Þjóðólfur


Þjóðólfur - 10.06.1887, Qupperneq 3

Þjóðólfur - 10.06.1887, Qupperneq 3
95 á annað hundrað haíi brunnið. Það er mesti leikhúsbruni síðan í Yín 1884. — Flestar stjórnir í Evrópu hafa neitað að taka þátt í alheimssýningunni í París 1889 í minning stjórnarbylting- arinnar miklu 1789. Það getur verið, að henni verði frestað til 1890. Hjer er þessa dagana söng- og skrautfugla- sýning; en Svíaþing hefur neitað að taka þátt í Norðurlandasýningunni 1888. Hér er verið að reisa risuleg hús fyr- ir þá sýningu. 28. mai. Rouvier heíur myndað ráðaneyti á Frakklandi, en Boulanger er ekki í því og það verður víst ekki langlíft. Reykjavlk, 10. júnl 1887. Póstskipið Laura, er kom 7. þ. m. fór aptur í gær austur fyrir land og norður. Með því komu hingað kaup- mennirnir W. Fischer með konu og syni og H. Th. A. Thomsen, Tryggvi Grunnarsson kaupstj., 3 norskir veggerða- menn, Thorvald Jensen prentari sem verkstjóri í prentsmiðju Sigfúsar Ey- ; mundssonar ljósmyndara og Sigurðar Jónssonar járnsmiðs, er keyptu prent- smiðju Sigmundar Guðmundssonar í vor. Enn fremur kom og, aukannara, snöggva ferð ísl. maður, Jónas Jóels- son frá Lundarbrekku í Bárðardal, er verið liefur 15 ár í Brasilíu, þar afl2 ár við ölgerð. Hann hefir komizt þar allvel af og sama segir hann um þá íslendinga, er liann þekkir þar til. Hann ætlar að finna ættingja sína. — Hess skal og getið lijer þessum manni til maklegs heiðurs, að haim færði náttúru- gripasafni lærða skólans að gjöf engi sprett- ur og 8 smá-slöngur úr Brasilíu geymd- ar í vínanda. Hins vegar er lirapar- arlegt til þess að vita, að þing eða stjórn gcrir ekkert til þess, að þetta náttúrugripasafn, þó lítið sje, fái 'hús- rúm, þar sem lnío gæti geymzt vel og komið að tilætluðum notum. Nú lítur út fyrir, að það sem til er hjer af nátt- úrugripum, eða iiingað kann að koma, og ekki er þegar ónýtt eða getur ó- nýzt, verði gagnslaust og ónýtt í kytru þeirri sem því er ætiuð og fyrir rækt- arleysi, þar sem ekki einu sinni er lagt fje til að skipta um vínandann á dýr- unum. íslen/.kir stúdentar í Iíhöfn hafa þó fyrir forgöngu stöd. mag. Stefáns Stefánssonar og cand. jur. Bjarnar Bjarnarsonar 14. f. m. stofnað fjelag, sem heitir: „íslenzkt nátt- úrnfræðifjelag". Pormaður fjelagsins er Moritz læknir Halldórsson. Tilgangur fjelagsins er að koma upp sem fullkomnustu náttúrugripasafni á Islandi, er sje eign þess og geymt í Reykja- vik. Stjórnin (5 manna) á fyrst um sinn að sitja í Kliöfn en færast síðar til íslauds, þá er fjelagsmenn í Bvik eru orðnir eins margir og í Khöfn. Tillag 3 kr. Yöru- og verðlagsskýrslur frá Kliöfn 27. maí. Ull. Nú er sagt, að eptir sjeu á Eng- landi talsverðar leifar af' ull frá fyrra ári. er gangi ekki út. í byrjun ársins virtist eptir- sókn eptir ull aukast um tíma, en nú er gjör- tekið fyrir hana. Óþvegin haustull seldist vel hjer í vor fyrir 52 au. pd., en komst síðar of- an í 50 og 48—46 au. pd. og gekk þó illa út. Saltfiskur. Við Lófótinu i Noregi og viðFin.n- mörk hefur fiskazt, nokkru miður en í fyrra (alls c. 48 miljónir fiska). Samt hefur innkaups- verð verið lægra á fiski í Noregi en í fyrra og þvi geta Norðmenn boðið fisk sinn lágu verði á marköðum. Frá Spáni heyrist enn þá ekk- ert, um fiskverð. En af þvi að Spánverjum lík- aði vel ísl. fiskurinn í fyrra, er talið víst, að ísl. fiskur seljist þar þetta ár, sje hann ve! verkaður og sorteraður; þó má búast við lágu verði, sökum viðurkeppninnar frá Frakklandi og Noregi og tollmunarins, og þar við bætist, að við Hjaltland og Orkne.vjar hefur fiskazt betur í vetur, en nokkru sinni áður, og í'fyrra fengu Englendingar hagkvæman tollsamningvið Spán, svo að nú ganga stöðugt gufuskip írá Glas- gow til Spánar með fisk og er hanu seldur þar í skömtum eptir þörfum kaupenda. Dálítið af isl. smáfiski, er koinið hefur til Englands þetta ár, gekk með herkjnm út fyrir 198 kr. tonið. Færeyskur fiskur, er hingað kom uieð Lauru, c. 150 skpd., seldist fyrir 38, 42, 44—45 eða 46 kr. hver 320 pd. af stórum fiski, eptir gæð- um. Af lýsi frá íyrra ári- seldist í vor um 1000 tn. fyrir 34—34'/,2 kr. hver 210 pd. netto, af ljósu, tæru pottbrærfdu lýsi, og fyrir 35— 353/4 kr. af gufubræddu hákarlslýsi soralausu; þó eru óseldar um 1000 tn. af gufubræddu liá- karlslýsi og söluverðið nú taljð 34 kr. Af harðfiski er óselt eun trá fyrra ári um -120 skpd. og gengur ekkert út. Kjöttunnan (224. pd.) er boðin fyrir 40 kr., þó var lítið eitt af kjöti, er kom með Lauru, selt að eins fyrir 36 kr. tn. Óseldar eru hjer um bil um 150 ‘ tn. Hreinsaður æðardúnn er boðinn fyrir 15 kr. pd. og gengur þó ekkert út. Óselt um 1500 pd. Tólg var seinast, seld fyrir 25 a. pd. netto. Sundmagar seinast seldir fyrir 55—60 a. pd. brúttó.. Óselt um 10000 pd. Tóvara. Óselt er um 30000 pör ísl. lieilsokka, haldið i 50 a., f'æst vart meira en 45 a. fyrir parið. Yetling- ar seldir semast 18 a. parið. — Jfn/jffpundið er uú 75 a., kandís lOVai hvítasykur 16 a., rúgur 4 kr. 75 a. (100 pd.), bankabygg 7 kr. 10 a. (100 pd.). Páll Briem, sýslum. i Dalasýslu hefur slept Dalasýslu, en verið 25. f. m. skipaður málflutn- ingsm. við yfirdóminn frá 1. júli þ. á. Mannalát. 4. þessa mánaðar andaðist hér í bænum frú Elín Thorstensen (ekkja Jóns landlæknis Thorstensens d. 1855) dóttir Stefáns amtm. Stephensens á Hvítárvöllum, fædd 23. des. 1800. Börn þeirra hjóna á lífi þær frú Ragn- lieiður, ekkja Kr. amtm. Kristjánssonar og frú Guðrún Hjaltalín á Möðruvöllum. 30. f. m. létst lijer Sigriður ekkja Markúsdóttir (prests Dórðarsonar frá Alftamýri, fædd 7. júni 1820, móðir Markúsar skipstj. Bjarnasonar og þ.eirra systkina. Síra Sigurðr Brynjólfsson Sirert- sen er íœúdr á Seli við Reykjavík 2. dag nóvemberm. 1808. Faöir hans var Brynjólfr Sigurðsson (Sivertsen), dóm- kirkjuprestr í Reykjavík 1797—1813, síðar prestr að Útskálum, 7 1837. Móð- ir hans var Steinunn Helgadóttir. Hann var hálfbróðir Helga byskujis Thorder- sens. Síra Sigurðr kom í Bessastaða- skóla 1822 og útskrifaðist þaðan 1829. Vígðist 18. september 1831 með kon- unglegu aldrsleyfi til að vera aðstoðar- prestr föður sins; fékk Útskálapresta- kall 1. marz 1837; kvongaðist 5. júní 1833 Helgu Helgadóttur conrectors Sigurðssonar, frá Móeiðarhvoli, systur síra Þorsteins Helgasonar í Reykholti. Hún andaðist 25. júní 1882. Þau eign- uðust 9 börn og dóu 6 af þeim íbarn- œsku. enn þrjú náðu fullorðins aldri: 1. Helgi, fœddr 30. maí 1836, kvæntr Steinunni Yilhjálmsdóttur Hákonarson- ar í Kirkjuvogi; býr nú að Útskálúm ; 2. Sigurðr, fœddr 28. janúar 1843; út- skrifaðist úr Reykjavikrskóla 1865, úr prestaskólanum 1867; vígðist sem að- stoðarprestr föður síns 10. mai 1868. og andaðist 15. júní sartia ár; 3. Ragnheiðr Sigriðr, gift fyrveranda kaupmanni Páli Eggerz, býr’á Straumfirði. Sira Sigurðr fór að búa að Gufuskál- um árið 1833; þar bjó liann í tjögur ár. gerði þar miklar jarðabœtr og reri sjálfr um vertíðina þessi ár. Að Út- skálum fluttist hann 1837. Þar bjó hann í 50 ár, þar til er hann andað- ist 24. mai þ. á.; einu ári áðr sagði hann af sér prestskap. Sjón lians var farin að bila fyrir nokkrum árum og síðast var hann orðinn alblindr. Árið 1875 hafði hann tekið sér aðstoðar- prest prestaskólakandídat BrynjólfG-unn- arsson, sem vígðist 28. nóvember sama ár. í jirestskap sínum mun hann liafa skírt hátt á 15. hundrað barna, jarð- sungið hátt á 17. hundrað, fermt .666 börn, og gefið saman 263 lijón. 1837 varð hann meðlimr Húss- og bústjórnarfélagsins, og yeitti félagið hon-

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.