Þjóðólfur - 25.05.1888, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 25.05.1888, Blaðsíða 2
98 menn er tilhæfulaus sleggjudómur. Jeg hef að minnsta kosti ekki orðið annars yar, en að fríkirkjumenn og þjóðkirkju- menn umgangist bæði hvorir aðra og prestana á víxl með friði og bróðerni, og hvað okkur prestana snertir, þá mun engin með sanni geta borið okkur á brýn, að við gefum vont eptirdæmi í þessu efni. Yfir höfuð lendir þessi harði dómur jafnt á þjóðkirkjumenn sem frí- kirkjumenn, og jeg tek jafnt beggja svari, þegar jeg ber aptur þennan óhróður; en það gjöri jeg 1. með því að skora hátíðlega á brj efritarann að segja til nafns síns, og hvaðan hann hefur sina þekkingu, og 2. með því að skjóta þessu máli undir dóm allra sannorðra og sam- viskusamra manna í báðum söfnuðunum. En að því er snertir „minnkandi meg- un“, þá er samanburður milii áranna 1884 og 1887 í sveitarbókinni best fall- inn til að skera úr því máli, en sveitar- bókin sýnir, að lausafjáreign hefur á þessu tímabili fremur hækkað en lækkað hjá fríkirkjubændum til jafnaðar. Skuldugri eru menn ekki nú en þá, heldur þvert á móti. Og sje litið á útsvörin, þá sjest, að fríkirkjubændur bera haustið 1887 hærri tiltölu af sveitargjöldunum móts við þjóðkirkjubændur, heldur en haustið 1884, þrátt fyrir útgjöld sín til frí- kirkjunnar, er öll hafa fallið á þetta tímabil. Þetta er nú hin „minnkandi megun“ sem brjefritarinn talar um. Nú er jeg búinn með brjefritarann; en áður en jeg skilst við þetta mál, vil eg fara fáeinum orðum um þá ávexti, sem mjer finnst fríkirkjan hafa borið. Það verða víst allir kristindómsvinir mjer samdóma um það, að æskilegt sje, að guðsorð sje prjedikað sem víðast, sem optast, fyrir sem flestum. Nokkurn á- vöxt i þessa stefnu hefur fríkirkjan borið, þó að mikið vanti á, að það sje sem skyldi. Jeg skal nefna annað atriði. Þegar um almenna menningu er talað, þá eru blaða- kaup höfð að nokkru leyti fyrir mæli- kvarða. Nú kemur út á íslensku eitt ágætt tímarit „Sameiningin“, og væri óskandi, að hún seldist alstaðar eins vel eins og hjer, þar sem 24 eintök eru út- seld, svo að segja öll í þessari sveit, og enn eptirspurn eptir meiru. Eitt lífs- mark enn eru umburðarbrjef, sem jeg hef látið ganga um söfnuðinn. Þetta og ýmislegt fleira ber vott um vaknandi kirkjulegt líf, svo sem þegar unga fólk- ið i söfnuðinum skaut saman á 3. hundr- að krónum í peningum til að klæða kirkjuna utan, jafnhliða því sem tom- bólugjöfum var safnað til að útvega harmonium, er kostaði 450 kr. Hið innra metur drottinn einn; hann þekkir sína. En jeg er þess fulltrúa fyrir mitt leyti, að því meira sem guðs- orð er prjedikað og lesið, og um það ritað og talað (og það er allt gjört mikl- um mun meira hjer nú en áður en frí- kirkjan var stofnuð), því meiri von er góðs árangurs frá honum, sem ávöxt- inn gefur. Eskifirði, 22. mars 1888. Lárus Halldórsson. „Sameiningin“. Af þessu ágæta kirkju- tímariti Islendinga í Vesturheimi barst nýlega hingað 1. nr. 3. árgangs. Tíma- rit þetta mun vera í allt of fárra manna höndum hjer á landi; það ættu þó allir að lesa, sem vilja láta sjer annt um krist- indóminn og ómengaða útbreiðslu hans; það fræðir oss ekki eingöngu um krist- indóms ástand • landa vorra vestan hafs, heldur ræðir það líka kristindóms-mál- efni almennt og opt sjerstaklega með tilliti til þarfa vorra hjer á landi í því efni. Þannig vil jeg að þessu sinni benda mönnum á grein, er stendur í áð- urnefndu númeri um skoðanir hinna heimsfrægu vísindamanna Monier Willi- ams og Max Muller’s á ritningunni gagn- vart trúbókum úr austurlöndum; þeir eru báðir málfræðingar miklir og háskóla- kennarar í Oxford; hafa þeir með rann- sóknum sínum á hinum margbreytilegu trúkenningum austurlanda, jafnframt mál- fræðinni, komist til sömu niðurstöðu, sem kirkjan kennir og hefur kennt viðvíkj- andi ritningunni og eðlismismun krist- indómsins og allra annara trúbragða; hefur grein þessi, eins og ritstjóri „Sam- einingarinnar“ sjera Jón Bjarnason tek- ur fram, orðið svar (greinilegt og full- nægjandi að mínu áliti) gagnvart meg- inatriðum í grein þeirri, er stóð í „Fjallk.“ 10. jan. þ. á. og hét: „Sannleikurinn í kristindómirium", án þess hún væri þó skrifuð í þeim tilgangi, með þvi hún var rituð áður enn „Fjallkonu“-greinin kom vestur. Þessa grein og ýmsar fleiri, sem sýna, hversu „Fjallkonu“-greinunum er ábótavant í fullum sannleik, þekking og hreinskilni í þessum efnum, bið jeg alla þá að lesa, sem hefur eins og mig lengt eptir svari hinna bestu guðfræðinga vorra og vilja láta halda fyrir skildi, þegar hjer „er verið að gefa kristindóminum olbogaskot" og „einlægt að seilast til í laumi að bita kristnina í hælinn". n.—n. Reykjavík, 25. maí 1888. Strandferðaskipið Thyra kom hing- að 23. þ. m. að vestan, hafði komist að eins norður fyrir Isafjarðardjúp, og hitt þar fyrir mjög mikinn ís (borgaris), sem ekki sást út yfir, svo að hún sneri þar aptur; kom svo við á öllum höfnum, sem til stóð á leiðinni að vestan. Með henni komu nokkrir farþegjar hingað af Vest- urlandi. Tíðarfar. Með hvítasunnu linnti norð- anveðrinu og kuldanum og brá til vætu og betri veðráttu. í gær og í dag blitt veður og jörð nú óðum að grænka. Prestaköli. Sjera Helgi Árnason, sem hafði fengið veitingu fyrir Hvanneyri, hefur afsalað sjer því brauði, en fengið leyfi til að vera kyrr í Nesþingum. Veitt 17. þ. m. eptir kosningu safnað- anna: StörJ í Stöðvarfirði sjera Gluttormi Vigfússyni á Svalbarði og Sandfell í Or- æfum kand. Ólafi Magnússyni, er áður hafði fengið veitingu fyrir Eyvindarhól- um. Drukknuu. 22. þ. m. druknuðu 3 menn af skipi á uppsiglingu úr fiskiróðri, form. Ófeigur Q-uðmundsson á Bakka og 2 há- setar hans Jón og Steinn. 3 varð bjargað. Gufuskipið Copeland, er Slimon og fjelagar hans i Leith hafa nýlega keypt, á að koma hingað frá Granton 18. júní, til Stykkishólms 19, ísafjarðar 20., Sauð- árkróks 21., Akureyrar 22., tekur á þess- um höfnum vesturfara og hesta og flyt- ur þá til Skotlands. Kemur síðan hing- að aptur og á að fara alls 6 ferðir hing- að i sumar, koma til Rvk annanhvern mánud., fara frá Granton annanhvern fimmtud. Skipið er stórt (900 smálestir) og fljótt í ferðum; það tekur bæði far- þegja og flutning með sömu kostum, sem dönsku gufuskipin. — Um sama leyti i júni á annað skip Slimons að koma til Eskifj. og annara hafna norður að Húsa- vík og koma til Granton samtimis Cope- land. Skaptafellssýslu (Meðallandi) 5. maí. . . . „Veturinn var yfir höfuð viðast hvar góður og hagar optast nær, nema í Með- allandi, enda hljóp Kúðafljót hjer um allt út Meðalland og lagði alla jörð und- ir i 1. viku Þorra, svo að ein íshella varð, sem ekki tók upp fyr en i 1. viku sumars. Og hefur víðast hvar hjer ver-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.