Þjóðólfur - 05.07.1889, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 05.07.1889, Blaðsíða 2
118 sem neyddu Napoleon til að leggja nið- ur völdin. A dögum Loðvíks 18. og Karls 10. sat hann í efri deild þingsins : og varð þá fyrir mörgum bituryrðum frá hinum frjálslyndu þingmönnum fyr- ir hringsnúning sinn. Þetta hviklyndi hefur jafnvel komið fram í ritum hans. í fyrstu útgáfunni af riti sínu: „Expos- ition du systéme de monde“ (skýring á skipun heimsins), lofar hann visindin, sem það æðsta vald, er hefði sundrað þeim villum, sem komnar væru af fá- fræði um samband vort við náttúruna og endar þannig: „Sannleikur, rjettlæti, það er hinn óumbreytanlegi grundvöll- ur [skipulagsins í mannfjelaginu]. Sú hættulega setning er fjarri oss, að það sje stundum gagnlegt að svíkja og und- iroka menn, til þess að tryggja farsæld þeirra þeim mun betur“. En í 6. út- gáfunni (1824) strykaði herramaðurinn Laplace út þessi mótmæli gegn hinni al- mennu frumvörn kúgunarinnar og hins andlega niðurdreps og setti í staðinn al- mennt orðagjálfur um gagnið, sem sigl- ingalist og landafræði hefðu haft af rann- sóknum í stjörnufræði. Það var 1824 eigi hyggilegt, að vera allt of einlægur vinur frelsis og fróðleiks“. (Tilskueren L, bls. 636—637). Menn sjá af þessu, að stjórnmálin eru hættuleg fyrir drenglyndið, en menn sjá einnig af þessu, að þess er getið, sem gjört er, og að sögunnar dómi verður hver að lúta, og sá dómur stendur eins og segir í Hávamálum: Deyr fé, deyja frændr, deyr sjálfr it sama; ek veit einn at aldri deyr dómr um dauðan hvern“. Landssjóöur þarf að fá tekjuauka. Eptir alþm. Jakob Gwðmundsson. Flestir munu verða á því, að auka tekjur lands- sjóðs með tollum en ekki með beinum sköttum, því sumir eru jafnvel á þvi að aftaka nokkra hina beinu skatta, sem nú eiga sjer stað, svo sem ábúð- ar og lausafjárskatt og jafnvel líka atvinnuskatt; en sjeu ábúðar- og lausafjárskattur afteknir, þá virð- ist annaðhvort þurfa að aftaka útflutningsgjald af fiski og lýsi, eða þá leggja nokkurn útflutningstoll á landvöru til þess, að jafna gjaldabyrðina milli sveita- og sjóarmanna. í einu kjördæmi hafa menn stungið upp á að leggja 5 aura toll á kaffi-ogrót- arpd., 3 aur. á sykurpd., 20 aur. á aðflutt smjörpd., 10 aur. á pund af osti og niðursoðnum mat, á álna- vöru, fatnað, tvinna og litunarefni 10% og glys- varning 20%; tvöfalda tóbakstoll, en fjórfalda toll- inn á vindlum, tvöfalda toll á brennivíni og öli, en þrefalda toll á dýrum vínum og leggja toll á gos- drykki eins og öl. IÞessir tollar mundu samkvæmt aðflutningi 1887 og tolláætlun af ölföngum og tóbaki 1887—1889, nema að frádregnum 2% fyrir innheimtu hjer um bil 326,803 kr. — Sje lagður tollur á álnavöru, fatnað, tvinna og litunarefni, þá ætla menn, að þurfa mundi kostnaðarsama tollgæslu; en sje þessum vör- um sleppt, þá muni ekki þurfa mikið frekari toll- gæslu en þá, sem nú á sjer stað að lögum, en þá mundi tollaukinn minnka um 41,411 kr. og toll- aukinn að eins verða 285,392 kr. — Sje nú tollur af ölfóngum og tóbaki hækkaður til helflnga eða þar yflr, þá mundi ekki tollaukinn vaxa að þvi skapi, og mundi því hyggilegra landssjóðsins vegna, að hækka toll á ölföngum og tóbaki ekki nema til þriðjunga að jafnaðartali, á sumu meira og sumu minna, og dragist þá frá hinum áætlaða tollauka 105,840 kr. og yrði þá tollaukinn að eins 179,552 kr. Þó menn gerðu nú ráð fyrir, að af hinum toll- skyldu vörum yrði keypt 7» parti minna, vegna tollhækkunarinnar, sem þó ekki mun rætast, ef í ári batnar að staðaldri, þá mundi þó hinn hreini tollauki hækka tekjur landssjóðs ura 150,000 kr. En þetta er líka hinn allra minnsti tekjuauki, sem landssjóður þarf að fá; því þegar menn lita til allra þeirra kostnaðarsömu fyrirtækja, sem þorri lauds- manna óskar nú eptir, þá mætti landssjóður ekki fá minni tekjuauka en 200,000 kr., ef hinu nauð- synlegasta ætti að verða í verk komið, og þessa upp- hæð mundi hann líka geta fengið, ef lagðir væru 10 aurar á kaffi- og rótarpd. og 5 aur. á sykurpd. Með þessum áætluðu aðflutningstollum virðist þvi ekki fært að afnema ábúðar- og lausafjárskattinn og útflutningsgjald af flski og lýsi. Yilji menn því afnema ábúðar- og lausafjárskatt, þá verður að leggja útflutningsgjald á landvöru, sem þessum skött- um svarar, og þann kost mundu sumir heldur vilja kjósa. Reykjavílc, 5. júlí 1889. (xufuskipið Clutlia frá Newcastle á Englandi kom hingað 3. þ. m., hafði komið á ýmsar hafnir á Austur- og Norð- urlandi með vörur til kaupfjelaganna, er skipta við L. Zöllner, sem er með skip- inu sjálfur. Með því kom og hingað ingeniör Waughan, sem er í orði að selji ef'nið í brúna á Olvesá; ætlar hann aust- ur að skoða brúarstæðið, taka mælingar af ánni og gera fleira brúnni viðvíkj- andi. Skipið hafði hingað meðferðis vör- ur til Arnesinga og Borgfirðinga, tekur hjer fullan farm af hrossum (um 400), sem keypt hafa verið sunnanlands og fer aptur svo fljótt sem unnt er. KeunaraQelagið hjelt aðalfund hjer i bænum 3. þ. m. Eyrst voru teknir í fje- lagið ýmsir nýir íjelagsmenn, sem ekki eru kennarar, síðan skýrði forseti, Björn M. Ólsen, frá hag og framkvæmdum þess; fjelagar nú um 60. Stefán kennari Stef- ánsson kom með breytlngartillögu við 1. gr. laganna, sem var samþ., en breyting- artillaga við 3. gr. felld. — Samþykkt var, að fjelagið gefi út tímarit svo fljótt, sem því verður við komið. Ný stjórn var kosin og rætt um lagafrumvarp um menntun alþýðu, sem fjelagið hefur sam- ið; mætti það allmikilli mótstöðu hjá sjera Jens Pálssyni, Jóni Hjaltalín og fleirum. Kosnir voru í nefnd (sjera Jens Páls- son, Stefán Stefánsson og sjera Þórhall- ur Bjarnarson) til að íhuga frv. og láta uppi álit sit um, hvað þingið ætti að gera í alþýðumenntamálinu. Nefndin kom með nýtt frv. og tillögu til þingsályktunar, sem hvorrttveggja var rætt í gærkveldi. Synodus var haldinn í gær. Mættir voru 24 prófastar og prestar. Sjera Magn- ús Helgason prjedikaði og lagði út af Matt 5„6. — Úthlutað var fje milli upp- gjafapresta og prestekkna. Frumvarp sjera Þórarins um tekjur kirkna kom til umr.; höfðu komið fram skoðanir um það úr 6 prófastsdæmum, sem flest voru á móti. Samþykkt með 14 atkv. móti 8 að fela prófasti Þórarni Böðvarssyni, að bera fram á þingi annað frv. um tekjur kirkna, sem hann lagði fram á synodus. Samþ. í e. hlj., að æskilegt sje, að alþingi gefi lög um, að sóknarnefndir hafi heim- ild til að jafna á sóknarmenn gjaldi til að launa organistum og halda uppi söng í kirkjum. Skýrt var frá hag prestekkna- sjóðsins og samþ., að úthluta 500 kr. af vöxtunum á næsta synodus. Að lyktum flutti prófastur Þórarinn Böðvarsson bisk- upiskilnaðarkveðjusjerstaklega frá presta- stjettinni. Tíðarfar er stöðugt rnjög vætusamt á Suðurlandi til mikilla baga fyrir fiskverk- un og ferðalög. Eptir síðustu frjettum að norðan mun þar eigi vera eins vætu- samt. Magnetic, gufuskip Slimons, kom hing- að í gær morgun frá Skotlandi og með því 12 Englendingar. Það á að fara í kveld með um 300 hross, er Coghill hefur keypt sunnanlands. ÍJtlendar frjettir bárust engar mjög merkilegar með Magnetic. Nýjar frjett- ir komnar frá Stanley með brjefum dag- settum 10. mars í Ujiji. Hann hafði sent nokkra af förunautum sínum, sem sjúk- ir voru, til baka Kongoleiðina. Stanley ætlar að koma til austurstrandar Afríku með Emin Pascha, og Tippoo Tip, sem Stanley hefur fundið, ætlar að koma til Zanzibar innan fjögra mánaða.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.