Þjóðólfur


Þjóðólfur - 01.02.1889, Qupperneq 1

Þjóðólfur - 01.02.1889, Qupperneq 1
Kemur út á föetudagB- morgna. Verö árg. (60 arka) 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15. júli. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn skrifleg, bund- ín yið áramót, ógild nema komi til litgefanda fyr- ir 1. október. XLI. árg. Reykjavík fiistudaginn 1. febr. 1889. Búseta fastakaupmanna. Þetta mál verður vafalaust tekið fyr- ir á næsta alþingi, og þvi er áríðandi, að menn hugsi það þangað til. En til þess, að menn hafi eitthvað víst til að ræða um, höfum vjer þegar komið fram með frumvarp til laga um búsetu fasta- kaupmanna; með þvi verður bæði kom- ist hjá misskilningi, og mótstöðumönn- unum, ef þeir annars eru nokkrir hjer á landi, gefst með því kostur á að koma fram með ákveðin mótmæli gegn málinu. Árið 1787 var til ætlast, að kaupmenn yrðu búsettir hjer á landi, þar sem versl- un þeirra er. Tilskipunin um fríhöndl- unina þekkti ekki „faktora verslunina“, en það er einmitt hún, sem er aðalmein- ið. Það er ekki betra, að „faktor“ og kaupmaður í útlöndum lifi á verslaninni, en einn sjálfstæður kaupmaður; en það er faktoraverslunin, sem er til fyrirstöðu, að kaupmenn sjeu sjálfstæðir á hverjum stað; í þessu efni getum vjer stutt oss við lög og venjur hjá öðrum þjóðum, sem geta verið oss fyrirmynd í verslun. Til þess að eigi verði farið í kring um lögin, er beinlínis ákveðið í 1. gr., að menn megi hvergi hafa búsetu annars staðar, en þar sem verslunin er. í 2. gr. er kaupmönnum, sem eiga verslanir hjer á landi, er lögin fá gildi, leyft að hafa verslanir sínar á sama hátt og að undanförnu. Þetta er bæði samkvæmt lagafrumvarpi á alþingi 1877; auk þess er það sjálfsögð sanngirni, enda er það og oigi mest um vert, að fá verslaninni þegar 1 stað breytt, heldur að breyting- in komist a smatt og smátt. Hæg og róleg framför í þessu efni er það, sem ^est er undir komið. Lögin eiga sam- B. gr. að komast í gildi 1. júní 1892, þ4 eru liðixi 100 ár frá því, að hin slæmu lög frá 1. júní 1792 komu út, enda er það gott fyrir þing og stjórn að hafa nokkurn frest til þess, að menn geti hugleitt það rækilega, á hvern hátt best sje að efla samgöngur og annað, sem innlendri verslun megi vera til stuðnings, eins og t. a. m. lög um toll- greiðslu o. s. trv. Frumyarp tll lag-aum búsetu fastakaupmanna. 1. gr. Enginn má stofna nje reka fasta versl- un hjer á landi, nema hann sje búsettur, þar sem verslunin er, og hvergi annars staðar. Útlendingar, sem ekki eru þegn- ar Danakonungs, skulu auk þess setja landshöfðingjanum hæfilegt veð fyrir 3 ára gjöldum og álögum hjer á landi. 2. gr. Kaupmenn þeir, sem eiga fastar versl- anir hjer á landi, er lögin komast í gildi, en eru bfisettir á öðrum stað en versl- unin er, skulu þó mega reka slíkar versl- anir, meðan þeir eiga þær, á þann hátt, sem lög hafa hingað til leyft. 3. gr. Sá, sem gjörir sig sekan í broti eða yfirhylmingu gegn lögum þessum, skal sæta B0—6000 króna sektum, er renna í landssjóð. 4. gr. Með mál út af brotum gegn lögum þessum skal farið sem opinber lögreglu- mál. 5. gr. Lög þessi komast í gildi 1. júní 1892, og eru þá úr gildi felldar ákvarðanir í opnu brjefi 1. júní 1792 og öðrum laga- boðum, sem koma í bága við þessi lög. Kosning til alþingis í Norður-Múlasýslu. ■a/V"Vv-W"<vJV Það vita allir, hver er orsökin til þess, að kosning til alþingis á að fara fram í Norður-Múlasýslu. Það er afleiðing af þings'etubanni stjórnarinnar. Fyrsta af- leiðingin var, að alþingismaður Norður- Múlasýslu, sýslumaður Einar Thorlacius, gat ekki mætt á alþingi 1887; þannig varð bann stjórnarinnar fyrst og fremst til þess, að svipta þingið einum þing- Nr. 6. manninum, og nú á að fara að kjósa þingmann í stað hans. Það vildi svo óheppilega til, að það var einmitt i Norður-Múlasýslu, þar sem ólöglærður maður var settur til að prófa sakamál og að dæma bæði það og vanda- samt einkamál, en stjórnin hefur litlar mætur á samkvæmninni, eins og hefur verið minnst á áður, og heldur því fast við þingsetubannið. Það þarf eigi að efast um, að sýslu- búar kjósi mann, sem fylgir stjórnarskrár- málinu örugglega fram. Það þarf nú á tímum örugga og ein- arða menn á þing, og góða menn. Það er fyrir þjóðina afaráríðandi, að hafa þetta fyrir augum. Það er meira varið í það fyrir þing og þjóð, en nokkuð annað, að mótstöðumennirnir verði að beygja sig fyrir þingmanninum, sem góðum dreng, og geti eigi fundið neinn blett á honum. G-ustaf Vasa, Svíakonungur, var hið mesta mikilmenni og ágætismaður; hann kenndi sonum sínum mörg heilræði og sagði þeim meðal annars: „Hafið dugandi menn um yður og hreina i lifernishátt- um“. Þetta heilræði á þjóðin að taka sjer til eptirbreytni. Þegar hún velur menn, á hún að velja valmenni. --*=>>e»oo-<o- Öreigatíund. Þegar talað er um tíund af lausafje, verða menn að greina sundur skiptití- und eða skiptingartiund og öreigatíund, sem einnig er kölluð fátækratíund eða þurfamannatíund. Skiptitíund er af fimm hundruðum eða meir, og er henni skipt, en öreigatíundin fellur að eins í einn stað. Eins og nafnið bendir á, skal tí- und þessi hverfa til fátækra, en þó er það ákveðið í hinum fornu tiundarlög- um i Grágás, að biskup mætti leggja hana til kirkna. „Avll tiund su er minne er en sciptingar tiund. þa scal hon huerfa með þurfa manna tiund a havst nema byscop vili hana einkum til kirkna lata leGÍa“ (Staðarhólsbók bls. 60 sbr. Konungsbók n., bls.214),—og sams

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.