Þjóðólfur - 11.05.1888, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 11.05.1888, Blaðsíða 2
90 landi móti jþví að fá 500 kr. á ári frá Rvd. og að hún taki að sjer útgáfu Skírnis og Skýrslna og reikn. og hálfa skuld Hd. Á fundinum kom fram ný tillaga til samkomulags, en um leið var ]>ví hreyft, að ef Hd. vildi ekki ganga að henni, þá skyldi ákveða, að höfða mál gegn henni út af heimflutningsmál- inu. En af því, að það atriði hafði eigi staðið á dagskrá, var málinu frestað þangað til á öðrum fundi. Sá fundur var haldinn 9. þ. m. 1. Var þar samþykkt eptir umsókn frá Sigfúsi Eymundssyni, að bóksalar hjer, er hefðu afsláttar- rjett í bóksalafjelaginu danska, skyldu fá 20% sölulaun af hókum, er þeir seldu fyrir fjelagið; það skyldi og gilda um bókavörð R.deildarinnar. 2. Forseti (Björn Jónsson) bar undir fundinn, hvort lána ætti Hd. handrit af prestaæfum Daða fróða, sem hún hafði beðið um til láns. Páll Briem spurði, hvort nokkur væri að nota handritið hjer, og kvað forseti nei við því, og mælti P. Br. með, að það yrði lánað. Ýmsir urðu til að hafa á móti því, svo sem B. Ólsen, sem vildi fyrst sjá, hvernig Hd. tæki í tillögur þessa fundar í heimflutningsmálinu, og Jón Ólafsson mælti einnig á móti. P. Briem, Halldóri Daníels- syni og Jóhannesi L. Jóhannssyni þótti það mein- semi við Hd., að lána ekki handritið, einkum þeg- ar Hd. hefði fúslega lánað Rd. handrit i vetur, enda venja milli bókasafna erlendis, að lána hvert öðru handrit. Samþ. með 18 atkv. móti 14 að lána það. 3. Dá var rædd svolátandi tillaga frá stjórn- inni, sem útbýtt hafði verið prentaðri með fundar- boðinu: „1. Eundurinn felur stjórninni, að leita enn samkomulags við Hafnardeildina um aðra skipt- ing á tekjum fjelagsins, en verið hefur, þannig, að Reykjavíkurdeildin hafi eptirleiðis fjelagstekj- urnar hjer á landi, en Hafnardeildin erlendis, þó svo, að af hinum innlendu tekjum, að með- töldum 1000 kr. ársstyrk úr landssjóði í minnsta lagi, renni 500 kr. á ári til Hafnardeildarinnar fyrst um sinn í 5 ár; og að Reykjavíkurdeildin taki að sjer útgáfu Skírnis og Skýrslna og reikn- inga. 2. Náist eigi slíkt samkomulag, svo fijótt sem tíminn leyfir, skorar fundurinn á stjórnina að beita þá tafarlaust lögsókn til að fá því fram- gengt, að Hafnardeildin leggist niður, samkvæmt áður gjörðum ályktunum vorrar deildar, sbr. fund 9. júlí 1883, og að fjelagsmunir þeir, sem hún hefur undir höndum, verði afhentir Reykja- víkurdeildinni". Forseti fór fyrst nokkrum orðum um, að stjórn- in teldi eigi gjörlegt að fresta málshöfðun, ef Hd. vildi ekki ganga að 1. tölul. Páll Briem óskaði eptir skýringu hjá forseta um, hvernig stjórnin hugsaði sjer að dómkrafan aetti að vera eptir 2. tölul., því að tillagan væri undarlega orðuð. Forseti kvað það eiga að vera á valdi málfærslu- mannsins, sem sækti málið. P. Briem kvað dómkröfuna eigi geta verið aðra, en að þvinga Hafnard. til að bera undir atkv. breytingartillögur Reykjavikurd. á fundinutn 9. júli 1883, en alls ekki sú, að Hd. skyldi leggjast niður, eins og 2. tl. tillögnnnar gerði ráð fyrir. Forseti kvað það sumra lögfróðra manna skoð- un, að Hd. hefði fyrirgjört rjetti sínum að vera til, með því að óhlýðnast lögunum, og ef það yrði skoðun málfærslumannsins, þá gerði hann kröfuna samkvæmt því. B. Ólsen kvaðst hafa haft líka skoðun sem P. Br. og lagði til að breyta 2. tl. í þá átt, að málið skyldi höfðað til þess að Rvd. næði rjetti sínnm gagnvart Hd. P. Briem mótmælti þeirri skoðun, að Hd. hefði fyrirgjört tilverurjetti sínum með því, að greiða ekki atkv. um lagabreytingarnar. Slíka kenningu hefði hann aldrei heyrt fyrri. — Hann hefði verið á fundinum hjer i Rv. 9. júlí 1883 og þá hefði hann ásamt hinum núverandi forseta Rvd. greitt atkvæði móti niðurlagning Hd., og væri enn á móti þvi að leggja hana niður. Bestí grundvöllur- inn fyrir samkomulagi milli deildanna væri, að skipta jafnt árstekjuuum milli þeirra. og því gæti hann með engu móti verið með þessum tillögum. Hann kvað það enganveginn óhentugt að hafa 2 deildir í fjelaginu, og að þessi ráðgjörða mál- sókn væri ótiltækileg, því að í fyrsta lagi væri mjög vafasamt, hvernig dæmt yrði í því máli; allir lögfræðingar, sem i fjelaginu væru erlendis, væru á máli Hd.; og í öðru lagi væri Rvd. ekki hænufeti nær takmarki sínu, þó að hún fengi Hd. með dómi skyldaða til að greiða atkv. um laga- breytingarnar, því að Hd. þyrfti ekki nema 34 samhljóða atkv. til að fella heimfiutningsmálið. í Höfn væru milli 70 og 80 manna í fjelaginu og þeir væru nú allir með Hd. Auk þess gæti þetta mál kostað fjelagið allt að 1000 kr. eður jafnvel meira, og ef Rvd. svo tapaði málinu, þá væri ekki betur farið en heima setið. Forseti talaði um atkv. sitt 1883; málið hefði mjög breyst siðan; hann væri eins nú með máls- sókn, eins og hann hafi þá verið móti heimflutn- ingnum; þá hefði verið hranalega að farið af Rvd. án alls samkomulags við Hd.; en Hd. hefði neitað að bera málið upp og þverskallast í mörg ár. Auk þess sýni ýms háttsemi Hd. síðustu ár, — t. d. kvæða-útgáfurnar, sem hún hefði hleypt sjer í stór- skuldir fyrir — að eigi sje uppbyggilegt að hafa hana. Rvd. eigi um að kenna, þó að farið sje i mál. Hún hafi gjört allar samkomulagstilraunir og sje fús til samkomulags. Þorleifwr Jónsson kvaðst eigí neita því, að þó að Rvd. hefði sótt þetta mál með miklu kappi, þá hefði hún gjört tilraunir til samkomulags og viljað forðast málssókn; því undarlegra væri það, að hún þyti nú upp með að vilja höf'ða mál, þar sem samkomulagstilraunirnar væru á góðum vegi. Hd. hefði gjört mikla tilslökun. Hann kvaðst eigi skilja í þeim skoðunargangi forseta, að vera nú eins ákafur með málshöfðun til að leggja deildina niður, eins og hann hefði verið móti niðurlagning hennar áður, því að það væri víst, að margir, sem greitt hefðu atkvæði með lagabreytingunum 1883, væru á móti því að sækja þetta mál svona fast, enda væri slíkt eðlilegt; þaðværi sitthvað að vilja afnema Hd. með lagabreytingu, ef það gæti gengið, og hitt að leggja út í kostnaðarsamt, vafasamtog óvinsælt mál fyrir útlendum dómstólum. Ejelags- menn hjer á landi mundu ekki vera almennt með þessari málshöfðun; það sýndu tillögur nefndar- innar sem sett var af þingmönuum í fyrra sumar, það hefðu og komið fram raddir í blöðunum inóti heimfiutningnum, t. d. í 12. tbl. Þjóðölfs 1887, frá merkum sveitapresti, og i Austra frá sjera Sveini Skúlasyni og meistara Eiríki Magnússyni. Viiji meiri hluta fjelagsmanna ætti mestu að ráða í þessu efni, en hans væri ekki leitað með þessu háttalagi. P. Briem mótmælti ásökunum forseta gegn Hd. og sagði að Rvd. hefði sýnt af sjer meiri ó- kurteisi við Hd. en hún viðRvd., með því að fara á bak við Hd. og dylja liana þess, sem farið liefði fram á fundum hjer o. fi. Viðvíkjandi kvæðasöfn- unurn, þá væru kvæðin eptir menn, sem íslandi væri sómi að, og þótt Hd. hefði vandað útgáfu þeirra, þá væri ekki vert að sakast um það, enda væri víst hægt að ásaka Rd. fullt eins mikið fyrir sínar útgáfur, óvandaðan frágang o. s. frv., að ó- gleymdum þeim ritum, sem Rvd. hefði byrjaðáog hætt svo við í miðju kafi. Skuldir Hd. nú mundu að nokkru leyti vera gamlar, jafnvel frá dögum Jóns Sigurðssonar. J. Ólafsson: Hafnardeildin hefur í verkinu sýnt þær undirtektir undir heimflutningsmálið, að hún hefur reynt að lóga fasta-sjóði fjelagsins — með því að pantsetja hann fyrir lánum, sem hún hefur orðið að taka til að gefa út ýmislegt rusl, t. d. Stefáns kvæði, sein eru sú mesta skrýpisút- gáfa sem til er. Ýmislegt fleira týndi hann til, Hd. til óhróðurs. — Ohjákvæmilegt að fara í mál. Jóhannes L. Jóhannsson: Dað á ekki við að vera að rífast um bókaútgáfur. —• Með 1. tl. til- lögunnar er gjörð samkomulagstilraun við Hd., en með 2. tl. er henni gefið utan uudir; en slíkt er mjög óhyggilegt, ef menn á annað borð vilja sain- komulag. Ovíst að Rvd. vinni raálið ; það er livergi í lögunum tiltekið, að ein deildin sje skyldug að bera undir atkv. samþykkt hinuar deildariunar. Lögfræðingar hjer sjálfir „interesseraðir11 í málinu og þarf þá ekki mikinn sálarfræðing til að sjá, að þeim getur missýnst. Hann lagði til að bæta apt- an við 1. tl., að Hd. skyldi láta handritasafn sitt af hendi við Rvd. Forseti taldi þetta óhyggilegt. B. Ólsen: 2. tl. er varatillaga, sem sýnir, að okkur sje nú alvara. Við getum ekki farið vægara í málið. Hd. hefur nú í 5 ár farið bak við eitt varnarvirkið eptir annað í þessu máli. Enginn hagur fyriv mig að flytja deildina heim, og enginn óhagur fyrir Islendinga í Höfn, því að þeir mundu verða fengnir til að vinna fyrir fje- lagið eius eptir sem áður. Gnðmnudur Gwömwndsson var samþykkur 1. tl., en ósamþ. 2. tl.; sá liður er svo rúmt stýlaður, að þar kæmust að allar málfærslubrellur. 2. tl. ó- hyggilegur í samanburði við 1. tl. „Betri er mög- ur forlíkun en feit málsókn“ og þessi málsókn er sannarlega ekki feit. í því atriði ev betra að hafa bakhjall hjá landsmönnum, því að óhyggilegt er, að koma nú upp nýjum flokkadráttum, sem sjálf- sagt yrði, því að Hd. er eins vinsæl og Rvd. Nóg- ar deilur, nógur kritur samt, þó eigi rísi upp ný- ir ilokkadrættir. Dingmenn voru í fyrra sumar á móti málshöfðun. enda nóg ráð önnur til sam- komulags, en málshöfðun. ,/. Ól. taldi málshöfðun óhjákvæmilega; sagði að það væri mjög óheppilegt, að úr því G. G. sæi nóg ráð til samkomulags, að hann þá hefði ekki komið með þau í þessi 5 ár, sem gengið liefði í þessu stappi. Ef það geugi eins í næstu 3 ár, gæti Hd. verið búin að sólunda sjóði fjelagsins. Hann skaut því til forseta, hvað miklar væru skuldir Hd. Forseti sagði, að á Hd. hvíldi nú 3400 kr. bráða- birgðarlán, þar af væri meir en helmingur, sem

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.