Þjóðólfur - 05.08.1887, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudags-
morgna. Verð árg. (60
arka) 4 kr. (erlendisö kr.).
Borgist fyrir 15. júlí.
ÞJOÐOLFUR.
Uppsögn (skrifleg) bund-
in við áramót, ógild nema
komi til iltgefanda fyr-
ir 1. október.
XXXIX. árg.
Reykjarík, föstudaginn 5. ágnst 1887.
Nr. 34.
Ný pólitík.
Nú er fundiii ný og mjög heppileg
aðferð, sem vjer íslendingar getum
haft, til að koma fram vilja vorum
við stjórnina í Kaupmannahöfn.
Akureyringar tóku í fyrra það ráð,
þá er frv. til laga um löggilding
verzlunarstaða var afgreitt frá þinginu,
að skrifa ráðgjafa Islands, og sýna
honum fram á, að löggilding Sval-
barðseyrar við Eyjafjörð „hlyti að
kippa mjög úr vexti og viðgangi
Akureyrar“. — Þetta hreif. Ráðgjaf-
inn fann það, að þessi tillaga manna
á Akureyri var heppilegri en á-
lyktan löggjafarþings íslendinga. Og
svo var náttiirlega lögunum synjað
um staðfesting.
Það getur vel verið, að löggilding
Svalbarðseyrar hefði orðið hættuleg
fyrir Akureyri, því Svalbarðseyri liggur
svo vel fyrir verzlun og viðskiptum við
Eyjafjörð, að þau mundu mjög dragast
til Svalbarðseyrar, ef allt væri frjálst
og Öhindrað. En Akureyri er önnur
aðalgróðrarstía stjórnfylgisins hjer á
landi, litið ófrjórri en sjálf Reykjavík,
svo að ekki er að undra, þótt ráð-
gjafinn vilji eigi skemma akurinn.
Það eru líka einkum Þingeying.ar, ó-
þekk börn, sem bíða tjón af þessari
lagasynjun. Það er þeim mátulegt.
Það var stungið upp á því á al-
þingi um daginn, að leggja toll áút-
lent smjör. Sti tillaga kvað hafa vak-
ið megna óánægju hjer í höfuðstaðn-
um, og sömuleiðis í fiskiþorpunum i
Gullbringusýslu, þar sem þeir biia,
föðurlandsvinirnir, barnaskólahetjurn-
ar, kjósendur sjera Þórarins, en dólg-
ar sjera Þorkels m. m. — Það er
mælt, að þeir hafi þegar ásett sjer að
neyta sama ráðs og Akureyringar, að
skrifa stjórninni, allra auðmjúkast,
og biðja hana_að vernda þá og smjör-
þarfir þeirra fyrir rangsleitni og liar'ð-
ýðgi þingsins. Ekki er að undra,
þótt þeir vilji eigi istyggja ráðgjafann
með þvi að fylgja fram stjórnar-
skránni; þeir þurfa að eiga gott við
ráðgjafann „prívat“.
Þetta „privatmakk“ við ráðgjafann
,er. rnj ög eptirtektavert „tímans teikn“.
Vjer vildum óska, að sem flestir vildu
gera sjer ljóst, hvaða áhrif það muni
hafa á löggjöf landsins, og á sjálf-
stæði þjóðarinnar gagnvart stjórn-
inni. Ó. S.
Bending um skjalasafn alþingis.
Þótt meiri hluti skjalasafns alþing-
is, eins og það er nú, sje prentaður í
alþingistiðindunum, þá eru þó i þvi
býsna mörg skjöl óprentuð, sem inni-
halda mikinn fróðleik. Til hvers
þings koma margar bænaskrár; er
það ýmist að þær skýra sjálfar frá
þeim málum, sem þær eru um, eða
að með þeim fylgja ýms skjöl, sem
lögð eru og fyrir þingið, málunum
til skýringar. Þess konar skjöl eru
ekki prentuð í alþingistíðindunum,
en auðvitað eru þau engu ódýrmætari
fyrir sögu vora en það, sem þar er
prentað. I þvi tilliti er hvorttveggja
jafndýrmætt, þvi að það bætir hvað
annað upp. 011 þau skjöl, sem koma
til alþingis, eiga því að geymast í
skjalasafni þess, því að á þeim verður
meðal annars að byggja sögu alþing-
is, hve nær sem hún kann að verða
rituð. En saga alþingis er merkasti
þátturinn úr stjórnarsögu vorri nú á
dögum, og einn af aðalþáttum menn-
ingar eða framfara sögu vorrar.
Mörg af þeim skjölum, sem komið
hafa til alþingis, eru i skjalasafni
þess, en þau eru að því sem mjer
virtist 1885, er vjer sem þá vorum
á skrifstofu alþingis, röðuðum skjala-
safni þess, litlu færri, sem eru þar
ekki. Það er alltíður siður, að þing-
menn taki aptur þau skjöl, sem þeir
hafa lagt fyrir þingið. Það er svo
titt, að jafnvel margar b'ænaskrár, sem
komið hafa til þingsins, hafa verið
teknar aptur, og annaðhvort er ekk-
ert eptir eða að eins umslagið, sem
þær hafa legið í á lestrastofu þings-
ins. Að vísu getur verið betra en
ekki að hafa umslagið eptir, en það
er þó alls ekki nóg.
í öðrum menntuðum löndum, þar
sem jeg þekki til, er höfð nákvæm
regla og eptirlit á þessu. Svo jeg
taki eitt dæmi, skaljegnefna Banda-
ríkin í Yesturheimi. Þar er 39. gr.
þingskapa fulltrúaþingsins um burt-
töku skjala, og er þar skýrt tekið fram,
að „ekkert skjal sem liafi verið laqt
fyrir þingið, megi taka burtu úr eign
þess, nema með leyíi þess, og ef skjöl
eru tekin burtu, skal taka eptirrit af
þeim og staðfesta, og geyma þau á skrif-
stofu þingritarans“ (o: með öðrum orð-
um í skjalasafninu) o. s. frv: Hvert
það skjal, sem lagt er fyrir þingið,
er eign þess. Einkum er þess gætt,
að ekkert skjal fari forgörðum, eflög
hafa eigi verið samþykkt um málið. En
embættismenn geta fengið að láni
móti skriflegri viðurkenningu skjöl í
málum, sem lög hafa verið samþykkt
um, er þeir þurfa þess til þess að
framfylgja lögunum. Engu óskýrara
er ákveðið í þingsköpum öldunga-
þingsins um burttöku skjala (30. gr.
þingsk. öldþ. 21. jan. 1884). Báðar
þingdeildirnar vernda skjalasafn sitt.
Alþingi hefur 1885 og 1886 sýnt,
að því er umhugað um skjalasafn sitt
og bóka. Skjalasafn þess er miklu
merkilegra en bókasafnið. Jeg efast
ekki um, að alþingi haldi áfram stefn-
unni og hrindi þessu i lag þegar í
snmar, svo að öll þau skjöl, sem fram-
vegis koma til alþingis geymist í
skjalasafni þess , og það þvi fremur,
sem þetta þarf ekki að kosta neitt
nema skynsamleg orð. Ef þingmenn
þurfa endilega að fá eitthyert skjal
aptur, þá er rjett að þeir sem skjalið
eiga að fá, beri þann kostnað, sem
staðfest eptirrit handa skjalasafni
þingsins hefur i för með sjer, og að
hlutaðeigandi þingmaður sje skyldur
að annast um, að það sje borgað skilr
víslega.
Markvippaoh 27. júní 1887.
Bogi Th. Melsteð.