Þjóðólfur - 29.07.1887, Side 1
Kemur ót á föstudage-
norgna. Verö á-rg. (60
í-rka) 4 kr. (erlendisö kr.).
Borgist fyrir 15. júli.
ÞJOÐOLFUR.
Uppsögn (skrifleg) bund*
in við áramót, ógild nema
komi til útgefanda fyr-
ir 1. október.
XXXIX. árg.
Reykjayík, föstudaginn 29. júlí 1887.
Nr. 32.
Fáein orð um skatta og tolla,
Eins og náttúrlegt er, eru deildar
skoðanir um það, hvort, rjettara eða
heppilegra sje, að fá íje það, er þarf
til landsþarfa með sköttum eða tollum.
Sumir ætla rjettast að fá það með
sköttum eingöngu,en verzlun sje að öllu
leytifráls, aðrir að þaðsje eingöngu eða
mesi megnis fen gið inn með tollum áýms-
um innfluttum vörum, aptur vilja enn
aðrir fara meðalveg, hafa skatta, en
leggja einnig toll á vissar aðfluttar
Vörutegundir, og það ætlum ver eðii-
legast og rjettast. Að menn gjaldi
skatt af eignum og atvinnu er svo
eðlilegt, að það mun varla þurfa að
færa ástæður íýrir því, en á hinn
bóginn er það skylda þings og stjórn-
ar, að sjá um að skattgjaldið komi
niður sem sanngjarnlegast, og sje eigi
hærra en svo að gjaldendur fái með
hægu móti borið. Um tolla má segja
&ð þeir sjeu nokkuð óeðlilegir, því
þeir eru bönd, sem lögð eru á frjáls
viðskipti manna. En þessí óeðlileg-
ieiki hverfur, þegar böndin komanið-
ur á þeim vörum, sem mönnum er hagur
að neyta alls ekki eða sem minnst af.
Þannig verður tollur einmitt eðlileg-
Ur á þeim vörutegundum, sem annað-
hvort eru skaðlegar eða óþarfar, eða
þá þess eðlis að önnur vörutegund
er til í landinu sjálfu, ónotuð eða lítt
notuð, sem getur komið i xítlendu vör-
Unnar stað. Tollur á þeim vörum,
sem geta heimfærzt undir eitthvað af
þessu þrennu, hefur tvöfaldan tilgang
eða hag; nefnilega að hann bæði
minnkar neyzluna og dregur ije í
landssjóð. Hagurinn verður tvöfaldur,
0ða kemur á tvo staði, eins fyrir það,
þó hætt yrði að kaupa vöru þá, sem
tolluð er, því við það að bændur hættu
að kaupa hana, erulíkindi til að þeir
yrðu að sama skapi efnaðri, og gyldu
þar af leiðandi hærri skatta.
Sem skaðlegar og óþarfar vörur má
fyrst af öllu telja vin og tóbak, enda
| eru þær vörur tollaðar, sem kunnugt
er, og mundi vart saka þó tollurinn
væri hækkaður frá því sem er.
En auk þess eru fáeinar aðrar vöru-
tegundir, sem vjer ætlum þess eðlis
að leggja megi toll á þær. Þarundir
teljnm vjer kaffið — svo harðbrjósta
erum vjer — og aðra útlenda drykki
svo sem te og sukkulaði. Fyrir utan
mjólkina höfum vjer ýmsar innlend-
ar jurtir, sem eru hressandi ekki síð-
ur en kaffi, svo sem blóðberg, vall-
humal, fjallagrös, rjúpnalauf, eini o.
s. frv. Drykkir af þessum jurtum,
hæfilega blönduðum, væru mun holl-
ari fyrir heilsuna, og mundu enn frem-
ur þykja allt að einu ljúfifengir, ef
menn vendu sig við þá og tækju þá
upp, svo að það yrði landssiður að
neyta þeirra. Sumar af þessum jurt-
um, svo sem blóðberg og vallhumal
má rækta, svo varla þyrfti að óttast,
að hörgull yrði á þeim.
Flestir sem rætt hafa eða ritað um
að tolla kaffi og te, hafa í sambandi
við það nefnt sykur sem vöru, er
leggja ætti toll á. En á þeirri skoð-
un erum vjer ekki. Bæði er það, að
sykur hefur í sj er talsvert fæðuefni, hann
er einkum hitagefandi og hefur því
sömu áhrif á líkamann og feiti, og
r enn fremur er það, að vjer höfum ekk-
ert efni eða vörutegund hjer á landi,
er geti komið algjörlega í stað hans
t. d. til að hafa með heitum drykkj-
um. Yjer getum því ekki skoðað
sykurinn öðruvísi en sem nauðsynja-
vöru, og erum þess vegna alveg and-
stæðir þvi að tollur verði lagður á hann.
Vjer vikjum aptur að kaffitollinum.
Enginn skilji orð vor svo, sem vjer
viljum mæla með að svo hár tollur
yrði lagður á kaffi, að mönnum yrði
lítt kleyft -eða þvi sem næst að kaupa
Það. Slikt kvalræði vildum vjer ekki,
þó vjer gætum, leggja á svo heita
k affielskendur og Islendingar eru.
Yjer viljum einimgis, að þeir læri að
tempra kaffidrykkjur sinar og venjist
af þeim smátt og smátt, eptir því
sem menning fer vaxandi og ný kyn-
slóð vex npp. Tollinn viljum vjer
því hafa örlítinn að minnsta kosti
fyrst í stað, en seinna mætti hækka
hann, ef mönnum svo sýndist.
Að endingu viljum vjer nefna eina
vörutegund til, sem vjer ætlum skað-
laust að tollur væri á, og það er
útlendur vefnaður. Yjer höfum ullina
af fjenu i landinu sjálfu og hana ætt-
um vjer að nota nær eingöngu í innri
og ytri föt. Ullin er gefin fjenaðin-
um til hlífðar; fjenaðurinn er hvað
likamann • snertir sama eðlis og vjer.
Hvað er þá eðlilegra en að vjer klæð-
umst ullarfötum bæði innst og yzt?
Og hví skyldum vjer ekki vinna ull
vora sjálfir, allt hvað vjer þurfum til
eigin nota, heldur en selja hana út
rír landinu og kaupa síðan útlendan
vefnað úr viðarull og hör, skjólminni
og endingarverri, eða þá vefnað úr
vorri eigin ull, eptir að hún hefur
gengið i gegn um hendur kaupmanna,
vefstaðaeigenda og kaupmanna aptur,
og allir þessir hafa grætt á henni svo og
svomikið? Að siðustu má geta þess, að
væri tollur lagður á útlendan vefnað,
yrði hægra að koma því við en hing-
aðtil hefur reynzt að styrkja með
fjárframlögum ullarvinnuvjelar í land-
inu sjálfu, og styðja þannig að því,
að innlendur vefnaður geti orðið sem
vandaðastur og bestur. x
SlLDBEITA.
í ritlingi, sem prestur okkar Grindvíkinga
hefur geíið út í Reykjavik á jðnsmessu í vor,
fer hann mörgum orðum um, hversu ísjárvert
pað sje að aftaka síldbeitu bæði hjer og i öðr-
um verstöðum. Röksemdir Jiær, sem liann fær-
ir máli sínu til stuðnings, eru flestar gripnar
flr lausu lopti og sumar hverjar alveg gagn-
stæðar j>ví, sem vjer, af reynslunni Jiykjumst
liafa orðið varir við. Presturinn hyrjar ritling
sinn með pví að ásaka sýslunefndina fyrir, að
hfln hafi hlynnt að áskorun hreppsnefndarinnar
hjer og ákafa mínum með að semja frumvarp