Þjóðólfur - 20.05.1887, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 20.05.1887, Blaðsíða 1
Kemur út á, föstudags- morgna. VerÖ árg. (60 arka) 4 kr.(erlendis5 kr.). Borgist fyrir 15. júlí. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn (skrifleg) bund- in viö áramót, ógild nema komi til útgefanda fyr- ir 1 október. XXXIX. árg. Reykjayík, íostudaginn 20. maí 1887. Xr. 21. Strandferðir dönsku gufuskipanna. —:0:— Mikið var talað um nytsemi strand- , ferðanna áður en þær komust á, og miklar vonir gerðu menn sjer um gagn- ið af þeim, enda geta þær gert svo mikið gagn, að ómögulegt er að meta það, ef þeim er haganlega fyrirkomið og menn geta reitt sig á þær; en það er öðru nær en svo sje; því að skipin koma ekki við á öllum þeim stöð- um, sem þyrfti og þau gæti kom- ið á. Þannig hefur aldrei tekizt að fá þessi dönsku skip til að koma við á Rorðeyri, þótt Englendingar sigliþang- að gufuskipum á hverju ári, ekki að eins að sumrinu, heldur og í verstu ill- viðrum að haustinu. Og er þó þörfin auðsæ fyrir að strandferðaskipin komi þar við. Svona er um fleiri staði á landinu, t. d. Hornafjörð. Þangað kom þó norska gufuskipið Waagen með kirkjuvið sumarið 1885, svo aðauðsjeð er, að gufuskip geta siglt þar inn. En dönsku guiuskipin voga sjer ekki að koma inn á þessar hafnir, og ómögu- legt að fá nokkra leiðrjetting á því, þrátt fyrir margítrekaðar tilraunir. Þótt þetta sje slæmt, þá er þó hitt enn verra, að strandferðaskipin fylgja eigi áætlun þeirri, sem þau eiga að fara eptir, heldur ár eptir ár og ferð eptir ferð brjóta hana að ineira eða minna leyti, fara fram hjá höfnum, sem þau eiga að koma á, án þess að veðri sje um að kenna, og sýna á annan hátt af sjer ýmis konar gjörræði. Aldrei hefur gjörræði skipstjóranna á strand- hírðaskipunum verið meira en í fyrra sumar. Mönnum mun vera í fersku minni ferð Lauru í júní kring um land- ið °g fór Thyru norðan um landið í sept., er hún fór fram l\já Skagaströnd í góðu veðri, og för hennar til haka, er hún fór fram hjá ísafirði, sömuleiðis í góðu veðri og ótal margt fh, sem of- langt yrði upp að telja. Má ekki láta við svo húið standa, því að það tjón, sem landsmenn híða af þessu, er óreikn- anlegt. — Á Skagaströnd hafði t. a. m. legið flutningsgóz mikið í haust, er skipið fór þar fram hjá. Kaupafólk af Suðurlandi hafði komið þangað sumar- kaupi sínu, sem það hafði dregið sam- an með súrum sveita, varið 2 dögum eða meiru af vinnutíma sínum til að flytja það þangað. Sumir voru farnir suður, er það frjettist, að skipið liefði eigi komið þar við, aðrir voru að fara, og urðu því að gera sjer ferð á ný ept- ir kaupi sínu aptur og kaupa hesta til að flytja það á suður. Þetta og annað eins gjörræði frá hálfu skipstjór- anna hefur opt og einatt verið kært fyrir landstjórninni, en þau algengustu svör, sem fást, ef nokkur svör annars fást, er að hlutaðeigandi verði að höfða mál gegn gufuskipafjelaginu. Það er sama sem að segja, að hann verði að Hða þetta bótalaust. Landsstjórninni væri þó innan handar, að halda eptir af því fje, sem er borgað úr lands- sjöði fyrir þessar ferðir. En það er allt of mikil harðneskja við gufuskipa- fjelagið. Það lítur svo út sem lands- stjórnin meti ekki mikils hag lands- manna, þyki það fyrir neðan sig, að vaka yfir hag þeirra, en hafi allan hug- ann á að dekra sem mest við gufu- skipafjelagið. Af þessu dekri leiðir, að skipstjórarnir á strandferðaskipunum verða sí og æ bíræfnari, sem von er, þegar þeir sjá, að þeim líðst allt. Einu úrræðin, sem gripið verður til, er að þingið í sumar einskorði fjár- veitinguna til strandferðanna við það skilyrði, að farið sje eptir þeirri ferða- áætlun, sem þingið semur, bæði að því er snertir komustaðina, og aðra tilhög- un á ferðunum, svo og að fjeð sje eigi borgað út, nema sönnun sje fengin fyr- ir, að ferðaáætlunin hafi eigi verið brotin. Þetta mætti þó auðvitað ekki ná til þess, er ís tálmaði skipunum að koma á einhverjar hafnir. — Samning- urinn við gufuskipafjelagið er þessu engan veginn til fyrirstöðu. Menn kunna nú að segja, að gufu- skipafjelagið muni eigi ganga að þessu, og þá verði íslendingar án strandferða næstu 2 ár. En varla þurfa menn að óttast, að svo fari, því að gufuskipafje- lagið mun nú græða eigi alllítið á ferð- um þessum og þykja ísjárvert aðhafna þeim, en þótt fjelagið gengi ekki að þessu, þá er engin hætta á íerðum, því að þingið ætti að hafa þann fyrirvara að fá þá aðra til að takast á hendur ferðirnar. Mun eigi verða vandræði úr því, þar sem Norðmenn eru nú byrjað- ir að láta skip sín fara milli hafna hjer á landi upp á eigin spýtur og án annars endurgjalds en þess, er þeir hafa upp úr ferðunum. Þannig fór gufuskipið Frey frá Seyðisfirði til Ak- ureyrar í vetur í desember og til baka aptur í jan., Miaca sömu leið í jan. og febr., og í aprílbyrjun kom það skip frá útlöndum á ýmsar hafnir austan- lands og norðan, og á nú að koma liingað til Reykjavíkur frá Austfjörðum og fara þangað aptur. Menn ættu nú að nota þessar ferðir og skipaferðir Slimons svo mikið sem unnt er, til þess að vera sem minnst komnir upp á dönsku gufuskipin. BÓKMENNTIR. Búnaðarrit. Útgefandi Hermann Jónasson. Fyrsta ár. Rvík 1887. IV —(-192 bls. — Á fáum bókum er bænda- lýð vorum jafnmikil þörf, sem góðu búnaðarriti; kemur því í góðar þarfir rit þetta, sem búfræðingur Hermann Jónasson hefur stofnað, til þess að fræða bændur um búnað og birta fyr- ir almenningi reynslu hinna beztu bú-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.