Þjóðólfur - 24.02.1888, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 24.02.1888, Blaðsíða 2
42 um og þeim mun meiri, sem Yðar Há- tign er betri. Haldið áfram, allranáðugasti berra, að ganga á þennan hátt fram til heiðurs og ódauðleika, og að vera sú fyrirmynd, sem góðir furstar eiga að fylgja og vond- ir drottnar að dást að“. Þetta er um Friðrik sjötta. Þurfa menn meira af þessu viðbjóðs- lega smjaðri? En þetta likaði Dana- stjórn. Það var einn danskur höfðingi; hann sagði við son sinn á banasænginni: „Ef þú vilt komast áfram í heiminum, þá skaltu hneigja þig“. Og þetta gjörði hinn ungi maður og með því komst bann til hinna æðstu valda og metorða í Dan- mörk. Þessi ólukkans hræsni, sem Dana höfð- ingjar elska svo mjög, hefur átt fjarska illa við Islendinga. Það er aaðsjeð, þeg- ar menn lesa fornsögumar, hvað íslend- ingum var það eðlilegt, að segja það, sem þeim bjó í brjósti, afdráttarlaust við hvern sem var. GunnlaugurJOrms- tunga svaraði Eiríki jarli fullum hálsi, en þegar Eiríkur var ekki við, þá tók Gunnlaugur svari hans og það mat Ei- ríkur jarl síðar við Gunnlaug. Þegar enginn þorði að segja Magnúsi konungi góða sannleikann, þá komu menn því svo fyrir, að Sighvatur skáld skyldi segja honum sannleikann. Þá orti Sighvat- ur Bersöglisvísur til Magnúsar. Ef Magn- ús hefði verið danskur kongur, þá hefði hann vafalaust látið höggva höfuðið af Sighvati og setja hann á steglur og hjól, eða að minnsta kosti sett hann í versta fangelsi og látið hann vera þar til elli- ára. En nú var hann þetta ekki; hann tók þessu hreinlyndi vel, bætti ráð sitt, og var þetta upphaf til gæfu hans og ástsældar hjá þegnum sínum, sem köll- uðu hann „hinn góða“. Og mörg lík dæmi má finna í fornum sögum. Islendingar hafa liðið margs konar kúgun af hendi Danastjómar. Á 17. og 18. öldinni ætlaði hún að eyðileggja ís- lendinga likamlega með kaupmannakúg- un og svelta þá, en á 19. öldinni ætlar hún að eyðileggja íslendinga andlega með því að kúga úr þeim drenglyndi og hreinskilni. En því miður heppnast þeim tilraunir sinar allt of vel. Enda hafa sumir Islendingar hjálpað þeim eptir megni. Þar sem Jón Sigurðsson talar um verslunarkúgunina um aldamótin 1700, segir hann: „Því verður ekki neit- að, að Danir voru fremstir í flokki um þessa harðýðgi og marga aðra, en því j er miður, að menn verða einnig að játa það, að sumir meðal Islendihga, og það í heldri röð, fylgdu þeim fúslega, sjer til ævarandi smánar“ (Ný Fjel., III., bls. j 14). Þetta var svona um 1700 og hef- j ur þó stórum versnað á þessari öld, því að fyr meir fór stjórnin ekki eingöngu ! eptir því, hvort menn voru algjörðir já- j bræður hennar, og þarf ekki annað, en ! nefna embættismenn eins og Skúla Magn- ! ússon, Jón Eiríksson, ólaf Stephensen | stiptamtmann, Magnús Stephensen konf- j erensráð, Stefán og Bjarna Thorarensen ; amtmenn. En nú á þessari öld hefur danska I stjórnin innleitt hina verstu óhreinlynd- iskúgun, sem verða má. Það er skoðað eins og embættisskylda landshöfðingjans, ■ að vera fullkominn jábróðir stjórnarinn- ar og verja allt, sem hún gjörir, hvað vit- laust og skaðsamlegt sem það er. Og sama er að segja um önnur embætti. Dugnaður og hæfilegleikar hafa lítið að þýða lengur, en þess meir smjaður um dönsku stjórnina og fylgd við hana í öllu. Sama er og að segja um menn á þingi. j Ef einhver konungkjörinn er ekki full- ; kominn jábróðir stjómarinnar, þá skal honum burtkastað, og annar, sem ekk- ! ert þorir að mótmæla stjórninni, er sett- j ur í hans stað. Og svo er ekki nóg með | þetta. í sumar sem leið vildi hún einn- ; ig reyna að útrýma þeim þjóðkjörnu em- J bættismönnum, sem ekki vilja fylgja henni í öllu. Það er það versta, sem stjórninni er gjört, að segja henni sannleikann. Hin danska stjórn vildi aldrei hlýða á þann sannleika, sem Jón Sigurðsson sagðihenni. Fyrst sendi hún J. E. Larsen háskóla- j kennara á móti honum, en eptir að Jón Sigurðsson hafði, eins og gamli Þorleif- ur Repp komst að orði, tekið Larsen, j lagt hann á knje sjer, leyst ofan um hann og hirt hann vandlega, þá reyndi ; danska stjómin þetta ekki framar, held- ur fór hún að lokka íslendinga og múta þeim, til þess að níða Jón Sigurðsson og alla þá, sem börðust fyrir sjálfsstjóm íslands. Og til þessa varði hún lands- ins eigin fje. Jón Sigurðsson heimtaði skýra reikninga um óvissu útgjöldin, sem stundum numu allt að 12 þús. kr. á ári eða 24 þús. kr. yfir fjárhagstimabilið, þar sem slíkt er nú fært niður í 3 þús. kr. fyrir fjárhagstímabilið. „Þá sýndi það | í sig“, segir hann, „hvort fje þessu væri varið landinu til snnnra þarfa, eða eins og stjórnin segir til visindalegra starfa, sem era landinu og bókmenntum þess til gagns og sóma, en ekki til að halda uppi níðritum um þjóð og þing og land og einkum þá menn, sem voga sjer að mœla móti því, sem stjórnin vitt vera láta i það og það sinnið, eða til að útbreiða slík rit til annara þjóða, í sömu andránni og stjórn- in þykist vera að koma sjer saman og sœtt- ast við Islendinga“ (SjáPrjónakoddastjórn- arinnar, Ný Fjel., XXIX., bls. 151). Um þessar mundir var Gísli Brynj- ólfsson, eins og viss persóna hjeríbæn- um, og þess vegna leiddist hann út í það, að fara að niða Jón Sigurðsson og þjóð- rækna íslendinga og skrifaði óteljandi níðbrjef í dönsk blöð, þar sem Jón Sig- urðsson aldrei fjekk að svara, og falsaði á brjefum þessum bæði nöfn og dagsetn- ingar. Stundum áttu brjefin að vera skrifuð áNorðurlandi af islenskum mönn- um o. s. frv., sem var alveg tilhæfulaust. Danska stjórnin svipti Jón Sigurðsson embætti, en handa Gísla, þessum botn- lausa ruglukalli, stofnaði danska stjórn- in embætti, og gjörði hann að kennara við háskólann í Kaupmannahöfn, þar sem hann vitanlega hefur ekki gjört neitt gagn sem vísindamaður. Nú er Gisli orðinn hálfærður, og dug- ir nú ekki lengur til að skamma þjóð- rækna íslendinga. Hefur danska stjórnin því verið í mestu vandræðum á þessum sið- ustu tímum, og er hún nú auðsjáanlega farinn að leggja út net sín til að fiska einhvern maka Gísla Brynjólfssonar. Og það er meðfram fyrir vanmætti hennar, sem danskir höfðingjar hafa orðið hams- lausir af reiði út af kvæðinu um B-ask. Það er einhvern veginn auðvirðilegt og vesalmannlegt fyrir danska höfðingja, að ráðast á saklausan mann, eins og dr. Finn Jónsson, eða á fátækan íslenskan bóndason, en breiða aptur faðminn á móti íslenskum svikurum og rógberum. Það er auðvirðilegt af dönskum vísinda- mönnum, að vilja hlusta á þann mann, sem alls ekki mótmælir harðyrðum um Dani, þegar það á við, heldur fer að bera sögur úr prívatfjelagi og rægja sína eigin landa. En Danastjórn vill vinna tvennt með þessu, að kúga íslenska stúdenta til að þegja yfir sannleikanum, og hún vill ala sjer upp smjaðrara og hræsnara til að níða og sverta drenglund- aða og frjálslynda íslendinga. Það er

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.