Þjóðólfur - 07.09.1888, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 07.09.1888, Blaðsíða 1
Keinur ftt & föstudags- morgna Yerö &rg. (60 arkaj 4 kr. (erlindis 5 ltr.). Borgist fyrir 15. jftlí. ÞjOÐOLFUR. Uppsögn skrifleg, bund- in viö áramót, ógild nema komi til útgefanda fyr- ir 1. október. XL. árs. IteykjaYÍk föstudaginn 7. sept. 1888. Xr. 42. Nokkur orð um vinnumennsku og lausamennsku. Bptir Pál Briem. II. (Niðurl. frá 37. tbl.). Það hefur ver- ið farið nokkrum orðum um áhrif lausa- mennskulaganna á heimilisstjórnina og sýnt fram á, að þegar hirsaginn var num- inn úr lögum, þurfti að afnema vistar- skylduna og gjöra húsbændum greitt fyrir, að losast við löt og óhlýðin hjú. En lausamennskulögin hafa engu síður áhrif á þjóðarhaginn, og hefur Hermann Jónasson ljóslega sýnt fram á, að af þeim leiði mikinn þjóðarskaða. Það kom þegar til orða á alþingi 1861, að þjóð- arhagurinn heimtaði alls ekki vistarskyld- una. Arnljótur Ólafsson sagði: „Kref- ur nú almenningsheill eða þjóðargagn hjer á landi, að hver maður sje kúgað- ur í vist? Jeg segi nei! hamingjunni er svo fyrir að þakka, að bændastjett vor þarf eigi á slíkri fórn mannlegra rjettinda og frelsis að halda, til þess, að vera stólpi landsins. Því hvers þurfa bændur við? Vinnuhjúa segja menn. Nei, þeir þurfa vinnu við og þess, að fá hana með góðum kjörum. Það er eigi j rjett, að menn sjeu að kvarta um vinnu- i fólkseklu; það væri rjett, efmennstund- j um kvörtuðu um vinnueklu. Bóndinn þarf að fá þessi eður þessi verk unnin, og það opt bæði fljótt og vel, en hon- um stendur á sama, hvort að þeim vinna J margir eða fáir, þvi höfðatalan gjörir hvorki til nje frá, að eins þau sjeu unn- in á þeim tíma, er hann þarf, og að þau sjeu leyst vel af hendi. Setjum nú, að öll hjú yrðu laus, sem þó reyndar er tóm ímyndun, því mörg hjú munu jafn- an verða; en setjum nú svo; og hvað svo? Er vinnan minni fyrir því? Nei engan veginn; það eru jafnmargar hend- ur til að vinna í landinu, nema fþlk stökkvi af landi burt, og það geta menn hvort sem þeir eru lausir eða eigi. Yerk- mennirnir þurfa að vinna hjá einhverj- um, því að þeir hafa eigi annað við að lifa, en handafla sinn. Bóndinn hefur fje að bjoða fyrir vinnu, en hinn vinn- andi maður hefur vinnu að bjóða fyrir fje; bóndinn þarf vinnu og hinn þarf vinnulauna. Þannig kemur upp keppni og jafnvægi milli fjáraflans og vinnu- aflans, og vinnulaunin hljóta að fara ná- kvæmlega eptir því, sem vinnan er verð á hverjum stað og tímau (Alþ.tíð. 1861, bls. 1495). Þetta eru orð, sem eru hag- fræðislega sönnuð af reynslu annara þjóða. Danir námu vistarskylduna úr lögum 1854, og hefur allt farið vel hjá þeim. Er vert að athuga, að þetta hefur haft þau áhrif, að hjá þeim er unnið meira en hjá oss, og að laun daglauna- manna þar eru lægri en hjer á landi. Hermann Jónasson hefur sýnt fram á, að þjóðin í heild sinni, bæði bændur og verkmenn hefðu hag á, að lausamennsku- lögin yrðu numin úr gildi, því að það yrði unnið meira í landinu og ýmislegt breyttist til batnaðar, en reyndar kynnu einstakir menn, að líða skaða við þau, óhagsýnir bændur og ónýt vinnuhjú; ef á að vernda slíkt fólk, þá væri rjett, að halda í lausamennskulögin, en ef lögin eiga að styðja duglega menn og hag- sýna, þá á að nema þau úr gildi, og sú skoðun mun verða ofan á áður langt um liður. Hingað til hefur verið greiður aðgang- ur til þess, að verða húsmaður eða þurra- búðarmaður, en erfitt, að verða lausa- maður, en slíkt er einmitt alveg öfugt við það sem á að vera. Þjóðfjelagið má gjarnan setja allströng skilyrði fyrir því, að menn fari að verða húsfeður, og fái þau rjettindi, sem með því fylgja, hlaði niður ómegð, án þess að neinar likur sjeu til, að þeir geti staðið straum af henni, en hitt er óeðlilegt, að þjóðfje- lagið hindri menn frá, að fá borgun fyr- ir verk sin, hindri menn frá að græða. Það hefur verið sagt um lausamennina, að þeir geti grætt allra manna mest, en það er einmitt þörf á slíkum mönnum hjer á landi, sem græða, og fir slíkum mönnum verður að öllum líkindum bestu búmanna- efnin. Frjettaritari Nationaltíöinda. Eptir að mest umtalið varð í Þjóðólfi og öðrum frettablöðum landsins um frjetta- ritara Nationaltíðindanna, hvarf hann úr sögunni og annar kom í staðinn, sem hef- ur verið miklu skaplegri, þó að hann sje hvergi nærri góður, því að hann gefur Dönum skakkar hugmyndir um, liver sje vilji manna hjer á landi, með því að þegja um sannleikann og taka orð út úr sam- hengi og bera fyrir sig. Þar að auki hafa stundum verið merkilegar frjettir í brjefum hans, og viljum vjer nefna tvö at- riði í brjefi í Nationaltið. 30. júní þ. á.; annað er um Tryggva G-unnarsson, sem uppgötvnnarmaun ; segir þar, að hann hafi „uppgötvað steinategund“ í nánd við Ölf- usá, en ekki segir hver steinategund þetta er, svo að það er eins og frjettaritarinn sje ekki mikill jarðfræðingur. Hitt er um almenning, og er þá annað hljóðí strokkn- um, því að þannig stendur í þrjefinu: „hin fáfróða alþýða (o: á íslandi) ímyndar sjer, að inenn geti tínt rúsínur á runnnnum og safnað gullinu upp á götunum“ (o: í Mani- toba í Canada). Þetta er sannarlega ný- stárlegur dómur um alþýðu hjer á landi og er íslandi til sóma í öðrum löndum! Reykjavík, 7. sept. 1888. Fornmenjarannsóknir. Með Lauru 4. þ. m. kom fornfræðingur Sigurður | Vigfússon úr rannsóknarferð sinni á Vestfjörðum. Eptir því sem hann hef- ur góðfúslega skýrt oss frá, rannsakaði hann fyrst við ísafjarðardjúp kafla úr Fóstbræðrasögu, sem því svæði viðkem- ur, er Þormóður Kolbrúnaskáld vandi j komur sinar í Ögur að heimsækja Þór- dísi Grímudóttur, og fann þann sögustað ' einkar nákvæman, — að undautekinni ! einni sjáanlegri ritvillu í sögunni („Ög- j ursvatn“ í staðinn fyrir ,,Laugabólsvatn“) j — þvi að fj árhúsið, sem sagan talar um, stendur á sama stað enn, sem þá er sag- an gerðist. Síðan fór hann vestur í Dýrafjörð inn á Valseyri, þar sem hið forna þing Dýrfirðinga var; hann hafði skoðað þenn- an stað 1882, og þá fundið þar 14 tópt-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.