Þjóðólfur - 26.04.1889, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 26.04.1889, Blaðsíða 4
72 prestakalli, til að leita leyfis landshöfðingja til, að sjera Einar Jónsson, sem hefur fengið veitingu fyr- j ir Kirkjubæ í Hróarstungu, fái að sitja kyrr á Mikla- bæ, en þetta fjekkst eigi, með því að slíkt leyfi væri í sjálfu sjer ný veiting á brauðinu, sem eigi væri heimild til eptir prestkosningarlögunum. Tíðarfar gott fyrir norðan, hey nóg og skepnu- höld góð. Engin kaupskip komin á Skagafirði eða við Húnaflóa, er maður þessi fór að norðan. Suður-Múlasýslu (sunnan til), 27. mars........ „Hjeðan er fátt að skrifa, er tíðindum sætir, þvi enn er ekki sjeð út fyrir, hvernig mönnum reiðir af með gripi sína, sem er nú því miður fyrir mörg- um hjer í syðri hluta Suður-Múlasýslu á hangandi hári, þar eð flestir eru hjer mjög heytæpir og sum- ir nær heylausir, en víðast hvar alveg haglaust, gólfgengi yflr allt sökum tíðra spilliblota, er hver á fætur öðrum hafa komið siðan um þrettánda; heyföng manna voru með minnsta móti undan sumr- inu, og hagbannir hafa ómunalega lengi haldist hjer og jafnvel helst þar, sem útigangur hefur ver- ið álitinn óbrigðull. Hið voðalegasta er, að allir i búendur eru svo jafnir því nær ineð heyskort, að enginn getur öðrum hjálpað, en fari nú að koma hagstæður bati hláka eða hlýir sólskinsdagar, þá kemur fijótt upp jörð, og þá vona jeg að enginn fjárfellir verði eða að minnsta kosti lítill. Þó hag- leysur hafi verið, hefur veðrátta verið frostvæg og veðurhæg og hefur það talsvert bætt úr skák sumstað- ar með að geta notað sáralitlar snapir. Korn hafa menn mikið brúkað handa gripum og brúka með- an hrekkur, en það er nú á þrotum á Djúpavogi, en daglega þangað von á vöruskipi. — Aflalaust hefur verið hjer eystra, nema i fjörðunum hjer norð- ! austur undan hefur aflast dálítið af síld og lítið eitt af fiski í Norðfirði. Yið hafís hefur enn ekki orðið vart hjer, enda væri óskandi, að sá óþokka- gestur heimsækti ekki Múlasýslur 9. árið í röð, því nóg hefur Norður- og Austurland fengið að kenna á honum að undanfórnu. Engir málsmetandi menn hafa dáið hjer nýlega og yflr höfuð, eins og menn segja, ósjúkt og mannheilt, nema ungur maður og efnilegur i Hamarseli i Hálsþinghá, Finnur að nafni, dó voveiflega á síðasta Þorradag; hann var við fje og var með bissu og hafði skot úr bissunni lent í gegn um hann, svo hann fannst örendur þar, sem það slys hafði viljað til“ *. *) í 14. tbl. Þjóðólfs þ. á., þar sem getið er um þetta slys, var farið eptir ífrjettum, sem þá bár- ust um það, en það, sem hjer segir, er áreiðanlega rjett. Ritstj. Slæni liótun. Herra minn! jeg hef beðið yður að lána mjer 20 kr. og frá þessu haflð þjer svo sagt ýmsum mönnum. Jeg verð að segja yður: Þetta er ekki drengilegt. Hjeðan af skal jeg aldr- ei f'ramar biðja yður um að lána mjer peninga!" Auglýsingar. í samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast,; meö ööru letri eða setning, 1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar. Borgun út i hönd. Haandgjerningsbog for Ungdommen óskast til kaups. Ritstj. vísar á. 136 Vátryggmgarfjélaqið,, Commercial „Un- ion“ télmr í ábyrgð fyrir eldsvoða hús, alls lconar innanhússmuni vörubirgðir, o. fi. o. fl. fyrir lægsta ábyrgðargjald. TJm- boðsmaður í Reyhjavík er Sighvatur lijarna- son banhabohháldari. 137 Frímerki. Islensk frímerki eru keypt fyrir hátt verð og peninga út í hönd, eða í skiptum fyrir útlend frí- merki, ef þess er óskað. Brjef með tilboðum og frímerkjum sendist til F. Seith, Admiralgade 9. Kjöbenhiivn K. 138 Hjítið brúkaðnr barnavagn er til sölu. Ritstj. visar á seljandann. 140 Sendið mjer svo fijótt, sem unnt er ;— — af bitter yðar, Brama-lífs-elexír, — jeg ætla að brúka hann. Kristjaníu. H. J. Sannes, læknir. Einkenni á vorum eina egta Brama-líJ's-elixír eru firmamerki vor á glasinu og á merkiskildin- um á miðanum sjest blátt ljón og gullhani, og innsigli vort MB & L í grænu lakki er á tappan- um. Mansfeld-Búllner & Lassen, sem einir baa til hinn verðlaunaða Brama-lifs-elixir. Kaupmannaliöfn. Vinnustofa: Rörregade iVo. 6. 139 Eigandi og ábyrgðarmaður: Þorlelfur Júnsson, cand. phil. Skrifstofa: í Bankastræti nr. 3. Prentsm. Sigf. Kymundssonar. 70 V. kapítnli. Bólusött. — Mannætur. — Tippu-Tip. — Dvergur. — Bardagi. — Leggja lífið í sölurnar. — Skilnaður við Tippu-Tip. Við Taiiganikavatnið er fjölbyggt mjög. Tók Stan- ley sjer stöðvar i bæ. sem heitir Udschidschi; þar er versiuu alimikil. Arabar flytja þaugað perlur og dúka, en fá aptur afrakstur Mið-Afríku. Þar er einnig þræla- sala; ungur þræll kostar um 20 álnir af ljerepti. en ung ambátt um 120 álnir. fiessir þrælar eru veniulega herteknir menn og mun síðar koma sýnishorn af þeirri eymd og hörmungum, sem þetta hefur í för með sjer. Þegar Stanley fann Livingstone 1871, fór hann með honum um norðurhlutann af Tanganikavatninu. Nú ljet hann setja „Lady Alice“ saman og fjekk lánaðan bát að auki; síðan fór hann um suðurhluta vatnsins og fann, að vatnið hefur ekkert afrennsli, heldur renna ár í það. í þessari ferð var hann um sjö vikur (frá 11. júní til 31. júlí 1876). Þegar hann kom aptur til Udschidschi geisaði þar hólusótt, svo að hann vildi leggja sem fyrst af stað lengra vestur, en hann varð þó veikur af sóttveiki, svo að hann gat eigi lagt af stað fyrr en seint í ágúst. Það, sem Stanley átti nú fyrir höndum, var svo ægilegt, sem mest mátti verða. Livingstone hafði komist dálítið vestur fyrir Tang- 71 anikavatnið, en orðið frá að hverfa, ogsama hafði ensk- ur landkönnunarmaður, að nafni Cameron, orðið að gjöra er haim fcrðaðist um Mið-Afríku á árunum 1873—75. Hið mikla svæði frá Tanganikavatni til Atlantsliafsins var livítt á landabrtefum; þetta svæði vildi Stanley íylla með ám. vötnum, bæjum og fjöllum. En þetta fyrirtæki var ógurlegt. Frá Tangaiukavatni er bein stefna til Atlantshafsins, nærri 300 mílur, eða eins langt og frá íslandi og suður til Frakklands, en með krók- um mátti búast við leiðinni lielmingi lengri, enda var leið sú, er Stanley átti fyrir höndum, lengri en írá ís- landi og suður til Rómaborgar. Þar að auki sögðu menn að Svertingjaþjóðflokkarn- ir, nokkru fyrir vestan Tanganíka, væru hinir verstu við- ureignar, mannætur 0. s. frv.— Þjúðflokkarnir sumir í Man- yemalandi höfðu verið svo grimmir, er Livingstone ferðað- istþarum, að þcir reyndu hvað eptir annað til að myrða hann, og fóru fyrst að hafa sig hæga, er hann skipaði mönnum sínum : „Skjótið á þá. Þetta eru djöílar, en ekki menn!“ Vegurinn var þar að auki ákaflega tor- sóttur, einkum svo þjettir skógar, að varla var hægt að komast gegn um þá. Þegar Stanley lagði af stað voru 38 af mönnum hans stroknir, svo að nú hafði hann ekki eptir nema 170 manns, og margir þeirra voru eigi áreiðanlegir.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.