Þjóðólfur - 03.05.1889, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 03.05.1889, Blaðsíða 1
Kemur út 6, í'östudags- morgna Verö á-rg. (60 arka) 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15. júli. ÞJOÐOLFUR. Oppsögn skrifleg, bund- in við áramót, ógild nema komi til útgefanda fyr- ir 1. október. XLI. árg. Royk,jayík fiistudaginn 3. maí 1889. Xr. 20. Depot o" Eneforhandler for Island söges for vore Fabrikater: Soda & Seltersvand Medicinslce Mineralvande Specialiteter i Mousserende Frugt og Vin- limonader, Svensk Sodav. og Afholden- liedsdriklce. Skriftlig Henvendelse besvares og nær- mere meddeles. S0DRING & Co. Kgl. privil. Mineralvandsfabrik og Brondanstalt. Kjnbenhavn 0. 148 Jeg fylgi meö. Þess vegna les jeg æfcíð „Þjóðólf“ með afchygli. Sjálfur er jeg ekki neinn þjóð- málagarpur, sem hafi gjört mjer glögga hugmynd um, hvert mál áður en blöðin taka það til umræðu; þess vegna þarf jeg að hugleiða hverja grein um leið og jeg les hana, og ræða fram og aptur um hana við granna mína. Þannig verða minar skoðanir í pólitiskum efnum ef til vill ekki þær bestu, en hins vegar efalaust bergmál þjóðviljans í minni sveit. I. Iíúseta kaupmanna er það mál, sem einna mest vakti athygli mitt og granna minna. Við erum hrifnir, það er eins og glímuskjálpti á okkur, þegar við hugsum til þessa ináls og þess striðs, sem það muni verða að heyja i sumar. Það er undur, að því skuli eigi hafa verið hreyft alvarlega undanfarin þing*, en því seinna, sem málið kemur fram og kröfur tímans eru orðnar sterkari, því meiri vissa ætti að vera fyrir, að fá þessu framgengt. Vjer bændur treysfcum svo vel fulltrú- um vorum á þingi, að enginn einasti þeirra gangi úr leik. „En stjórnin neit- ar slíkum lögum undir eins“, er hver- vetna viðkvæðið ; menn eru orðnir, eins og vonlegfc er, svo tortryggnir gegn þeim, er æðst hata völdin. En þó vona jeg, að hjer sje um astæðulausa tortryggni að ræða, þvi stjornin segir, þegar hún neitar um stjórnarskrárbreytingu, að hún vilji þrátt fyrir slika synjun, láfca oss fá það, sem vjer eigi megum án vera til Þessu viðvikjandi vísum vjer til aðsendrar grein- ar síðar í blaðinu. Ritstj. sannra þjóðþrifa. Og skammsýn, já jafn- vel eineygð stjórn ætti þó að sjá, að bú- seta kaupmanna er lífsskilyrði sannra þjóðþrifa. Verslnnin eins og hún er og sveitastj'ornin eins og hún er, þetta eru þau átumein þjóðarinnar, sem dýpstum og skaðlegustum rótum skjóta um sig í þjóðlíkamanum af öllum hans meinum og kaunum. Hvað viðvíkur frumvarpinu í 6. blaði „Þjóðólfs" þ. á., þá er jeg og grannar mínir því eigi samdóma um, að sanngirni heimti, að þeir kaupmenn sjeu undan þegnir, sem nú hafa verslun hjer, en sitja þó erlendis. Hverjar greinar liggja til þessa dræmings ? Er innlendi gjaldandinn spurður að, þó lagður sje á hann nýr tollur eða nýtt gjald, þegar nauðsyn og velferð þjóðarinnar heimtar? Nei, hann er ekki spurður, eins og rjett er. Nú heimtar nauðsyn og velferð þjóð- arinnar. að öll faktoraverslun hjer á landi hætti strax. Burt með hana! Hún er þjóðaróþrif, sem þyrfti helst að læknast með niðurskurði eins og fjárkláðinn. 3. gr. frv. strykist út. II. Minnst hef jeg og grannar mínir á afnám vistarskyldunnar, en vjer vitum ekki hvað segja skal. Það er með öðr- um orðum: Þjóðviljinn í minni sveit er ekki fæddur í þessu máli. Svo mikið sjáum vjer þó allir, að hjúahaldið er í mesta ólagi, bæði skoðað frá sjónarmiði húsbænda og hjúa. Órækust sönnun þess, er það, að flestir imsbændur kvarta yfir hjúahaldinu og segja, að það sje það leið- inlegasta við búskapinn, og það sem gjöri hann nær óþolaudi, það sje hjúa- haldið. Enda er optasfc, að þeir blómg- ast best í efnalegu tilliti. sem hafa fæst vinnufólkið, án þess þó, að örbirgð knýi þá til þess. Hins vegar kvarta hjúin undan kostum sínum og karlmennirnir reyna að skjóta sjer með ýmsum ráðum ! ef þeir mögulega geta, undan vistar- skyldunni. Kvennfólkið þegir og stynur. j Hjer sjer hver maður, að eitthvað mik- ið ólag er á. En er það ekki hins veg- ar viðurhluta mikið stig, að leysa vist- arbandið allt í einu? Er ekki hægt að stiga drjúgt stig í áttina fyrst? Þótt vistarband sje leyst, eru litlar lík- ur til, að hagur kvenna geti breytst að nokkrum mun; því þótt það jafnvel fengi meira kaup að sumrinu, en kaupa- konur nú fá vanalega, sem engar líkur eru þó til, heldur hið gagnstæða — þá yrðu þær sjer svo þungur ómagi að vetr- inum, vegna þess þær geta ekkert unn- ið, sem gefi neitfc af sjer, að allur þorri kvenna mundi fyrst um sinn hafa hel- beran skaða af lausamennsku. Karlmenn- irnir mundu timunum saman verðaí upp- gerðarferðalögum, sem að eins almenn greiðasala kynni að draga úr. Þeir mundu að visu optast vinna sjer meira inn yfir árið en i ársvist, en hitt erefa- samt, hve drjúgt þeim yrði fje sitt með- an engir sveitasparisjóðir eru til. Það er varlega farandi í þetta mál. Yarlega, varlega, varlega! III. Á tollunum klifar þjóðviljinn. Hækkaðan toll á tóbaki og vínföngum vilja allir hjer, úr því sem ráða er, en aðflutningsbann þykir ólánlega sköpuð fluga, sem allir fussa við. Ofrembingur, ofstæki! Það er kaffitollurinn, sem þjóð- viljinn einkum klofnar á, en vegna þess, að allir búast við, að nú hljóti þingið þó að taka til hans, þá er það ósk og j þrá vor sveitamannanna, að hann verði, | ef hann á að koma, svo hár, að kaffi ! verði framvegis alls ekki keypt, að minnsta kosti til sveita; 50—75 aurar á pundið, : er hinn minnsti tollur, sem vjer gjör- um oss ánægða með, ef hann annars verð- j ur nokkur. Aðflutt smjör væri synd og j skömm að láta ótollað, þegar komnir væru j háir tollar á svo margt annað. Gleym- ið ekki tollinum á óekta smjöri. Sveitarvilji. * * * A thugasemdir. I. Búseta fastakaupmanna. Hyggi- J legast mun vera að halda því máli í j sama horfinu, sem alþing hefur áður gjört, og lofa þeim að vera undanþegna biisetunni, sem eiga fasta verslanir hjer á landi, er lögin komast i gildi, en eru búsettir á öðrum stað, en verslunin. Þeir eru flestir orðnir svo rótgrónir í Khöfii, að þeir mundu kunna illa við að þurfa að setjast hjer að, svo að það kynni að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.