Þjóðólfur - 20.07.1888, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 20.07.1888, Blaðsíða 1
Kemur ftt ft föstudags- morgna. Verð ftrg. (60 atka) 4 kr. (erlindis 5 kr.). Borgist fyri Ift. Jftll. ÞJÓÐÓLFUR. Oppsögn skrifleg, bund- in við áramót, ógild nema komi til útgefanda fyr- ir 1. október. XL. árg-. Reyk,javík föstudaginn 20. júlí 1888. Xr. 33. Til kaupenda Þjóðólfs. Þeir seni skulda fyrir Þjöðólf, eru vinsamlcga beðnir að borga; sjer- staklegaeru þeir, sem skulda fyrir ár- gangana 1886 og 1887, beðnir að láta ekki borgunina dragast lengi hjeð- anaf. Prúf. Þórarinn Böðvarsson og stjórnarskrármálið. Hr. prófastur Þórarinn Böðvarsson bef’ur nú skrifað langt mál í 4 síðustu blöðum Isafoldar móti stjórnarskrárbreyt- ingunni. Jafnvel þótt greinar þessar sjeu í mörgum atriðum athugaverðar og af- vegaleiðandi, ætlum vjer þó eigi að svo stöddu að athuga annað en það, sem hann segir um stjórnarskrármálið í Þjóð- Ólfi. „Að hinu leitinu“, segir sjera Þ. B., „virðist sem hann (o: Þjóðólfur) vilji, að þeir sem voru móti máliuu 1887, leggi niður þingmennsku, en jeg hef ekki tekið eptir ástæðunni; hún er þó líklega ekki sú, að útiloka þá frá að vera með málinu“!! Annaðhvort vill sjera Þ. B. ekki skilja eða læst ekki skilja það, sem i blaði voru hf fur sta.ðið, því að það hefur ekki skilyrðislaust lagt til, að minnihlutamenn legðu niður þing- mennsku, og fært gildar og góðar ástæður fyrir tillögum sinum. I grein um þetta mál í Þjóðólfi í haust stóð meðal annars: ^Þjóðin á heimting á að vita hjá þeim (0: minnihlutamönnum), hvað er meining þeirra iBeð því að bíða (o: með stjórnar- skrárbreytingima)_ Þjóðin á heimting á að vita hjá þeim skýlaust og hreinskiln- 1 islega, hvort þeir eru alveg snúnir og vilja biða til ©ilífðai-, eins og sjera Þór- arinn líklega vill, ega þejr vilja að eins bíða i sumar og svo halda áfram. Þjóð- ! in getur ekki þolað neinn yfirdrepskap, hún getur ekki þolað neina óhreinskilni, eða að fulltrúar hennar sjeu úlfar í sauðargærum. Þetta verða menn í kjör- dæmum minnihlutamanna að fá að vita, I og er siðferðisleg skylda kjósendanna að láta hjer ekki vera neinn misskilning milli sín og fulltrúa síns, og ef kjós- endurnir fá ekki að vita fulla vissu sína í þessu efni, þá er það siðferðisleg skylda hvers minnihlutamanns, að segja þing- mennskunni af sjer“. Þetta eru fullljós orð, og ættu jafnvel minni menn en sjera Þ. B. að geta skilið af þeim, að Þjóðólfur hefur eigi haldið þvi fram, að minnihlutamenn legðu niður þing- mennskuna, nema því að eins, að þeir [ ætluðu sjer að ganga á móti vilja kjós- endanna eða að dylja þá þess, hvað þeir ætluðu sjer í þessu máli framvegis. Fyrsta skilyrði fyrir þvi, að þingmaður geti í raun og veru kallast fulltrúi kjós- enda sinna, er að hann framfylgi vilja þeirra; ef liann gerir það ekki, eða met- ur þá svo lítils, að láta þá ekki einu sinni vita, hverju hann ætlar að fram fylgja, þá er full ástæða til, að hann leggi niður þingmennsku, eins og tekið var greinilega fram i Þjóðólfi í haust, þó að sjera Þ. B. þykist ekki hafa „tek- ið eptir ástæðunni“. Þetta er svo sjálf- sagt og auðskilið, að það ætti ekki að þurfa að taka það fram. Þá er eins og sjera Þ. B. finnist ein- hver ósamkvæmni í því hjá Þjóðólfi, að að hann heldur því fram, að ekki þurfi að óttast, að stjórnarskrármálið dragi huga manna frá öðrum nauðsynjamálum, þar sem þó blaðið haldi því fram, að „hafa tillit til þessa máls eins, þegar um þingkosningar er að ræða“. I þessu er ekki hin minnsta ósamkvæmni. Stjórn- arskrármálið er nu orðið svo þaulrætt, að hjer eptir mun eigi þurfa að verja til þess mjög miklum tíma, nema því að eins, að þeir, sem hafa verið með málinu, sjeu altaf að snúast og vekja upp mótbárur gegn því, og þá yrði það þeim, sem það gera, að ltenna, ef miklum tíma þyrfti til þess að verja. — Saga stjórnarbaráttunnar sýnir einnig, að þeir, sem hafa mest og best barist fyrir landsrjettindum Islauds, hafa jafnframt verið helstu forvígismenn anuara nauðsynjamála, og svo mun verða j enn. Aptur á móti hafa þeir, sem hafa sett sig á móti þvi, að Island fengi sem mest stjórnfrelsi. optast verið á bandi stjórnarinnar í öllum öðrum málum, t. d. launamálum, lagaskólamálinu,löggildingu verslunarstaða o. s. frv. Það var því alveg sjálfsagt, að Þjóðólfur legði mesta áherslu á skoðanir þingmannaefnanna í stjórnarskrármálinu við siðustu kosning- ar, ekki síst þar sem því var þá skotið til kjósendanna, hvað þeir vildu í því máli. Eptir því, sem vjer höfum heyrt, mun sjera Þ. B. sjálfur hafa haldið hinu sama fram á kjörfundinum í Hafn- arfirði, þegar þeir feðgar voru kosnir, og ætlum vjer sjera Þ. B. eigi þann mann, að hann hafi haft þessa skoðun, að eins til að bregða fyrir sig þann daginn, en kasta henni síðar. Hann segist „vilja hugsa sig um að afmá þá galla, sem eru á frumvarpinu“. Hann hefur nú haft til þess 3 þing, og ef hann vill hafa langann tíma til þess enn, má nærri geta, að það verður vand- lega hugað hjá honum. En honum hef- ur gleymst að nefna gallana ekki síður en honum finnst Þjóðólfi gleymast, „að benda á, hvaða von sje um árangur af því, að byrja nú árlega baráttu um mál- ið“. Yiðvíkjandi því viljum vjer fyrst og fremst minna sjera Þ. B. á, hvað hann sagði á þinginu 1885 gegn þeim, sem voru með hrakspár um engan árang- ! ur í þessu máli. Þá fórust sjera Þ. B. þannig orð: „Það hafa fleiri tekið fram, að nauðsynlegt væri að leggja fyrir sig þá spurningu: mun mjer takast þetta? mun jeg fá það, sem jeg bið um? mun jeg ná þeim tilgangi, sem jeg vil ná? Jeg er ekki á þeirri skoðun, að þessi spurning sje. svo fjarska nauðsynleg, eins og nú stendur á, eins og hfm áður var nauðsynleg, meðan stjórnarfyrirkomulag- ið var svo miklu óviðunanlegra, ogsjald- an mun Jön sál. Sigurðsson hafa spurt sjálfan sig þannig; eins og hinn háæru- verðugi maður, sem talaði yfir líki hans, sagði svo heppilega, þá talaði hann í tíma og ótíma, af því að hann talaði af lifandi sannfæringu, hvort sem fyrir- sjáanlegt var þá í þann svipinn að það mundi hafa framgang, sem hann barðist fyrir. Jeg verð að játa eins og þá stóð á, þótti mjer aðferð þessi ekki hepjjileg

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.