski hans. Situr hann þar og er að
leika á hörpu sína. Bellmnan hefur ort
fjölda kvæða um Djurgárden, og var
mjög elskur að honum, enda eru marg-
ir staðir þar kenndir við liann. Það
er heldur ekki kynlegt, þótt þessi eld-
fjörugi og síspilandi gleðisöngvakóngur
kynni vel við sig í allri þeirri yndis-
fegurð, sem náttúran hefur krýnt þenn-
an litla liólma með.
(Niðurl. þessa brjefs næst).
Áskorun til gamalla Garðbúa.
Heiðruðu landar, gamlir Garðbúar! Eins og
mörgum af yður mun kunnug vera, eru hjer á
'Garði til tvö stðr Album, sem hafa inni að
halda margar myndir af gömluin og ungum
Garðbúum frá árinu 1800. í Jegar maður blað-
ar í pessum Albumum, þá verður maður þess
þegar i stað var, að íslendingar liafa eigi lát-
ið sjer injög annt um, að senda myndir af sjer,
því af öllum þeim sæg mynda eru að eins
myndir af þessum eldri íslendingum í þeim:
af Þorgeiri presti Guðmundssyni, Oddgeir Step-
henssen, Jóni lækni Pinsen, Eiríki víceprðfasti
Jónssyni, Jóni adjunct Sveinssyni og cand. theol.
Steingrimi Johnsen, og svo nokkrum örfáum
yngri. Nú er það bón mín til allra þeirra,
sem einhvern tíma hafa verið hjer á Garði,
og hafa unað sjer vel innan hinna rauðumúra,
að þeir minnist nú allra þeirra ánægjustunda,
sem þeir hafa lifað inni á Garði á stúdentaár-