Þjóðólfur - 24.07.1888, Blaðsíða 4
136
um rniöjan mánuðinn, nema ef vera skyldi
í Norður- Þingey,j arsýslu.
Blaðið Austri hætti í des. f. á. að koma
út, af því að prentarinn, Baldvin Stef-
ánsson, veiktist þá og dó að áliðnum
vetri, en 28. maí hefur eitt tbl. (22. af
4. árg.) komið út á Akureyri, og er þar
skýrt. frá, að hann sje hættur fyrir fullt
og allt.
Grasviixtur er yfir liöfuð með lang-
lakasta móti víðast hvar eptir þvi sem
frjettist, með póstum. sem nú eru ný-
komnir.
Tíðarfar svipað annars staðar og hjer,
þurviðri mikil og sólskin því nær á hverj-
um degi.
Eyjafirði 10. júlí . . . „Tíð er allt af
svipuð, sólskin og þurkar næstum á
hverjum degi, en mikið frost á nóttum,
einkum til fjalla. Það horfir því mjög
illa út með grassprettu; tiín eru víða
kalin, brunnin eða meir og minna
skemmd, og á flestum stöðum mjög
graslítil. Samt ráðgjöra menn að byrja hey-
skap um miðjan þennan mánuð, enda er
tími þá svo áliðinn, að f kki er um ann-
að að gjöra. Afli var hjer á Eyjafirði
næstliðna viku mjög góður; nú er hann
aptur rnikið minni og dreifðari. Aldrei
gekk fiskurinn nema yst á fjörðinn,
enda teppa menn gönguna með nóta-
bátfiski og niðurburði á stöku bát, sömu-
leiðis með ógnarlegum færaíjölda og
línulengdum. Hákarlaskipin hafa verið
að koma inn þessa dagana með frá 40
—90 tunna afla. Is er enginn hjer á
firðirmm, en skammt úti fyrir eptir því
sem. skipin segja“.
Auglýsingar.
í samfeldu máli með smáletri kostar2 a. (þakkaáv. 3 a.)
hvert orð 15 stafa frekast; m. öðru letri eða setninr.,
1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út í hönd.
Hjá undirskrifuðum eru til sölu miklar byrgðir af
TÖFRAGRIPUM,
mörgum spánnýjum og áhrifamiklum fyrir 15 aur.
til 400 kr. hver. Þeir eru sjerstaklega vellagaðir
til að skemmta mönnnm í samkvæmum, bseði
börnum og fullorðnum. Nákvæmur leiðarvísir fylgir
hverjum grip. Yerðskrár ókeypis !
Kjöbenhavn, Gothersgade 9.
Richard Behcr,
eigandi töfragripaverksmiðju. 286
Ur hefur týnst snemma í jiessum mánuði á veg-
inum frá Vatnshorni í Skoradal að Hóli í Lunda-
reykjadal. Finnaudi er vinsamlega beðinn að koma
úrinu tii ritstjóra Þjóðólfs gegn saungjörnum fund-
arlaunum. 287
Góður formaður getur fengið skiprúm í haust
með góðum kjörnm. Menn snúi sjer til herra
Þórðar Zoéga i Keykjavík. 288
Magasjúkdómur.
Jeg hefi i mörg ár þjáðst af mjög þnng-
nm magasjúkdómi, en við brúkun
Brama-Iifs-elexírs batnaði hann svo fljótt,
að mjer þótti furðu gegna; jeg get því
alvarlega og með samviskusemi ráðið þjáð-
um náuugum mínum, að kaupa bitter
þennan. Yður flyt jeg hjermeð alúðar-
fylsta þakklæti mitt.
Berlin. Iíerman Lorenz,
Puttkammerstrasse 12.
Einkenni á vorwm eina egta Brama-lífs elixír
eru firmamerki vor á glasinu, og á inerkiskildin-
nin á miðanum sjest blát.t ljón og gullhani, og
innsiglivort MB & L í grænu lakki er á tappan-
um.
Mansýeld-Bullner & Lassen,
sem einir bta til hinn verólaunaða Brama-lífs-elixir.
Kaupmannahöfn.
Vinnustofa: Börregade No. 6. 289
Næsta blað á laugardaginn 28. þ. m.
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Þorleifur Jðnsson, cand. phil
Skrifstofa: á Bakarastíg.
Prentsm. S. Eymundssonar og S. Jðnssonar.
122
Fröken Úrban — en hvað jeg fyrirleit hana! —
fór að stilla til friðar og sagði:
„Jeg get ekki leyft j7ður, herra Fenkote, að hræða
frænku mína. Pjer verðið að stilla yður, eða jeg verð
að öðruin kosti, að biðja yður að hipja yður á burt“.
Jeg verð að segja mjer það til lofs, að jeg fylgdi
ráði hennar, og að jeg gerði ekki liið vitlausasta, sem
jeg hefði getað gert, að fara að afsaka mig. Auk þess
flaug önnur hugsun mjer í hug, hvort líkindi væru til,
að jeg gæti hefnt mín á eiginmanni Míru.
„Er hr. Motherwell hjer viðstaddur ?“ spurði jeg.
Fröken Úrban svaraði nijög alvarlega:
„Hr. Motherwell er kominn til síns hinnsta staðar“.
„Hvað meinið þjer ?“
„Kirkjugarðinn".
„Hún er þá ekkja ?“ sagði jeg.
Já náttúrlega, herra Fenkote, hvað annað skyldi
liún vera?
Jeg vildi heyra Míru sjálfa segja það.
„Ertu ekkja?“ spurði jeg.
Hún sneri sjer við og leit á mig. Hún var nokk-
uð föl, en hafði þó fullkomlega vald á sjer.
„Evan“, sagði hún blíðlega, „hvað var það, sem við
töluðum um. áður en frænka mín kom inn?“
123
Hún var mín ástkæra unnusta áður en frænka
hennar kom inn; nú var hún ekkja, sem hafði blekkt
mig, og það var þetta, sem mjer gramdist. annað ekki.
„Jeg skil þig ekkiu, svaraði jeg.
Jeg hlýt að hafa sýnst vera eitthvað ringlaður, sem
hún hefur haft gaman af, því að hún brosti. En hvern-
ig kvennfólkið er! Jeg vildi, að faðir minn hefði alið
mig upp í munkaklaustri, og að jeg hefði orðið munk-
ur!
Hún mundi allt vel.
„Jeg ljet á mjer skilja, Evan, að það gæti komið
nokkuð f'yrir, sem þú byggist ekki við, og jeg spurði
þig, hvort traust þitt til mín væri svo mikið, að þú
tryðir mjer, án þess að biðja um skýringu. Og hverju
svaraðir þú rnjer? Þú lofaðir meiru en jeg bað um.
Þú sagðir, að þú mundir jafnvel ekki öska eptir skýr-
ingu. Fer jeg ekki rjett með það ?“
Jú“
„Var það meining þín, sem þú sagðir?"
„Já“.
„Viltu þá efna loforð þitt?“
Þær litu livor á aðra, frænkurnar. Jeg er mjög
fáfróður í að þýða augnaráð milli kvenna, og karlmönn-
unum er eiginlegt að líta með tortryggni á það, sem