Þjóðólfur - 02.09.1887, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 02.09.1887, Blaðsíða 3
159 Tómasar samþykktir með 20 atkv. móti 14. — Til aukalæknanna eigi veitt meir en 1000 kr. til hvers. — Til kvennaskólans i Reykjavík 1500 kr., þar af ölmusur til sveitastfilkna 300 kr; til kvennaskólans á Ytriey 700 kr., á Laugalandi 700 kr.; auk þess til beggja þessara skóla 1400 kr., sem skiptist milli þeirra eptir nemenda fjölda, þar af 500 kr. til námsmeyja. — Til Þ. Thoroddsens 1000 kr. á ári. Til Grröndals 800 kr. Til Hermanns Jónassonar til að gefa út búnaðarrit, 12 arkir að stærð, 20 kr. fyrir örkina. Til að gefa út dómasafn 300 kr. bæði árin. Til fornbrjefasafns 1200 kr. bæði árin. Til að semja skrá yfir skjalasafn stiptsamtsins 600 alls. [En í sameinuðu þingi fjell styrkur til Jóns Ólafssonar og styrkur handa bæjarfógetanúm í Ttvík til að semja registur yfir afsals- og veðmálabækur kaupstaðarins, og sömuleiðis styrkur til að taka þátt i sýningunni í Kaup- naannahöfn.] Tekjurnar áætlaðar alls 810,600 kr., en útgjöldin 850,302 kr. 84 a. Tekjuhallinn 39,702 kr. 84. a., takist af' viðlagasjóðnum. XXYI. Lög um samþykkt á landsreikn- ingnum fyrir 1884 og 1885. XXVII. Ejáraukalög fyrir árin 1884 og 1885. xxvin. Fjáraukalög fyrir árin 1886 og 1887. Fallið frumv. 30. frv, til laga um búnaðarkennslustofnanir á íslandi, sem hafði marizt gegn um neðri deild og tekið breytingum í efri deild, fjell er það kom til neðri deildar aptur. Óútræddu fruinrörpin voru: 1. stjórnarskráin, 2. breyting á launalög- unum, 3. um viðaukalög við veiðilög- in 20. júní 1849, 4. um friðun á laxi, 5. um unlingakennslu. Fppástungur og ályktanir, sem sam])ykktar voru en hefur eigi verið getið um áður i blaðinu, eru þessar: 1. „Alþingi ályktar, að landskuldir af jörðum landsjóðsins á Yestmannaeyj- um verði frá fardögum 1887 greiddar eptir meðalverði allra meðalverða með því álnatali, sem amtsráðið hefur Samþykkt. Sömuleiðis að leiga eptir þurrabúðir, Sem eigi eru með torfþaki, verði frá sama tima ákveðin 16 álnir eptir öieðalverði allra meðalverða11. 2. „Alþingi skorar á ráðherrann, að hlutast til um, að einungis hinn ís- lenzki texti af lögum alþingis verði hjer eptir staðfestur af konungi“. 3. um umsjón og fjárhald kirkna landssj óðs. „Alþingi skorar á landstjórnina, að leita enn á ný samninga við hlutað- eigandi söfnuði um, að þeir samkvæmt lögum 27. febr. 1880, taki að sjer umsjón og fjárhald kirkna þeirra, er landsjóður á. Bjóðist sanngjarnir kostir af hendi safnaðanna, þá sje lagafrumvarp um afhendinguna lagt fyrir alþingi 1889“. 4. „Alþingi skorar á landstjórnina, að veita söfnuðinum í Garðsókn i Norð- ur-Þingeyjarsýslu 600 kr. lán úr land- sjóði með 4°/0 vöxtum og 15 ára af- borgun, til þess að ljúka við bygging Grarðskirkju". 5. um hallærislánabeiðslur frá Húna- vatns og Skagafjarðarsýslum. „Efri deild alþingis ályktar að skora á landstjórnina, að veita Húnavatns og SkagafJ arðar sýslum þau hallæris- lán úr landsjóði, sem tjeð sýslufjelög nú hafa beðið um, með svo vægum kjörum sem unnt er“. 6. um undirbúning til brúargerða. „Neðri deild alþingis skorar á lands- höfðingja, að hann hlutist til um, að verkfróður maður verði látinn skoða brúarstæði á Lagarfljóti, Jökulsá i Axarfirði, Hjeraðsvötnum í Skagafirði og Blöndu og gera áætlanir um kostn- að við brúargjörðirnar“. 7. um strandferðir við Island. „Alþingi ályktar, að skora á land- stjórnina, að hlutast til um, að fyrir það fje, sem veitt er til gufuskips- ferða 1888 og 1889, verði útvegaðar svo margar og svo hagfelldar strand- ferðir, sem auðið er, og að áætluninni verði hagað svo: 1. að sleppt verði þeim fyrirvara við hvern komu-stað, að þar verði eigi komið við nema veður leyfi. 2. að skipið'fari svo snemma, sem hægt er hina fyrstu strandferð sína. 3. að á hinni síðustu ferð frá Reykja- vik norður um landið komi það við á sem allra flestum stöðum. og haldi áfram ferð sinni alla leið aptur til Reykjavíkur, og fari svo þaðan til Yestfjarða, áður en það yfirgefur landið“. Reykjavlk, 2. septbr. 1887. Strandferðasliipið Laura fór hjeð- an 28. f. m. vestur og norður um land til Khafnar. Griifuskipið Camoens kom hingað að norðan 27. f. m. með um 300 vesturfara og fór aptur til Skotlands aðfaranótt 28. f. m. ; á að koma hing- að aptur i næstu viku. Hafís varð mikill fyrir Camoens á Húnaflóa og Skagafirði. Embætti og sýslanir. 28. júlí var Asgeiri Blöndal hjeraðslækni í Yestur- skaptafellssýslu veitt hjeraðslæknis- embættið i Þingeyjarsýslu (12. lækn- ishjerað); en í hans stað settur í Yesturskaptafellssýslu frá 1. þ. m. aukalæknir Stefán Oíslason. Olafi Sigurðssyni, umboðsmanni Reynistaðarklausturs, var 22.júliveitt lausn frá umboðsstörfum frá fardög- um 1888. Laust er því læknishjeraðið í Yest- urskaptafellssýslu og umboðið yfir Reynistaðarklaustursjörðum. Nýlosnuð brauð: Ilvanneyri metin 1062 kr. og Eyvindarhólar metnir 1018 kr., bæði augl. 29. f. m. liók um matreiðslu og ýms inn- anbæjarstörf ætlar Elín Brienr, for- stöðukona kvennaskólans á Ytriey, að fara að gefa út. Bókin á að koma út í 2 heptum. I fyrra heptinu, sem á að koma út á næsta vori, eiga að verða fyrirsagnir um tilbúning á ýms- um mat og geymslu á honum (niður- suðu, súrsun, reyking og söltun) mjólk- urmeðferð (smjör, ost og skyr), kökur og drykki (kaffl, te og chocolade), hitageymi og notkun hans, umgengni í búri og eldhúsi, enn fremur um næringarefnin og samsetning þeirra. — I síðara heptinu, sem á að koma út 1889, verða fyrirsagnir um þvott á fatnaði og meðferð á honum (sterkja, strjúka og kefla), þvott og hirðing á herbergjum og innanhússmunum, litun úr útlendum og innlendum efnum,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.