Þjóðólfur - 21.06.1889, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 21.06.1889, Blaðsíða 3
107 Ný stjórnarfruuivörp: 18. Um löggæslusamþykktir fyrir kaup- staði. 19. Um að bannaðar sjeu fiskiveiðar með botnvörpum. 20. Um bann gegn eptirstæling peninga og peningaseðla o. fl. 21. Um heimild til að selja jörðina Á i Kleifahreppi. Mannalát. 18. þ. m. andaðist upp- gjafaprestur Magnús Jónsson, síðast prest- ur á G-renjaðarstað. Hinn 18. maí andaðist að Goðdöium Sigriður Stefánsdóttir, ekkja Gruðjóns Hálfdánarsonar, er síðast var prestur að Saurbæ i Eyjafirði, móðir sjera Hálfdáns Guðjónssonar í Goðdölum. Húnavatnssýslu, 14. jiiní........,Hjeð- an er fátt frjettnæmt um þessar mund- ir. Tíðarfarið hefur verið ágætt hjer í vor eins og alls staðar anuars staðar norðanlands. Heyfyrningar talsverðar hjá íiestum eptir veturinn og skepnuhöld með langbesta móti, og svo mikið leifir víðast í ám, að mjólka verður af til þess, að þær skemmist eigi. — Nýlega hefur Sigurður Sæmundsson haldið hrossa- markaði hjer í sýslunni og keypt hross fyrir Zöllner & Co. í Newcastle á Eng- landi. Hrossin geyma seljendur fyrst um sinn, þangað til skip kemur að sækja þau. Yerðið á hrossunum var kring um 50 kr. fyrir flest. — Nokkrir menn aust- an til í sýslunni hafa pantað vörur hjá Slimon, eins og að undanförnu. Að öðru leyti er hjer lítið gert til að bæta versl- unina, og ekkert varð úr samtökunum um verslun við kaupmenn, sem stofnað var til hjer í sýslunni seint í vetur, enda gengu þau samtök naumast í rjetta stefnu. — Menn vonast hjer eptir góðu grasári í sumar, og er útlit fyrir, að margt kaupa- fólk fái atvinnu norðanlands í sumar, ef það býðst með góðum kostum. — Það má telja víst, að sláttur byrji með fýrsta móti, og ætti því kaupafólk að koma snemma. — Ágætur afli er nýlega kom- inn úti í Nesjum á Skaga. — Um 40 Ameríkufarar fóru hjeðan úr sýslunni með Thyru af Skagaströnd 6. þ. m., en yfir höfuð er Ameríkuhugur minni hjer nú, en undanfarin ár“. Grænlandsför Friöþjófs Nansens. (Framh.). Loks, kveldið 15. ágúst, lögðu þeir upp á jökla. Bátana skildu þeir eptir i klettarifu á hvolfi, og undir þeim púður og högl til nota, ef þeir skyldu verða að hverfa aptur. „Blikkhox" með ferðasögu í skildu þeir líka eptir. Nansen óskaði sjer mikils kulda, svo snjórinn yrði harðfreðinn, en þeir fengu meiri kulda, en þeir óskuðu. Ef heiðingjar hafa ekki tekið þetta, þá er það þar enn, og ganga vist margar tröllasögur um þá Nansen í Austur- byggðinni. Allan farangur fluttu þeir á 5 sleðum. Sverdrup og Nansen drógu hinn þyngsta, en hinir sinn hver. Matar forðinn var: þurrkað nauta- kjöt og riklingur, kjöt-„hiscuit“ (kökur), harðar kökur (knækkebröd), hafra-„keks“, lifrapilsa, bauna- pilsa, smjör, misuostur, „súkkulade“, te, kaffiseyði, sykur, mjólkurþykkna, kjötmauk, þarfakál. Enginn dropi af brennivini og tóbak ekki meira en svo, að þeir gátu reykt eina pípu á hverjum sunnudegi. Til að sjóða með snjó notuðu þeir „sprit“ og suðu- vjel. Skíði, snjóskór, skíðastafir, ísaxir, reipi, tvær bissur, skotfæri, snjógleraugu, hnífar, 2 bollar úr blikki, verkfæri til að mæla lopthæð, hita o. s. frv., ljósmyndavjel, tjald, tvo svefnpoka. Meira en 200 pund voru á hverjum hinna ljettari sleða. Framan af gengu þeir um nóttina, þvi þá var færðin betri vegna þýðu á daginn, en svo gengu þeir á dag- inn vegna kuldans. Miklar jökulsprungur voru yfir að fára og duttu sumir þeirra upp undir handlegg ofan í snjóbrýrnar yfir þeim, en björguðu sjer með því, að smella stöfuuuin flötum. í tvo daga mun- aði þeim þó upp i móti væri. Svo kom kellirign- ing og rok, sem kyrsetti þá i þrjú dægur. Vatns- lausir urðu þeir daginn eptir að þeir lögðu af stað og drukku alla leið snjó bræddan i suðuvjeliuni og í blikkflöskum, sem þeir báru inni á brjóstinu. Svo þyrstir voru þeir, að þeir löptu vatnið eins og hund- ar, þegar þeir komu að vatnspolli á vesturströndinni. (Niðurl.). ---oW=>Oö-<o--- 104 mun, munu uppskera fyrir það aðdáun og virðingu heims- ins“. * * * Hawkins andvarpandi: „Er það ekki meira?“ Dixon : „Nei! Finnst yður ekki þetta vera nóg?“ Hawkins: „Það er voðalegt! Að hugsa sjer, að sonur minn er kvæntur línudansmey!“ Dixon: „Og dóttir mín gipt Ieikara!“ Hawkins: „Hvað ætlið þjer að gjöra? Gjöra þau arflaus, skilja þau, reka þau burtu?“ Dixon : „Nei, alls ekki. Jeg ætla að fara eptir ráðum Heralds. En þessir lilaðamenn! Frjettaritar- inn er líklega í vitorði með börnum okkar. Hvað ætlið þjer að gjöra? Allir halda, að við sjeum börnum okk- ar samþykkir og skoða okkur sem hetjur. í stuttu máli: Jeg læt við svo búið standa og fæst ekki umþað“. Hawkins: „Þá verð jeg líklega að gjöra það sama, ef línudansmærin er nokkurn veginn bærileg11. 101 hvað hann gerir. Pað er ákaflega mikið varið í liann. Aðrir eru að slæpast í leikhúsum, sýningarstöðum o. s. frv., en það gerir liann ekki. Hann fleygir aldrei pen- ingum út fyrir slíkt og þvílikt. Jcg var langtum verri, þegar jeg var ungur. Hann er hyggnari, settari og skynsamari. Hann hefur litið dóttur yðar ástaraugum, hefur sannfært hana og hún hefur náttúrlega ekki get- að staðist það. Eigum við ekki að óska bvor öðrum til hamingju. Börn okkar eru gipt“. Dixon: „Það er merkilegt, hversu jeg hef reiknað dóttur mina skakkt. út. Jeg hefði aldrci trúað, að hún mundi láta undan. Hún lætur aldrei undan. Og hefði hún í raun og veru haft ást á leikaramim, eins og þjer minntust á, hefði jeg orðið að láta undan. En það hef- ur allt farið betur, guði sje lof“. Úti á götunni kallar blaðadrengurinn og býður morgunblöðin til sölu. Hawkins lýkur upp glugga og segir við drenginn: „Heyrðu, drengur minn, láttu mig fá Herald. Hvaða blað viljið þjer, Dixon?“—„Tim,- es“.—„Gott. og vel, láttu mig líka bafa Times. Þarna hefurðu peningana!“ Dixon: „Jæja, vinur minn, þjer getið þá verið við- búinn, að sjá í blöðunum grein um flóttann eptir svo sem hálfsmánaðartíma11. Hawkins: „Jeg hlakka til þess“.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.