Þjóðólfur - 10.08.1888, Blaðsíða 2
146
að sumir væru á móti því, en vjer get-
um ekki ætlað neinum slíkt að óreyndu
og teljum þvert á móti vist, að enginn
Reykvíkingur láti þá smán umsig spyrj-
ast.
Það ætti heldur ekki að þurfa að á-
minna Reykvikinga um að sækja fund-
inn á mánudaginn. Hvergi á landinu
er eins hægt að sækja fundi, eins og í
Reykjavík. Það er afsakanlegt, þótt
menn upp til sveita sæki fundi miður
vel, þar sem menn þurfa opt að fara meir
en eina dagleið á fundinn í misjafnri
færð og misjöfnu veðri og þurfa að kosta
hestum og fieiru til fararinnar. En það
er óafsakanlegt at mönnum að sækja
illa fundi í Reykjavík, því að til þess
þurfa menn ekki að verja, nema lítilli
dagstund, ganga nokkra faðma á fund-
arstaðinn og engu til að kosta. R-eyk-
víkingum hefur þó stundum verið legið
á hálsi fyrir að sækja illa fundi. Það
er vonandi, að þeir reki ná af sjer sliðru-
orðið og sæki vel kjörfundinn á mánu-
daginn.
En hins vegar er engu síður áríðandi,
að vanda vel kosninguna. Það mun
mega telja óefað, að fiestir kjósendur bæj-
arins sjeu með endurskoðun stjórnarskrár-
innar; þess vegna er áríðandi, að þeir
kjósi mann úr þeim flokki, og leggjum
vjer til, að Reykvíkingar kjósi ritstjóra
Björn Jónsson til að mæta á Þingvalla-
fundinum.
Vegamáliö.
Síðasta alþingi samþykkti lög um vegi,
sem öðlast hafa staðfestingu og nú eru
koniin í gildi. Er þar sjerstaklega lögð
áhersla á aðalpóstvegina, sem landsjóður
á yfir höfuð að kosta, og skal ákveða í
fjárlögunum, hve miklu skuli verja til
vegagjörða og aðgjörða á aðalpóstvegum
á hverju fjárhagstímabiii. Þetta er í
alla staði eðlilegt og mjög svo nauðsyn-
legt, að fá einn aðalveg eptir öllu land-
inu, sem þá yrði jafnframt aðalpóstveg-
ur. En það þarf vel að vanda, sem lengi
á að standa, og er því ekki að eins á-
ríðandi, að vegirnir sje vel gjörðir, held-
ur einnig, og það engu síður, að þeir
sjeu lagðir á hentugasta stað, þar sem
fjölfarnast er, að þeir sjeu svo beinir,
sem kostur er á, og einkurn að þeir sjeu
sem minnstum skemmdum háðir af vatna-
vöxtum, skriðum eða öðru af völdum
náttúrunnar. En þessa mun þvi miður
ekki ávallt hafa verið gætt við þá vegi,
sem landssjóður hefur kostað að undan-
förnu. Að minnsta kosti var mikið lát-
ið af skemmdum í vetur sem leið, á nýja
veginum niður frá Svínahrauni, sem Norð-
mennirnir hafa unnið að undanfarin sum-
ur og mest kennt um, að vegstæðið var
ekki vel valið. Það hefur og heyrst tal-
að um, hve illa vegstæðið sje valið á Lax-
árdalsheiði fyrir vestan. Til þess eru
víti að menn varist þau, og þessi dæmi
ættu að kenna mönnum, að við hafa alla
varkárni, þegar velja skal vegstæði, enda
er svo ákveðið í hinum nýju vegalögum,
6. gr., að „landshöfðingi ákveði eptir
tillögum sýslunefnda, amtsráða og veg-
fróðra manna. hvar aðalpóstleið skuli
liggja um hjerað hvert“. Það má þannig
ekki leggja nokkurn vegarspotta á aðal-
póstieið, án þess að leitað hafi verið álits
vegfróðs manns, enda veitti síðasta þing
3000 kr. á ári „til að útvega vegfróðan
mann til að ferðast um landið og ákveða,
hvar helstu vegi skuli leggja“.
Þar sem bæði sýslunefndir, amtsráð
og vegfróður maður eru á sama máli um,
hvar aðalpóstleið skuli liggja, verður
auðvitað að hafa veginn þar, en ef mein-
ingamunur verður milli þeirra eða ef
einstakir menn í sýslunefnd og amtsráði
eru ekki samþykkir um það, verður að
athuga vel málstað hvers fyrir sig. áður
en póstleiðin er ákveðin.
Sýslunefndin í Húnavatnssýslu sam-
þykkti á fundi í vetur tillögur sínar um
póstleiðina í sýslunni, og þar kom ein-
mitt fram mikill meiningamunur að þvi
er snertir póstleiðina milli Bólstaðarhlíðar
og Reykja, sem eigi má láta liggja í
þagnargildi. Meiri hlutinn samþykkti
að láta póstleiðina liggja frá Bólstaðar-
hlíð niður Langadal að Holtastöðum, sem
er rjettur krókur af beinni leið, en minni
hlutinn, sem greiddi atkvæði móti þessu,
vildi láta póstleiðina liggja þar, sem
bæði póstur og aðrir ferðamenn ávallt
fara, yfir Blöndu á Tunguvaði og beina
leið að Reykjum með fram Svínavatni
að austanverðu.
Þessir umtöluðu vegir skiptast við
Svartá, þar sem hún f'ellur í Blöndu
skammt fyrir neðan Bólstaðarhlíð; tekur
þá þegar við, ef farið er ofan Langadal-
inn, afarbrött fjallshlíð. — svo kölluð
Æsustaðaskriða — og er hún opt íllfær
að vetrinum fyrir svellbunkum sem liggja
í miklum bratta ofan úr miðjuin hlíðum
og fast að Blöndu, sem fellur þar með
hlíðinni meðmikilli straumhörku, svo hana
leggur þar ekki á vetrum, nema í aftaks-
hörkum; þegar ofan fyrir Æsustaði kemur,
verður á vetrum að fara ofan dalinn upp
í fjalli, því eptir dalnum sjálfum verður
ekki farið, þar eð hann hefur lítið undir-
lendi og er opt fullur af ruðningi úr
Blöndu, sem opt riður sig um hávetur og
flytur þá jakaruðning upp að fjallsrótum,
svo ófært verður yfirferðar, og meðan
annexia var á Holtastöðum frá Blöndudals-
hólum, varð prestur þaðan opt að fara
vestur fyrirBlöndu og út að vestanverðu;
liefur hann víst ekki gjört það að gamni
síuu að fara tvisvar yfir Blöndu, sem opt
er auð á vetrum niður í Langadal ogþar
lítt fær, þó að hún sje á góðum ís fram
í Blöndudal skammt fyrir ofan Tunguvað,
og mundi pósti þykja ónotakrókur, þegar
hann væri kominn ofan að Holtastöðum
og kæmist þar ekki ýfir Blöndu, að þurfa
aptur til baka fram í Blöndudal; er það
ein ástæða fyrir því að póstleiðin ætti að
liggjayfir Blöndu á Tunguvaði, að Blanda
er opt á góðum ís í Blöndudalnum, þótt
hún sje ófær eða lítt fær niður í Langa-
dal. (Niðurl). J. Þ.
Reykjavík, 10. ág. 1888.
Herskipiö Fylla kom hingað norð-
an af Akureyri 8. þ. m.; hafði ætlað til
Grímseyjar og víðar fyrir norðan, en eigi
árætt það fyrir þokum og dimmviðri;
hafði þó hvergi hitt fyrir ís.
Strandferöaskipiö Thyra hafði
komið á Akureyri, meðan Fylla lá þar,
og farið þaðan með um 300 vesturfara,
að likindum alla vesturfara af Sauðár-
krók, sem þar höfðu beðið frá þvi 20.
júní, og nokkra af Akureyri, en þar eru
þó nokkrir eptir enn, sem Thyra gat
ekki tekið.
Nöfn á götum og númer á hús-
um í Reykjavík. Það má telja ný-
lundu. að þessa dagana hafa verið fest
upp nöfn á götur og númer á hús í bæn-
um, eins og alstaðar tíðkast í bæjum er-
lendis. Það var sönn þörf á þessu,
þótt fyr hefði verið, því að það hefur
opt valdið óhagræðis og vanskila á brjef-
um og sendingum til bæjarmanna, að eigi
hefur verið hægt að tiltaka, i hvaða götu
og númeri þeir byggju. Nú er bætt úr
þessu, og er þá áríðandi, að menn skrifi
á brjef sín hjeðan, í hvaða götu og núm-
eri þeir eigi heirna.