Þjóðólfur - 15.04.1887, Blaðsíða 2
62
að störf aukaþings eða aukaþinga, ef
fleiri verða, geta auk stjórnarskrármáls-
ins verið svo þýðingarmikil, að þau
svari meir en kostnaði. ítrekaðar
kosningar mundu og stórum auka á-
huga landsmanna á þingmálum. Og
þannig mundi þetta allt verða sá skóli,
sem veitti landsmönnum mikla æfing,
ýmis konar uppörfanir og gagn, semó-
mögulegt er að meta til peninga.
Hvað mundi Jón Sigurðsson segja,
væri hann nú uppi og hann sæi, að
menn væru hikandi í þessu máli sakir
kostnaðar við aukaþing? Ekki mundi
hann hafa horft í kostnaðinn. Það
sjest á þessum orðum hans í ritgjörð-
inni um stjórnarskrána íAndvaral874
bls. 122: „Vjer höfum þá von til
landa vorra, að þeim vaxi svo bráðum
hugur og þrek, að þeir vilji fjölga
töluvert þingmönnum, . . . svo að tala
þingmanna verði ekki minni en 50 til
60 í báðum deildum; og á hinu þykir
oss engu minna ríða, að þing verði
haldið á hverju ári. Yissulega yrði
þetta mikill kostnaðarauki, en það yrði
tilvinnandi og mundi bera margfaldan
ávöxt“.
Þeir, sem horfa í kostnaðinn við
eitt eða tvö ankaþing, hefðu gott af
að hugleiða þessi orð hinnar miklu
framfarahetju, sem varði lífi sínu til
að berjast fyrir stjórnrjettindum og
öðrum þjóðframförum íslendinga.
Um alþýðumenntun.
Eptir Torfa Bjarnason.
—:o:—
„Slnum augum lltur hver á silfriö1*.
(Niðurl.). Jeg hefi heyrt marga tala
um, að þeir vonist eptir, að piltar, sem
læra á búnaðarskólum, sjeu orðnir góð-
ir íjármenn, þegar þeir koma þaðan,
og leggja þessir menn rýrðar orð á skól-
ana, vegna þess þeir sjá, að þessar von-
ir rætast sjaldan, og að minni mein-
ingu rætast þær aldrei nema svo sje,
að piltar hafi verið talsvert vanir fjár-
hirðingu, þegar þeir koma á skólann.
Þessi skoðun manna er alls eigi heppi-
leg, og síður en ekki ónærgætnisleg.
Piltar geta aldrei fengið nema mjög
litla æfingu við fjenaðarhirðingu á bún-
aðarskólunum, hversu stór bú sem þeim
fylgja, en fjenaðarhirðing verður ekki
lærð til hlítar nema með langri æfingu.
Jeg skal nú skýra þetta með dæmi.
Setjum svo, að á búnaðarskóla sjeubara
12 lærisveinar, og þar sjeu á búi 16
kýr, 20 hross, 300 ær, 250 lömb og
250 sauðir. Á þessum skóla á eptir
setningu þingmannsins, að kenna, auk
fjárhirðingar, trjesmíði, járnsmíði, ak-
týgja- eða söðlasmíði, grjótvinnu og tó-
vjelabrúkun, sem allt mundi fara fram
að vetrinum. Lærisveinarnir geta því
fengið æfingu til skiptis við l.aðhirða
kýr; 2. að hirða hross; 3. að hirða
lömb; 4. að hirða ær; 5. að hirða sanði;
6. að smíða trje; 7. að smíða járn; 8.
að smíða aktýgi; 9. að vinna qrjöt; 10.
að fara með tóvinnuvjelar. Ef svo hver
piltur er látinn verja um 4 stund-
um á dag til verklegra æfinga yfir
veturinn, þá svarar það svo sem 2 dags-
verkum á viku eða 60 dagsverkum yfir
veturinn, eða 120 dagsverkum yfir all-
an skólatímann. Fær þá hver piltur
eptir þessu 12 daga æfingu yfir allan
skólatímann í hverju þessu, með því
móti að þeir þurfi ekkert annað að
gjöra, og hvað fjármennskuna snertir,
þá geta þeir fengið sem svarar 12 daga
æfingu við að hirða hvert um sig ær,
lömb og sauði, eða 6 vikna æfingu við
eitthvað eitt af þessu og það liklega
einkum innanhúss. Mjer liggur við að
efast um að þingmaðurinn sjálfur—sem
er afbragðs fjárglöggur maður, oghefur
að jeg held, betur vit á fjármennsku en
flestir þeir, semjeg þekki—mundi geta
gjört óvanan ungling að góðum fjármanni
eptir 6 vikna æfingu, já mjer er nærri
að halda að hann í öllum sínum bú-
skap hafi engan gjört að góðum fjár-
manni á tvöfalt lengri tíma, sem áður
var fjárhirðingu óvanur, og þó er
þingmaðurinn manna lægnastur til að
kenna ekki síður verklegt en bóklegt.
Jeg hef farið svo mörgum orðum um
þetta atriði, af því að margir kasta
þungum steini á búnaðarskólana fyrir
það, að piltar, sem þaðan koma, eru
ekki að jafnaði eins góðir fjármenn, og
sumir aðrir, sem á engan skóla hafa
gengið. Þingmaðurinn íæst að vísu
ekki um þetta í athugasemdunum, og
jeg vona, að hann sje ekki einn af
þeim, sem ætlast til, að fjármennska
verði kennd til hlítar á búnaðarskól-
unum í þeim skilningi, sem orðið fjár-
mennska er almannt viðhaft.
Þingmaðurinn bendir því að „sum-
um“ búfræðingum, að þeir álíti lítið
gjöri til, hvort búnaðarskólabúin sjeu
stór eða lítil. Hann má samt vera al-
veg óhræddur, því það er almennt álit
meðal bænda og búfræðinga, að skóla-
búin eigi að vera í stærra lagi, ogþað
sjest bezt á því, að einmitt stórar og
vænar jarðir, hafa verið valdar undir
búnaðarskólana fyrir norðan, austan og
sunnan, sem geta borið stórbú, ogmun
þíngmanninum þykja allar þessar jarð-
ir nægilega stórar. Ummæli hans eiga
þá líklega að stefna á búnaðarskólann
fyrir vestan, af því að jörðin, sem hann
stendur á, er ekki stór, og búið þar
ekkert stórbú. Þótt svo sje nú, aðjeg
hafi einmitt átt mikinn þátt í að reisa
þennan skóla þar sem hann er, og þó
að búskapur minn sje smávaxinn, þá
man jeg ekki eptir, að jeg hafi sagt,
að það gjörði Iítið til, hvort skóla-
búið væri stórt eða lítið, en jeg hef
máske sagt, að piltar ættu að geta
lært jarðabótastörfin líkt, þó að skóla-
búið væri ekki stórbú, ef jörðin væri
löguð til margbreyttra endurbóta, og
að ekki væru öll þrif búnaðarskólanna
undir því komin, að þeir væru settir
á geysi stórar jarðir, og hafi jeg sagt
þetta, þá finn jeg ekki að svo stöddu
ástæðu til að taka það aptur. Reynsl-
an mun sýna, hvort jeg hef getið í koll-
inn eða ekki.
Reykjavlk. 15. aprll 1887.
Tíðarfar hefur suunanlands verið
gott nú um langan tíma, að vísu ó-
stöðugt og hvassviðrasamt stunduiu-
Því nær auð jörð og nægar heybirgðir
víðast hvar.
Aptur á móti hefur tíð verið mjög
stirð sums staðar annars staðar, eink-
nm í Dalasýslu, Strandasýslu og vnÞ
í Húnavatnssýslu svo sem Hrútafirðii
Miðfirði, Yatnsnesi, Laxárdal ogSkaga'
strönd. Á þessum stöðum hafa u®