Þjóðólfur - 10.12.1886, Blaðsíða 3
3
um sínum, og sendi myndir af sjer í Jiessi al-
bum. Þetta hefur lika þá þýðingu, að þá safn-
ást á einn stað myndir af ýmsum hinum mestu
merkismönnum, og munu þannig geymast um
ðkomnar aldir til fróðleiks og skemmtunar. Þeir,
sem kynnu að verða við þessari hón minni, hið
jeg að senda myndir af sjer sem fyrst til mín,
°g' rita á þær nafn sitt og stöðu og áratíma
þann, sem þeir hafa bfnð á Garði.
Garði í Kaupmannahöfn 6. nóv. 1886.
Klemens Jónsson.
p. t. „Klukkari“ & Garði.
Reykjavik 10. dea. 1886.
Sýslumannsemhættið í SkagaQarðarsýslu
laust frá 1. júlí 1887. Umsðknarbrjefin eiga
að vera komin til ráðgjafans 6. apr. næstk.
Onnur málaflutningsmannssýslanin við
landsyfirrjettinn laus nfi þegar. Umsóknar-
hrjefin eiga að vera komin til ráðgjafans 15.
febr. næstk.
Veðrátta hefur verið hjer fremur óstöðug og
farin að verða vetrarleg; uokkur snjór til sveita
og sums staðar slæmt á jörð.
Að norðan komu menn nýlega úr Eyjafirði
og sögðu tiðina svipaða nyrðra því, sem hún
hefur verið hjer; þar hafði hlánað eptir miðjan
f- m., en spillzt aptur um siðustu mánaðamót.
Minnisvarði var í haust reistur á leiði lands-
höfðingja Bergs sál. Thorbergs. Hefur stein-
höggvari Scliau búið hann til. Minnisvarðinn
er úr íslenzkum steini, fallegur og vel gerður,
og sýnir það, að ekki þarf að leita til útlanda,
til þess að fá fallega minnisvarða og annað
þess konar. — E.
Námsmeyjar í kvenuaskólanum í Rcykja-
vik veturinn 1886—1887. — 1. Þóra Magnús-
dóttir. 2. Vigdís Pjetursdóttir. 3. Jóhanna
Jónasdóttir. 4. Sigríður Sigurðardóttir. 5. Sig-
l'íður Brýnjúlfsdóttir. 6. Elinborg Jakobsen.
7. Lára Scheving. 8. Anna Auðunnsdóttir. 9. Ing-
unn Jónsdóttir. 10. Þorgerður Eysteinsdóttir.
11. María Þórðardóttir. 12. Guðrún Guðmunds-
dóttir. 13. Hóimfríður Guðmundsdóttir. 14. Guð-
ný Magnúsdóttir. 15. Björg Sigurðardóttir.
16. Hildur Jónsdóttir. 17. Margrjet Björnsdótt-
l1'- 18. Guðrún Jónsdóttir. 19. Helga Jóns-
dóttir. 20. Sigríður Eyþórsdóttir. 21. Torf-
hildur Guðnadóttir. 22. Elísabet Þórðardóttir.
23. Signrlaug Bjarnadótfir. 24. Svanhorg Líðs-
dóttir. 25. Sigríður Magnúsdóttir. 26. Guðrún
Daníelsdðttir.
Kærur gegn Kristjáui ö, Þorgrímssyni
fyrverandi hæjargjaldkera. Þorlákur Jónsson,
^reppsnefndarmaður í Varmadal, liefur af bæj-
arföggfa krafizt sakamálsrannsóknar gegn Kr.
' • Þorgrímssyni út af undandrætti á peninga-
^0rgunum úr bæjarsjóði og fölsuðum kvittun-
um. —_ Halldóra Árnadðttir frá Grjóta hefurog
k*rt hinn sama (Kr. Ó. Þ.) fyrir vangreiðslu
^ Peningum úr bæjarsjóði og „heimildarlausa
dndirskript á nafni sínu í sviksamlegum tii-
gangi“. — Loks hefur hinn núverandi bæjar-
ðaldkeri Björn Kristjánsson kært áðurnefndan
215
Kr. Ó. Þ. fyrir ranga hókfærslu á bæjarreikn-
ingunum, og krafizt að hæjarfógetinn skipi tvo
reikningsfróða menn til að rannsaka bókfærsl-
una á bæjarreikningsbókunum, og segja álit sitt
um, hvort eigi muni vera ástæða til að höfða
sakamálsrannsókn gegn tjeðum Kr. Ó. Þorgrims-
syni út af óráðvandlegri hókfærslu.
Matthildur Jónsdóttir.
Fædd 25. aprll 1862; dáin 19. sept. 1886.
Hver má skilja hulin guðdóms ráð,
hví fær dauðans engill beittum hjörvi
meðan sólin ljðmar skærst um láð
lilju slá í æsku megin fjörvi?
Jeg veit það ei, en alvalds augað sjer
oss hvað hentar bezt því skal jeg þegja,
og undir hvað hann mæta lætur mjer,
mig í hjartans auðmýkt jafnan beygja.
En dóttir kæra sá var harmur sár',
að sjá nær lífs þins brosti sól í heiði,
dauðamóðu blíðar fölva brár,
brostin augu og rúmið þitt i eyði.
Þú varst mín í elli unaðsrós,
elskuleg og hlýðin hels að degi;
með þjer hvarf úr húsi ljúfast ljós,
ljós, sem mjer í veröld bætist eigi.
Þú festir snemma andans sjónir á
æðri sælu en fáum hjer á jörðu
í skuggsjá trúar, sem þitt augað sá
síðast mitt i dauðastríði hörðu.
Þú sinntir aldrei göldum heimsins glaum,
en guði vildi helga sál og anda,
þvi þú vissir lífs- í stríðum straum
stundleg gæði aldrei lengi standa.
Þú varst sæl, er svona snemma fjekkst
sál óspilltri skila í föður hendur.
Þú varst sæl, þá götu hels þú gekkst
glöð í trú og von, sem jafnan stendur.
Því von, sem byggist einum guði á
aldrei bregzt, þó sjónum hverfi heimur,
en við danðann opnast manni þá
engilfagur drottins sælu geimur.
Jeg veit þú lifir, ljúfa barnið mitt
og lífs í sölum englaskarann prýðir,
þar sem ekkert angrar hjartað þitt,
en æðstan föður prísa sælir lýðir.
Það skal hugga hreldrar móður geð,
hallar æfi, senn er lokið vegi,
jeg í fögnuð fæ þig bráðum sjeð
fyrir Jesú krapt á lausnardegi.
Undir nafnl móðurinnar.
Guöl. Guðmundsson.
M O Ð. s-
Ræningi með eptirlaunum. A eyj-
unni Ischiu fyrir vestan Ítalíu er aldraður mað-
ur nokkur, sem á yngri árum var foringi ræn-
ingjaflokks, sem gerði mikil spillvirki. For-
ingi þessi var mjög kænn og það var ómögu-
legt fyrir yfirvöldin að ná honum eða flokk hans
á sitt vald. Til að afstýra þeim eyðilegging-
um og tjóni, sem hann og ræningjaflokkur hans
gerði, sá ríkisstjórnin ekki önnur úrræði en
gera samning við hann; var honum heitið full-
um griðum og árlegum eptirlaunum, ef hann
hætti ránunum. Hann gekk að þessu og kaus
sjer bústað á hinni fögru ey Ischíu. Hann var
gerður þar að leiðsögumanni útlendinga og
hafði 5 franka (3 kr. 60 a.) á dag í eptirlaun.
Fptir nokkurn tíma fór konum að þykja þetta
oflitið, svo að hann sótti um meira; voru þá
eptirlaun hans hækkuð upp í 6 franka, (4 kr.
32 a.) á dag, og þá upphæð hefur hann enn.
Tveir kandídatar i guðfræði sóttu um
sama prestakall í Svíþjóð, og fengu leyfi til að
halda þar prófræðu; annar bjó sig undir með
mestu virktum, og skrifaði upp hjá sjer ágæta
ræðu, sem hann svo lærði utan að. Hinn hugs-
aði þar á móti ekkert um sína ræðu og hjelt,
að sjer mundi eitthvað verða til, þegar á þyrfti
að halda. Svo vildi til, að þeir gistu báðir á
sama veitihúsi í samstæðum herbergjum. Þá
heyrði letinginn, að hinn var á nóttunni að
ganga um gólf og kyrja upp ræðu sína, svo að
hann gat heyrt orðaskil; enn hann kunni dá-
lítið í hraðritun og því hraðritar hann nú ræð-
una upp eptir upplestri hins, lærir hana utan
að og hugsar með sjer, að af þvi svo vel vilji
til, að hann eigi að stíga í stólinn á undan,
þá muni hann nú gjörsamlega sigra hinn, sem
ekkert hafi annað nje meira að bjóða, og hlyti
að verða ráðalaus og ruglaður, og því verða
hafnað. Stundin kom. Þegar sá sem síðar átti
að prjedika heyrði sína ræðu upplesna, rak hann
fyrst i rogastanz og vildi ekki trúa 'sínurn eig-
in eyrum. Enn hann áttaði sig fljótt. Þegar
hinn fyrri hafði lokið ræðunni, fer hann upp í
stólinn og segir: „Kristni söfnuður. Jeg get
ekki haldið betri ræðu enn þá, er nú hefur ver-
ið haldin fyrir yður, enn af því aldrei er gert
of mikið af því sem gott er, þá ætla jeg að
halda sömu ræðu aptur yður til sálarheilla11.
Síðan heldur hann sína ræðu orðrjetta aptur
fyrir söfnuðinum. Söfnuðurinn varð forviða yfir
sliku minni, að geta þannig munað orð fyrir
orð ræðu, sem að eins einu sinni hafði fyrir
eyrun borið, og valdi hann sjer fyiir prest;
enn nærri má geta, hvað hinn hefur hugsað,
er hann var þannig veiddur í sinni eigin snöru.
Grein frá Páli Briem næst.
AUGLYSINGAR
í samfeldu máli m. smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3a.
hvert orö 15 stafa frekast; m. ööru letri eða setning
1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út í hönd.
Sera umráðamenn og eigendur að báðum lend-
ingum og meiri hluta af vergögnum á liinum
svonefnda Bjeringstanga hjer í lireppi, kunn-
i