Þjóðólfur - 20.04.1888, Side 2

Þjóðólfur - 20.04.1888, Side 2
78 Og finna menn ekki, að hjer hefur eins og annars staðar knúð hann áfram hans fölskvalausa ættjarðarást? Vjer höfum ekki nefnt það fyrri, að Sigurður hafði alla æfi hrennandi áhuga á frelsi íslands og stórnarbót landsins, og var hann einn af þeim, sem mætti á Þing- vallafundinum 1873; var hann fulltrúi fyrir Reykjavík og geta menn af því ráð- ið, að ættjarðarást hans kom alls staðar fram og það sannar enn betur, að það er rjett, sem vjer sögðum í upphafi, að það var að einu leytinu ættjarðarást hans, sem olli því, að hann afrekaði það, sem uppi muni verða, meðan landið er byggt, og að hinu leytinu olli fátækt hans og dauða á besta aldri, og gjörði hann að píslarvotti fyrir ísl. þjóðerni og ísl. þjóð. íslands óhamingju verður allt að vopni. Þess bestu menn hafa einatt dáið, einmitt þegar þeir gátu farið að beita sjer til að vinna ættjörðu sinni gagn. Eggert Ólafsson dó 41 árs, Baldvin Ein- arsson dó í blóma lífsins 31 árs, Tómas Sæmundsson dó 34 ára og Brynjólfur Pjet- ursson dó á besta aldri, 41 árs, einmitt þegar hann var kominn svo hátt, að hann hefði getað farið að beita sjer, til að vinna íslandi gagn, og einmitt þegar mest reið á. En í stað hans fengum vjer mann sem fylgdi dönsku stjórninni trúlega og studdi hana, til þess að reyna að innleiða hjer þrældómsanda hjá embættismönnum og ala embættismannaefni upp í honum. Sigurður var allra manna frjálslyndast- ur, hreinskilnastur og djarfmæltastur, og því geta menn skilið, að hann átti ekki viðurkenningar eða aðstoðar að vænta f'rá dönsku stjórninni eða hinum ráðandi mönn- um og það var svo langt frá því, að hann nyti nokkurrar aðhlynningar, að hann þvert á móti bakaði sjer með frjálslyndi sínu, bæði hatur og illmæli frá þessum mönnum. Það er merki upp á göfuglyndi að meta menn eptir mannkostunum, en slíks höfum vjer ekki að vænta úr þoirri átt. Það er auðvitað, að stjórnin sýnir eigi sams konar kúgun og Filippus ann- ar Spánarkonungur, en allir vita að blóm- in þurfa lopt, Ijós og hita. Þau þurfa sólskin til að geta dafnað, og þess þurfa þau á voru kalda og fátæka landi frem- ur en nokkurs staðar annarstaðar. En danska stjórnin er fúl og köld, og af henni stendur nístandi nepju næðingur á allt, sem er þjóðlegt og frjálslegt á ísiandi. En um Sigurð má segja að „úr klungururð hann óx í þrá við allt, sem vildi kefja“. Af því fræi, sem hann sáði í hjörtu ungra manna, sem kynntust honum, og í hjörtu allra góðra íslendinga og af þeim plönt- um, sem harin gróðursetti, erum vjer sann- færðir um, að vaxa muni fögur blóm og fagrir ávextir fyrir ísland, þrátt fyrir það illgresi, sem danska stjórnin hefur sáð, og sáir meðal vor. Jafningja Sigurðar í hans greinum fá- um vjer et til vill eigi á næstu þúsund árum og ef til vill aldrei, en vjer óskum. að vjer fáum meðal þeirra, sem nú lifa og eptir hann koma, jafningja hans í öðr- um greinum. Og vjer óskum, að þeir menn eigi við betri kjör að búa en hann, og fái aðstoð til að nota fulla krapta sína og að „G-uð styrki livern frjálsan og frækinn mann, Sem framför sannasta þekkir, Sem landslýðinn bætir og berst fyrir hann Uns bresta þeir síðustu hlekkir". Um fundarályktun ísfirðinga. í síðasta blaði ísafoldar er grein frá ritstjóranum um fundarályktunina úr ísa- fjarðarsýslu; en það er með þessa grein eins og greinina um Þingvallafundinn, að hún getur valdið misskilningi og sundrungu meðal manna, sem engin þörf er á. Það er þannig engin ástæða til fyrir kjördæmi, sem áttu minnihluta- menn á þingi síðast, að taka þessa fund- arályktun óstinnt upp. Það verða allir að viðurkenna, að hver maður á íslandi hefur fullan rjett til að láta skoðun sína í ljósi á sjerhverju velferðarmáli þjóðar- innar, og það er engin ástæða til að vekja rig á milli kjördæma út af þessu. Miklu fremur má hverjum þykja vænt um að vita, hvernig menn í öðrum hjeruðum líta á þetta mál, og sjá, hvern áhuga þeir hafa á því. Það er heldur engin ástæða fyrir minnihlutamenn, sem eru í sjálfu sjer með stjórnarskrár-breyting- ingunni, til að verða málinu algjörlega mótsnúnir; ef þeir í rauninni eru með stjórnarskrár-breytingunni, þá má þeim miklu fremur þykja vænt um þetta, þvi að þegar þeir sjá, að þjóðin í heild sinni hefur brennandi áhuga á þessu máli, er það í rauninni miklu fremur hvöt fyrir þá til að sleppa sínum efasemdum, held- ur en að reiðast út af þvi formi, sem á- hugi þessi lýsir sjer i. Þeir einir, sem eru algjörlega snúnir i stjórnarskrár- málinu, hafa ástæðu til að þykja miður vænt um fundarályktun Ísíirðinga, en hún er víst heldur eigi gjörð til að gleðja þá. Til höf. greinanna í Fjallkonunni um heyásetning. Höf. þessi er nú komin á þá skoðun, að þá fyrst sje komið í gott horf, ef menn „gætu fengið mætur á þeirri reglu í bú- skap sínum“, að setja vel á hey sín. Þetta er jeg honum næsta þakklátur fyr- ir, því að af þvi sje jeg, að hann er bú- inn að kasta rentukammerbrjefinu frá 1787 fyrir borð og kenningum þess um, að það sje skaðlegt fyrir bændur að setja vel á. — Annars finnst mjer, að höf. hafi mjög lítið hugsað um, að afla sjer fræðslu í þessu máli. Hann segir þann- ig, að saga málsins sýni það, að hingað til hafi aldrei tekist að skipa heyásetn- ing með lögum, svo vel fari, en sann- leikurinn er, að heyásetningur hefur ablr eiveriðskipaður með lögum. Aptur á móti hafa menn í Húnavatnssýslu, Þingeyjar- sýslu, Dalasýslu og víðar sett reglur um heyásetning, en það hefur alls staðar reynst mjög ófullkomið, af því að meun höfðu engin lög eða lögskipað vald í þessum málum. Jeg skal nefna eitt dæmi: I Hvammshreppi í Dalasýslu var hafður heyásetningur haustið 1886, í góubyrj- un kom einn af sveitarmönnum til að bera sig upp og sagðist vera bæði hey- laus og matarlaus: „Hvernig stendur á því, skarstu ekki aðra kúna eins og víð sögðum þjer ?“ „Nei, jeg gerði það nú ekki“. „En skarstu þá ekki lömbin, sem við sögðum þjer að skera?“ „Onei, jeg skar þau nú heldur ekki“. „Þá er þjer ekki viðhjálpandi“. „Já, það getur nú verið, en jeg er heyiaus og matarlaus“. Því mátti til að hjálpa honum einhvern veginn. Það hefur alls staðar reynst eins og Tryggvi G-unnarsson sagði á al- þingi 1881: „Þeir hlýddu síst, sem helst þurftu þess með og optast verða hey- lausir". Annars vil jeg ekki vera að fara frekar út i þetta, heldur vísa til greinar minnar í haust i Þjóðólfi um þetta efni, en helst vildi jeg annað, ef jeg mætti vera svo djarfur, og er það, að biðja hinn heiðraða höf., að koma heim til mín til þess að tala um þetta mál við mig, þvi að þá get jeg eftil vill gefið

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.