Þjóðólfur - 09.11.1888, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 09.11.1888, Blaðsíða 1
Kemur út á, t'Östudags- morgna. Verö árg. (60 arka) 4 kr. (erlindis 5 kr.). Borgist fyrir 15. júll. ÞJÓÐÓLFUR Uppsögn skrifleg, bund- in viö áramót, ógild nema komi til útgefanda fyr- ir 1. október. XL. árg. Reyk,jaTÍk föstudaginn 9. nóv. 1888. Bókaverslun Kr. Ó. Þorgríms- sonar selur Helgapostillu innhefta meö mynd fyrir aö eins 3 kr. (áö- ur 6 kr.). 507 TT elga-postilla, * heft, með mynd á 3 kr., fæst í Bókverzl. Sigf. Eymundssonar. 508 | Landsfulltrúi. Þjúðólfur hefur nokkrum sinnum minnst á, hversu íslendingum væri nauðsynlegt að hafa landsfulltrúa í Kaupmannahöfn á sama hátt og nýlendur Englendinga hafa erindsreka í Lundúnum til að gæta rjettar síns. Islendingar hafa fullan rjett til slíks. Konungur hefur leyft, að Is- lendingar mættu setja umboðsmann í Kaupmannahöfn, til að gæta hagsmuna i landsmanna (sjá stjórnarbrjef 18. maí 1708) og þetta leyfi hefur ekki verið num- ið úr lögum. Islendingar hafa einu sinni áður sent | fulltrúa fyrir sig til Khafnar. í lok 17. aldar var hallæri mikið um allt land, og dó fjöldi manna úr sulti víðs vegar um landið. En það hefur jafnan verið svo hjer á landi, að þegar margir menn hafa í’allið úr hungri og harð- rjetti, þa hafa menn annaðhvort misst huginn og farið að vola, eða menn hafa eins og vaknað og einsett sjer að gjöra eitthvað til almenningsheilla og endur- bóta í landinu. í þetta skipti misstu menn ekki huginn og vildu fá endur- bætur. Árið 1700 var það ráð Lárusar Gfottrups lögmanns, að annarhvor lög- mannanna mætti fara utan, að bera fram nauðsynjar landsins. Þetta var leyft með konungsbrjeíi 30. apr. 1701. Þegar brjef þetta kom, þótti Gottrúp sjálfsagður 'til fararinnar, enda var hann þá vinur Miill- ers amtmanns, og hvatti amtmaður hann til fararinnar. Fyrir því bjó Lárus Gott- rúp sig til ferðarinnar, áður en hann fór til þings, og ætlaði þaðan til Khafnar með fyrstu sunnanskipum. Nú viljum vjer láta Magnus Stephensen konferens- ráð segja frá og taka upp orð hans úr „Eptirmælum átjándu aldar“ bls 375 til 376: „Þessi virðing Gottrúps sveið, að göml- um og nýjum vanda, dramblátri öfund annara embættismanna nokkurra hjer, sem þess vegna tóku sig saman að kefja hann, rægja og níða, sem hrakmennum er svo eiginlegt, en tildra sjer fram í hans stað, og girnast að birtast stand- andi á hans öxlnm. Þeir nýttu sjer tal- hlýðni, óstöðugleika og breiskleika þess skammsýna amtmanns Miillers til að sverta Gottrúp við hann og koma hon- um á allar lundir til að aptra hans ferð; í þeim tilgangi mun amtmaður eflaust hafa með valdi hripsað til sín í lögrjettu þann 15. júlí s. á. (sjá Lögþingisbók 1701 og M. Ketils. Saml. af Forordn. 3. D., bls. 314—15) uppsetta supplíkatsíu (o: bænarskrá) allra vegna, sem þá var verið að undirskrifa, en sem lögmenn sýndu amtmanni og spurðu: hvort ekki mætti svo vera? hverri hann stakk hjá sjer og síðan undir stól. Snerist úr þessu vinátta þeirra Miillers og Gottúrps í megnustu óvild. Gottúrp sigldi samt og framfylgdi ærusamlega Supplikatsíu innbúa um ýmsa nytsama pósta, undir- eins og hann útverkaði þann sanngjarn- asta taxta einhvern, útgefinn þann 10. apríl 1702“. „Þegar Gottrúp sigldi“, segir Jón Sig- urðsson*, „með bænaskrá frá öllum lands- mönnum um nauðsynjar þeirra 1701, og með ljósu konungsleyfi, þá fjekk hann með naumindum, að kaupa sjer vega- nesti, þar sem hann lagði úr höfnum, af því, að það var ekki við þann kaup- stað, sem hann átti sókn að“. En þeg- ar hann kom á konungsfund bar hann fram erindi sitt og fjekk miklu áorkað. Það má bæði lesa um þetta í „Espólíns árbókum“ og „Eptirmælum átjándu ald- ar“. Lárus Gottrúp ávann landinu margt í hag, og jjví segir Espólín: „margt nýttist vel af hans tillögum ; þó var ekk- ert jafnþarft sem taxtinn og linun ánauð- ar kaupmanna“ (Árb., YIII., bls 78). *) Ný Fjelagsrit 1843 bls. 15. Nr. 52. Eptir þetta kom konungsbrjefið 18. maí 1703 um, að Islendingar mættu hafa fulltrúa í Kaupmannahöfn. En Islend- ingar notuðu eigi þetta leyfi fyrir sund- urlyndi og vesalmennsku. Það er lærdómsrík sagan um Gottrúp. Menn sjá fyrst og fremst, að stjórnin er mun betri, þegar hún fær að heyra um ástandið, eins og það er, en menn sjá og, hverjir voru landinu skaðlegastir í þessu máli: Það voru, eptir orðum Magniísar Stephensens, nokkrir embætt- ismenn hjer, sem „tóku sig saman að kefja hann (Lárus Gottrúp) rægja og níða, sem hrakmennum er svo eiginlegt, en tildra sjer fram i lians stað. Þeir notuðu sjer talhlýðni, óstöðugleik og breiskleika þess skammsýna amtm. Miillers til að sverta Gottrúp við hann og koma honum á allar lundir til að aptra ferð hans“. Það er vert að minnast þessara orða. Það eru ekki orð Þjóðólfs, heldur orð Magnúsar Stephen- sens konferensráðs í Viðey. Og það er vert að athuga, að það eru íslendingar sjálfir, sem með rógi fengu útlendinginn Miiller til að standa á móti framförum landsins. En hverja ástæðu notuðu þeir helst? Það var eins og vant er að vera kostnaðurinn. Það er þessi ástæða, sem jafnan er otað fram, og iðulega fær svo góða áheyrn hjá ómenntuðum mönnum. j íslend. höfðu margra þúsund króna hag af því, að fá breytt taxtanum, og það var ekki tilvinnandi fyrir þá, að verja •2000 krónum til að fá þennan hagnað! Vjer sjáum, hvað embættismenn hjer í Reyk javík leyfa sjer að skrifa opinber- lega í brjefum til Dagblaðsins danska. En hvað ætli þeir skrifi þá heimuglega til stjórnarinnar ? íslendingar eru sjálfir sínir eigin böðl- , ar. Vjer skulum sjá til. Ef einhvern tíma kemur sá tími, að þingmenn vilja hafa mann í Khöfn, til þess að halda uppi heiðri landsins og tala máli lands- manna, mun kostnaðarástæðan þá eigi koma fram á móti? Og hverjir munu bera hana helst fram? Ætli það verði eigi þeir, sem berjast með hnúum og hnef- um fyrir launabitlingum til embættism.?

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.