Þjóðólfur - 16.12.1887, Page 2
226
ráðurn frá því skýrslurnar eru tilbún-
ar og til áramóta.
Að líkindum verður lagt fyrir sýslu-
nefndir, að koma á fundum sínum í
vetur með tiilögur um styrkveitingar
til búnaðarfjelaganna, og þær tillög-
ur látnar ganga til amtsráðanna fyr-
ir næsta aðalfund þeirra.
Hvort sem þetta verður nú haft
svona eða ekki, þá þurfa menn að
fara að hugsa um að hagnýta sjer
þennan styrk og þar sem engin bún-
aðaríjelög eru til, ættu menn að stofna
þau. Ekki er ráð, nema í tíma sje
tekið, og því ættu menn ekki að láta
dragast að koma búnaðarfjelögunum
á fót. Þetta fje, sem veitt var á þing-
inu í sumar, er auðvitað lítið meðal
alira fjelaga, ef mörg ný koma upp,
en ef þessi fjárveiting verður til þess
að glæða áhuga manna á landbúnaði
og vekja hina mörgu, sem enn sofa,
má ganga að þvi vísu, að næsta þing
auki og jafnvel tvöfaldi þá upphæð,
sem síðasta þing veitti í þeim til-
gangi.
„Aðgjörðir verðlaunanefndarinnar
af
,Gjöf Jóns Sig-urðssonar’“.
Nefnd sú, er kosin var á alþingi
1885, til þess, að ákveða verðlaun af
„Gjöf Jóns Sigurðssonar'' fyjcir rit-
gjörðir snertandi sögu landsins, hef-
ur látið næstliðnu alþingi i tje skýrslu
um ritgjörð nokkra, er henni barst,
með fyrirsögninni: „Ætt og æfi Jóns
íslendings". í skýrslu þeirri segir
svo:
„Það (o: ritgjörðin) var eptirrit af
ágripi af æfisögu manns, Jóns nokkurs
ísiendings, sem tæplega getur heitið,
að komi við sögu landsins, þótt hann
komi nokkuð við sögu kirkju einnar
á Yesturlandi, kirkjunnar í Sauðlauks-
dal, er hann á að hafa byggt upp úr
bænahúsi á öndverðri 16. öld, lagt nokk-
uð fje til hennar og gefið henni „12
látúnsplötur með myndum postulanna"
eptir sig, nú glataðar samt. Með
því að Björn prófastur Halldórsson
(f 1794) var prestur í Sauðlauksdal,
þá hefur hann einhvern tíma tint sam-
an og ritað upp það, sem hann vissi
um ætt og æfi þessa „Jóns bónda Is-
lendings" (j- 1533), og hafði nú sá,
sem verðlaunanna beiddist, tekið af-
skript af þess æfiágripi og bætt þar
við formála og litilsháttar athuga-
semdum.
Það getur nú ekki verið annað, en
þessi formáli og athugasemdir, er verð-
launa var ætlazt til fyrir, og þótti oss
nefndur formáli og athugasemdir með
engu móti geta heitið „vel samið vís-
indalegt rit viðvíkjandi sögu lands-
ins", eins og að orði er kveðið i er-
indisbrjefi A’oru, þótt meira hefði ver-
ið í varið að efni og frágangi".
Þessi er dómur nefndarinnar. Mjer,
sem átt hef kost á, að yfir fara rit
það, sem um er dæmt, þykir dómur
þessi of einkennilegur og eptirtekta-
verður til þess, að hann birtist eigi
fieirum en þeim, er lesa alþingistið.,
og ætla jeg ástæðu til vera, að mót-
mæla honum, eða áliti því, er nefnd-
in lætur uppi, að nokkru leyti.
Svo sem segir i dómsástæðum nefnd-
arinnar, er aðalritgerðin eptir Björn
prófast Haildórsson í Sauðlauksdal,
stutt rit, er helztu fræðimenn Islands
hafa eigi áður þekkt, en sá, er verð-
launanna beiddist, hafði samið for-
mála og athugasemdir, er hvorttveggja
til samans mun vera vel þriðjungi
lengra en aðalritgerðin. Nú getur'
verið spurning um, hvort formáli fyr-
ir eldri ritgerð og athugasemdir við
hana geti heitið „vísindalegt rit", er
komið geti til greina við verðlauna-
dæming. Jeg fyrir mitt leyti hall-
ast meir að þvi, að svo sje, ef hvort-
tveggja er, að það sje vel samið, enda
upplýsi það sögu landsins. Slíkt er
á hvers eins dómi. Jeg vil og eng-
an veginn staðhæfa, að rit þetta hafi
verið svo vel samið, eða að efninu
hafi verið svo vel og vísindalega nið-
urskipað, að það hafi verið verðlauna
maklegt. En nefndin gerir minna úr
efninu en vert er, og er eigi laust
við, að þeir við hafi skop, er naumast
er samboðið hámenntuðum mönnum,
þó að sjálfmenntaður maður eigi í
hlut. Dómurinn hefði öllu fremur átt
að vera vægilegri af þeirri sök, enda
var og takandi tillit til þess, að sami
maður hefur áður fengið viðurkenn-
ingu skynberandi manna fyrir störf
snertandi sögu landsins. Að minnsta
kosti var heimtandi, að dómurinn væri
alvarlegur.
Nefndin segir, að tæplega geti
heitið, að Jón Islendingur komi
við sögu landsins. Það er ekki rjett.
Hann kemur við mikilfenglegustu mál
sinnar tíðar, málið um arf Solveigar
Bjarnardóttur hins ríka og mál Stef-
áns biskups og Bjarnar Guðinasonar.
Þótt það hafi áður verið litt eða
ekki kunnugt, að Jón Islendingur var
við þau mál riðinn, er það engu ó-
merkara fyrir því. Jón var mikil-
hæfur maður, er veitti viðnám yfir-
gangi Bjarnar Gruðinasonar með til-
styrk Stefáns biskups.
Nefndin segir, að hanu komi n o k k-
uð ivið sögu kirkju einnar á
Yest u r 1 a n d i , kirkjunnar i Sauð-
lauksdal. Það er sem henni þyki það
eitthvað skoplegt og þýðingarlaust
fyrir sögu landsins, að skýra sögu
einnar kirkju. En slíkt er þröngsýni
mikil, Saga lands vors, svo sem saga
hvers einstaks lands, myndast ein-
mitt af hinu einstaka. Ekkert er svo
einstaklegt eða lítilfjörlegt, einkum er
um myrkva tíma er að ræða, að því
sje ekki gaumur gefandi. Yið það
hafa allir menn um hinn menntaða
heim, er bera skyn á sagnafræði, kann-
azt, og enginn íslonzkur maður hef-
ur framar kannazt við , það en J ó n
Sigurðsson. Saga Sauðlauksdals
kirkju á dögum. Jóns íslendings er
sjerstaklega iiarla merkileg, þar eð
hún sýnir glögglega, hversu biskups-
valdið um þær mundir notar sjer deil-
ur höfðingja til þess að auka auðæfi
kirkjunnar, og annars vegar, hve mik-
ið vinátta og frændsemi hefur ráðið
hjá þeim.
Það hefur viljað svo óheppílega til,
að þessi skopummæli nefndarinuar,
að Jón Islendingur komi nokkuð við
sögu kirkju einnar á Yesturlandi,
kirkjunnar í Sauðlauksdal, hafa orðið