Þjóðólfur - 20.04.1888, Side 4
80
stútungi, en þvi miður hefur sjóveður
eigi verið sem æskilegast síðan, svo að
afli hefur orðið ærið misjafn.
Skipskaði. Með fiskiskútum að vest-
an frjettist, að áttæringur úr Patreks-
firði hefði farist með 11 mönnum á í
hákarlalegu ; formaður Guðbjartur Jóns-
son frá Breiðuvík.
AUGLÝSJNGAR
Björn .Tónsson og Gröndals-níðritið.
Það var fyrst í gærkveldi eptir að svar mitt „ Um
Vestrfara og Vestrheimsferðir11 var komið út, að
jeg fjekk að vita áreiðanlega, að það er ekki rit-
stjóri Björn Jönsson, sem keypti B. Gr. til að skrifa
nxðrit sitt, heldnr annar maður. Jeg hefi nú að
vísu ekki beinlínis borið það upp á Björn (því hve
líklega sem það leit út, að sumu leyti, gat jeg
varla ætlað honum það eptir því sem jeg þekki
hann); en það má skilja á svari mínu, að sú get-
gáta væri ekki ósennileg. Mjer þykir vænt um,
að geta nú samstundis getið þess, að hún er ekki
á rökum byggð. En að jeg þannig óviljandi hef
gert honum ranga getsök, það má hann reyndar
engu síður sjálfum sjer um kenna, en mjer. Að-
ferð ísafoldar í öllu, er „Yestrheim" snertir, og
útbreiðsla hans orðalaust á níðritinu gaf fullt til-
efni til að ímynda sjer, að hann hefði líka verið
kostnaðarmaður þess. 19. apr. 1888.
Jón Ólafsson. 1.39
Hið konunglega
©ktrojeraða ábyrgðarfjelag
tekur í ábyi-gð hús, alls konar vörnr og innanhúss
muni fyrir lægsta endurgjald. Afgreiðsla í J. P.
T. Brydes verslun í Reyk,jíivík. 140
Hítardals-kirkjnjörðin Hagi í Hrannhrepp,
sem hefur verið óhyggð síðan árið 1882, fæst til
leigulausrar ábúðar frá fardögum 1888 í 5 ár.
Staðarhrauni, 7. apríl 1888.
Jónas Guðmundsson. 141
Commercial Union,
vÓLtryggmgarfjélaq í Lundúnum, tekur í
ábyrgð hús, vörubirgðir, alls konar innan-
hússmuni o. fl. o. f . fyrir lægsta vátrygg-
ingargjald. Umboðsmaður í JReykjavík er
Sighvatur Bjarnason bankabókhaldari.
142
Einkasala fyrir Danniörku á
p r j 6 n a v j e 1 u m frá Miililliausen
og spólunarvjeluni frá Chcmnitz
með nýjasta og besta lagi fyrir verk-
smiðjuverð. Menn geta fengið að sjá
unnið á vjelarnar.
Brúkaðar prjúnayjclar fást með
hálfvirði.
Simon Olsen & Co. s" Tricotagefabrik.
Kjöhmagergade 50, C, 2. Kbhvn K.
143
Svefnleysi og taugaveiklan.
Kona mín hefur í langan tíma verið
þjáð af svefnleysi og kom það af
taugaveiklan. Eg ljet hana reyna
að taka inn Brama-lífs-elixír og það er
mjer sönn ánægja að votta, aðþegarhún
hafði tekið inn þetta lyf, fjekk hún værð
á sig og getur nú aptur sofið.
Martofte pr. Kjerteminde.
JRasmus Hinriksen,
bóndi.
Einkenni á vorum eina egtxx Brama-lifs-d-
ixír eru firmamerki vor á glasinu, og ámerkiskildin-
um á miðanum sjest blátt. ljón og gullhani, og
innsigli vort MB & L i grænu lakki er á tappan-
um.
Mansfeld-Búllner & Lassen,
sem einir búa tii hinn verðlaunaða Brama-lifs-elixir.
Kaupmannahöfn.
Vinnustofa: Aorregade. No. 6. 144
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Þorleifur Jónsson, cand. phil.
Skrifstofa: á Bakarastíg.
Pr entsmiðja S. Eymundssonar og' S. Jónssonar.
70
en þeir hafa fengið liðsauka. En það verður varla íýr
en næsta ár.
Blysin voru nú útbrunnin. Þeir fóru nú niður í
stofuna, en áður en kveikt var, læddist Jón út. Fáum
augnablikum síðar heyrðust Aflog og síðan hljóð úti fyr-
ir. Heimamenn þustu út, án þess að liugsa út í þá
hæt.t.n, sem þeir kynnu að komast í. Þeir mættu þeg-
ar Jóni; en hann sagði bystur: „Inn með ykkur apt-
ur. Þið hafið hjer ekkert að gjöra. Verið kyrrir inni,
og látið mig komast inn, þegar jeg kalla til ykkar“.
Þeir hiýddu ósjálfrátt hinum hugrakka og reynda for-
ingja þeirra, en hann livarf út í myrkrið. Þegar hann
kom aptur, sagði hann að Indíanarnir hefðn reynt á
tveim stöðum að kveikja í luisinu. En það hefði ekki
kviknað í hinum þykka og nýja berki, sem húsið var
klætt með. Hljóðið, sem hafði heyrst, hefði komiö frá
einum Indíana, sem eptir var og hafði rokið í Jón, jafn-
skjótt sem hann kom út úr dyrunum. En þar sem Jón
gekk með beran tygilknífinn í hendinni, var hraustur
og liðugur og auk þess vanur við áflog, þá varð hon-
um ekki mikið fyrir að leggja mótstöðumann sinn að
velli. Þó hafði hann veitt Jóni allmikið sár í brjóstið
um leið og hann fjell.
Sár þeirra tveggja, sem særst höfðu, voru nú bund-
in; sigurvegararnir fengu sjer hressingu, og tóku síðan
71
á sig náðir, nema þeir er voru á verði. Morguninn
eptir fóru þeir Jón, Guttormur og Frakkar að vita,
hvað hefði orðið af fiandmönnum þeirra. Enþeirhöfðu
þegar yfirgefið þetfa hjerað og haidið til vcsturs. Ept-
ir ætlun Jóns var ckki að óttast þá fyr en næsta haust.
Þó gat svo farið, að eirihver, sem hefði misst ættingja
sinn í bardaganum, reyndi að hefna sín upp á eigin
spýtur. Þess vegna væri áríðandi að hafa augun hjá
sjer, þegar þeir færu að heiman.
Guttormur bauð Pierre og fólki hans að dveljast
þar um veturinn, og var það náttúrlega þegið með
þökkum. Það litla, sem ekki var eyðilagt á heimili
hans, var sótt þangað, og hús Guttorms var úthúið
handa þeim báðum og fólki þeirra. Pierre ásetti sjer,
að snúa ekki aptur þangað, sem hann hafði búið, held-
ur setjast að í nánd við Guttorm. Honum þótti held-
ur ekkert að því, enda áttu þeir þá hægra með að
hjálpa livor öðrum, þegar á þurfti að halda.
Um haustið hrutu þeir svo mikið land til ræktun-
ar, sem þeir gátu. Pierre, sem hafði misst húsdýr sín,
fjekk góða hjálp hjá hinum norsku vinum sínum. Auk
þess stunduðu þeir fiskveiðar og voru opt á dýraveið-
um, því af veiðidýrum voru þar mestu kynstur.
Eitt kvöld, seint um haustið, sneri Guttormur heim-
leiðis af veiðum. Hann hafði skotið bjarndýr eitt. mik-