Þjóðólfur - 16.11.1888, Side 4
íjlil nnlii Jörð nálægt Reykjayík. jörð-
111 DUlll inni fylgir tún nær alsljett með grjót-
garði umhverfis, stór kálgarður, 2 allstór íbúðar-
hús úr steini, alinnrjettuð með ofnum og eldavjel,
og kjallari undir öðru íbúðarhúsinu öllu, tvö stór
og góð geymslubús, fjós úr steini, ágæt lending
og góð og yfirfljótanleg vergögn. Lysthafendur
snúi sjer til ritstjóra Þjóðólfs. 519
Fundist hefur í haust forsiglaður böggull með
kvennsjali innan í á hinni svo kölluðu Kambs-
heiði í Holtamannahreppi. Og getur rjettur eig-
andi vitjað Jiess til undirskrifaðs, en horga verður
hann auglýsingu Jiessa.
Kálfholti, 3. nóv. 1888.
Bjarni Bjarnason. 520
Kostnaöarlítill höfðingsskapr
Og
Hagsýn konungsliollusta.
„Vér eplin með“ sögðu hrossa-
taðskögglamir.
„Eg skal ekki einungis uppljóma hjá mér sem
unt er, heldr einnig með ánœgju gefa þeim, sem
ekki geta lceypt það sjálfir, nokkurpund af stearin-
Ijðsum1 til að uppljóma með bœinn þetta hátíðis-
kvöld“ auglýsti öðlingrinn "'W algarðr í „Þjóð-
61fi“ í gær.
Ég vísaði til hans örsnauðum manni (heimilis-
föður), sem mæltist til að fá „dulitla dás“ í glugg-
ann sinn; gróssérinn spurði snúðugt: „hvar búið
1) Á liklega að vera sama sem „kerti“ (á íslenzku).
þér?“ „í Hliðarhúsunum“ svaraði maðrinn. „Það
tekr sig ekki út að illúmínera jiar út við stiginn,
soleiðis í útkantinum á bænum“, sagði gróssérinn.
Pátæklingrinn fór synjandi frá öðlingnum. Það
er ekki vert að hafa fyrir að bera á móti því, herra
grósséri, því að það var svo til stilt, að vitni vóru j
við.
Annar heimilisfaðir, mjög efnalítill, sem kemst
af fyrir sig með stakri sparsemi, en hefir ekki ráð •
á neinum óþarfa, fór og að tilvísun minni til hr.
~\/\/ algarðs, til að vita, hvað mörgum kertum
hann gæti átt von á til „þessa hátíðiskvelds";
maðrinn er lagtækr, og mun hafa ætlað að fara
að laga til tré í gluggana, til að setja kertin í,
svo alt væri tilbúið í tæka tíð. Hann fékk þær
viðtökur, að gróssérinn flýði úr búðinni (hann hafði
gert það alt af er á leið í gær, er hann sá fátæka
húsráðendr nálgast), en þjónar hans sögðu, að hann j
„Breiðfjörð“ hefði sagt, að þeir sem kerti vildu j
fá ókeypis yrðu að koma með vottorð frá bæjar- j
fógeta eða fátækranefnd um, að þeir væru „öreig- !
ar“ eða „þurfamenn".
Þriðji húsfaðir fór og að tilvísun minnitil herra
Walgarðs; sá var bláfátækr öreigi; hann var í
sama erindi, og fór fýlu-ferð líka.
Skilyrðin fyrir, að herra Walg. standi við boð
sitt, eru því: 1. að maðrinn búi í miðbænum; 2.
að hann sé „þurfamaðr“. Nú hveit hvert manns-
barn í Keykjavík, að enginn heimilisfaðir í mið-
bænum er þurfamaðr — og svo þarf herra Wal-
garðr engu kerti að spandéra. — Kostnaðarlítill
höfðingsskapr það!
Hinsvegar hefi ég grenslazt eftir verði á sterain- í
kertum í gær í öllum búðum hér: þau kosta 60 a.
pd. (víst í 3 búðum), 65 au., 70 au., og 80 au. dfjrast, 1
nema hjá hr. grósséra Walgarði; þar kostar pd.
95 au. (nýuppsett heyrði ég i gær), þ. e. 15. au.
meira en þau eru dýrast seld annars, og yfir
50% meira en má fá þau í verzlunum í sömu götu.
Hagsýn er konungshollustan!
,0/u ’88
521 Jón Ólafsson.
er ekki
ols.ta
nema á hverjum pakka standi eptirfylgjandi ein-
kenni:
MANUFACTURED EXPRESSLY
by
J. LJCHTIsMCER
jr^ Copenhagen.
SJ 522
Steinbær með hjalli, kálgarði og anuari lóð,
fæst til kaups eða leigu á næstkomandi kross-
messu. Olafur Rósenkranz vísar á seljanda, 523
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Þorleifur Jónsson, cand. phil:
Skrifstofa: í Bankastræti nr. 3.
Prentsm. Sigf. Eymundssonar.
186
fór síðan til fröken Jackson, til þess að blíðka hana,
en svo var hún reið, að Lísa fjekk hana varla til að
ljúka upp dyrunum fyrir sjer og hlýða á afsakanir sín-
ar. Lísa kvaðst hafa skammast sín fyrir að láta gest-
ina sjá, hve dökk hún væri í andliti; liún dirfðist ekki
að spyrja, hvort hún fyrirgæfi sjer þetta — hún væri
sannfærð um, að sín kæra, góða fröken Jackson mundi
gjöra það, o. s. frv., o. s. frv.
Fröken Jackson var ánægð yfir því, að Lísa hafði
ekki ætlað að gera hana hlægilega, sættist heilum sátt-
um við Lísu, kyssti hana og gaf henni sem merki um
fullkomnar sættir dálítið glas með enskum andlitsliti;
Lísa tók við glasinu og — eptir þyí sem henni fórust
orð — þakkaði henni innilega fyrir það.
Lesarinn mun geta því nærri, að Lísa flýtti sjer
morguninn eptir út í skóginn, til að finna Alexis.
„Þú heimsóttir í gær Gregor Ivanóvitsch", sagði
hún undir eins við Alexis; „hvernig leist þjer á hina
ungu dóttur hans?“
Alexis sagðist ekkert hafa tekið eptir henni.
„Það var slærnt".
„Hvers vegna?“
„Af því, að mig langaði til að vita, hvort það er
satt, sem sagt er“.
„Hvað er það?“
187
„Er það satt, að jeg sje lík henni?“
„Hvaða ógnarleg vitleysa! I samanburði við þig
er hún sannkölluð fuglahræða“.
„Æ, herra minn, það er synd að tala svona; hún
er svo ljós yfirlitum og er svo fagurlega klædd. Hvern-
ig er hægt að bera okkur saman ?“
Alexis sór, að Lísa væri fegri en allar bjarthærð-
ar stúlkur til samans, og til þess að sannfæra hana um,
að það væri alvara hans, tók hann að lýsa aðalsmanns-
dótturinni svo hlægilega, að Lisa gat ekki annað en
skellihlegið.
„En“, sagði hún andvarpandi, „þó að hún kunni
að vera smekklaus, þá er jeg þó í samanburði við hana
ekki annað en alveg ómenntaður fáráðlingur".
„Ó“, sagði Alexis, „hvaða ógæfa er það! Ef þú vilt,
skal jeg kenna þjer að lesa“.
„Já, það vildi jeg gjarnan, hvers vegna skyldi jeg
ekki reyna það?“ sagði Lísa.
„Það var fallega sagt, elskan mín! Við skulum
þá byrja undir eins“.
Þau settust niður. Alexis tók upp úr vasa sínum
vasabók og blýant og Akúlína lærði stafrofið undrunar-
lega fljótt. Alexis gat ekki nógsamlega dáðst að því,
hve skilningsgóð hún var. Næsta morgun vildi hún
fara að læra að skrifa. í fyrstunni átti hún bágt með