Þjóðólfur - 28.06.1887, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 28.06.1887, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudags- morgua. Verö árg. (60 arka) 4 kr.(erlendis5 kr.). Borgist fyrir 15. júlí. ÞJOÐOLFUR. Uppsögn (skrifleg) bund* in viö áramót, frgild nema komi t.il útgefanda fyr- ir 1. október. XXXIX. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 28. júní 1887. Nr. 27. Hvað á alþing að gjöra við stjórnar- skrána ? Aðsent. Fjárhagur vor og stjórnarskrármálið. Auglýsing konungs 2. nóvemb. ’85. Aðrar ástæður til breytinga. Hvað vinnst við að breyta stjórnarskrárfrumv. síðustu þinga og hvað týnist. við fcað? Því er sizt að leyna, að efnahagur vor og ástand er sem stendur mjög bágborið, og útlitið allt annað enn blómlegt; þess dylst og heldur eng- inn, að stjórnarskrárbarátta vor tekur frá oss margar krónur, livert sinn sem i þann leiðangur er farið. Það er þvi einlægt mesti vandi og ekki sizt nú að segja, bvort á slikt skal bætta, og þann vanda verður þjóðin að fela fulltrúum sínum, sem nú koma saman, þvi þeim er kunn- astur vilji manna og máttur í Öllum bjeruðum landsins, og því fær- astir um að ráða heppilegustum ráð- um í því efni. \ Það er þvi ekki ætlun vor að ræða þá spurningu með þessum línum, enda svo að heyra bæði á einstökum mönn- um og dagblöðum vorum, sem það sjer allsherjar vilji að halda málinu fram á þessu þingi, og sem er vafa- laust það eina rjetta, ef þess er nokk- Ur kostur. En, þá kemur sú mikla spurning, bvort enn skuli fram balda óbreyttu frumvarpi undanfarandi þinga, og í því efni verður mergurinn málsins þessi: 1. G-etum vjer dregið í nokkru úr kröfum frumvarpsins, svo að von sje til að stjórnin gangi þá að því frernur en áður, án þess þó að koll- Varpa meginatriðum þess? 2. Eru nokkur þau formlíti á frumv., sem gefi stjórninni gilda ástæðu til að bafna því? 3. Þurfum vjer að breyta þvi sjálfra vor vegna? og 4. Hvað vinnum vjer með lítilsverðum breyt- ingum og hvað glatast við þær? 1. Um fyrsta atriðið þarf ekki að fjölyrða. Það eina, sem vjer vitum með rökum um vilja stjórnar- innar og gætum því hagað oss eptir, það stendur i auglýsingu konungs frá 2, nóv. ’85, þar sem vjer erum látnir skilja að stjórnar- skráin 1874 hafi verið gefin oss í þeim tilgangi, að hún stæði óhögguð meðan’ lönd eru byggð, og annað það, að 6. gr. í hinum svo nefndu stöðu- lögum gangi út frá því, að æðsta stjórn vor sitji í Kaupmannahöfn. Það þarf nú ekki nema opin augu til að sjá, að ef þingið ætti að taka þetta og arinað eins til greina, þá væri sá eiun ■ til fyrir oss að stinga stjórnarskrárfrumvarpinu í eldinn og nefna það aldrei frarnar. Og þó eptir- komendum vorum eptir 1000 ár kynni að þykja það nokkuð kynlegt, þá yrðu þeir þó að una við það, að allt slíkt hefði verið útkljáð til fullnustu við forfeður þeirra árið 1874. Enn hjer vill líka svo vel til, að jafnfjarstætt er að tala um nauðsyn, sem um skyldu fyrir þingið í þessu efni. Það eitt er skylda þess og hauðsyn, að ráða | bót á nauðsynjum þjóðarinnar svo sem kostur er, og sækja mál vor á hendur hverjum sem vera skal og hverri stjórn sem er, hvort henni líkar betur eða ver, og vjer höfum leyfi til að krefjast bænheyrslu, ef vjer förum ekki framáneitt, er skerði drottinvald konungs eða rjett annara manna, og slíkt hefur enginn á oss borið, sem þörf sje að ansa. Annars er þessi ódauðlegleiki stjórn- arskrár vorrar ekki óskoplegur, hvort sem litið er til þess, að margar greinir hennar eru valdboðnar oss án vilja vors og vitundar, eða hins, hve ódauð- legt ágæti Danastjórn er lagið að setja i stjórnarlög fyrir sig og þegna sína. Stjórnarskrá dana frá ’49 komst ekki mikið yfir fermingaraldur óbreytt, og þó bakar hún þeim nú slík ríkisvand- ræði,að óstjórn er næst. Og oss ættiDana- stjórn sízt að minna á orðheldni sína. Að frumv. rýri gildi stöðulaganna á Islandi með því að vitna ekki til þeirra, er blátt áfram ekki satt, því að það gerir hvorugt með því. Vjer höfum leyfi til að taka. allt, sem vjer viljum tryggja oss með stjórnarskrá, tilvitnunarlaust, bæði úr þeim lögum og öðrum. Vjer lútum þeim auðvit- að sem valdboði einvalds konungs, og þá eins því, að ríkisþing Dana skuli ákveða með oss breytingu á stöðu hæstarjettar í íslenzkum málum, að öðru leyti er pss sama, hvort þau eru samþykkt á ríkisþinginu, á Eæreyjum, eða á (xrænlandi. Að frumv. búti Danaveldi i sundur ætti stjórnin sizt að segja, þar sém konungur hefur landstjóra í hendi sjer ekki síður en ráðgjafa Islands nú, getur veitt honum svo mikil og lítil völd, sem hann vili, og rekið hann frá, þegar honum sýnist, og getur því einlægt sjeð um, að sá einn sje land- stj. sem allt gerir að hans vilja. Það er náttúran en ekki frumv. sem sýn- ist aldrei að hafa ætlazt til, að ísland hefði neitt við Danastjórn að sælda, og það eru vandkvæðin, sem af þvi leiða, sem frumv. vill rejma að ráða úr, og það má stjórnin þakka oss, aðt vjer gerum þar, sem nær 5 alda reynsla hefur sýnt að hana sjálfa skortir til bæði skin og megn. Um setu hinnar æðstu íslenzku stjórnar í Kaupmannahöfn er það eitt að segja, sem allir sjá, að það er einungis gengið út frá því 1871, sem þáverandi ástandi; það er því engin lög, og þó svo væri, þá getur alþing og konungur farið með það eptir vild sinni. Aðrir hafa þar ekki atkvæði.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.