Þjóðólfur - 23.07.1889, Blaðsíða 3
135
hann verið vitstola, og var aptur farið að brydda
á geðveiki hjá honum.
10. þ. m. datt Sigurður nokknr Jðnsson frá Stðra-
Knararnesi á Vatnsleysuströnd útbyrðis af báti hjá
Einarsnesi á Mýrum; náðist með lífi, en dó daginn
eptir; var á leið í kaupavinnu.
Eyjafirði, 28. júní . . . „Öndvegistið, ágæt gras-
spretta hjer i nærsveitum og einstöku menn byrj-
uðu að heyja 24. þ. m. — Aflalaust má heita al-
veg hjer á firðinum, en austur með undan Pjörðum
og Platey á Skjálfanda allgóður afli eptir seinustu
frjettum. Hákarlaskipin mörg búin að afla vel. —
Vesturfarar fóru af Akureyri 21. þ. m. milli 70 og
80 manns, að sagt var“.
Leiðrjetting:.
Degar Norðurljósið gat um fráfall Jóns sál. Sig-
urðssonar 4 Gautlöndum, þá kvað það meðal ann-
ars svo að orði: „Samferðamenn hans, sjera Arn-
Ijótur og Jón frá Sleðbrjót, fylgdarmaður prests og
kvennmaður, munu hafa ætlað, að slysið mundi
ekki vera svo mikið, að hann kynni að hressast og
verða ferðafær, þvi litt voru bundin eða hreinsuð
sár hans“. Þessi umrnæli virðast benda til, að Nl.
álíti, að við höfuin bæði lit.ið skökkum augum á
meiðsl Jóns, og vanrækt að hirða um sár hans.
Sjera Arnljótur getur nú svarað því, sem honum
sýnist fyrir sig og sitt fylgdarlið, en fyrir mitt
leyti get jeg sagt það, að jeg áleit þegar, að meiðsl
Jóns sál. væru hættuleg og óttaðist um líf hans.
t»að var að eins fyrir hinn alkunna kjark hans
sjálfs og hetjudug, að jeg sendi ekki eptir lækni,
fyrr en að kveldi 22. júní, því hann áleit sjálfur,
að ekki þyrfti að vitja læknis og bannaði mjer, að
láta gjöra það, og siðast gjörði jeg það að nokkru
leyti móti vilja hans. Um það getur Jónas bóndi
í Bakkaseli borið, sem þá var viðstaddur, og sem
bæði fór eptir lækninum og veitti fúslega alla að-
stoð er hann gat í tje látið. Að sár hans hafi ekki
verið bundin og þvegin, af því við höfum ei álitið
þau hættuleg, það lýsi jeg ósannindi. Jeg var
nokkuð á undan yfir heiðina, þegar Jón sál. fjell
af hestinum, svo sjera Arnljótur var búinn að þvo
upp og binda um sárin, eptir því sem föng voru á,
þegar jeg kom. Siðan kom cand. Jón Jakobsson
frá Víðimýri upp á heiðina til mín og þvoðum við
þá sár Jóns sál. úr carbolvatni og bundum um líni,
vættu í carbololíu. Meira gátum við eigi gjört
þarna upp á heiðinni til að verka sárin. Ritstjóri
NI. verður að gæta þess, að það er sitthvað, að
sitja heima á skrifstofu sinni, og gefa út palla-
dóma um það, sem gjörst hefur, eða vaka nær
hvildarlaust i 4 dægur upp á heiði yfir dauðvona
manni, og hafa mestan tímann eigi aðra sjer til
hjálpar, en einn mann, sem þurfti að vakta hesta,
sækja rúmföt, mjólk o. fl. til byggða.
Mjer sýnist það hefði legið nær fyrir ritstj. NL,
að spyrja læknirinn á Akureyri, hvort það hefði
eigi verið skylda hans, að koma upp á heiðina og
skoða sár Jóns sál. og sjá, hvernig um hann var
búið, þegar haun var fluttur til byggða. Því hafi
læknirinn eigi treyst sjer til, að gjöra neitt við sár
hans þarna uppi á heiðinni, þá verður naumast með
sanngirni heimtað meira af mjer, en jeg gjörði.
Jeg vil biðja hinn heiðraða ritstj. Norðurljóssins,
að taka þessa leiðrjettingu upp i blað sitt.
P. t. Reykjavík, 22. júli 1889.
Jón Jónsson,
frá Sleðbrjót.
Auglýsingar.
Bókbandsverkstofa, Tliorvardson & Jen-
sen, Bankastræti 12 (húsi Jóns Olafss. alþm.). 288
Tuborg öl.
Detta bayerska öl er orðlagt fyrir óvanaleg bragð-
gæði og fyrir, hve vel það heldur sjer. Það er
verðlaunað með silfurmedalíu á sýningunni i Malm-
ey 1881, Autverpen ’85, Amsterdam ’87, með
fyrstu Terðlaunamedalíu
á sýningunni i Kaupmannahöfn 1888 og með
gullmedalíu
á heimssýningunni i Barcellóna 1888. Af öli þessu,
aftöppuðu með nýjustu og bestu verkfærum og með
ábyrgð fyrir, að aftöppunin sje i alla staði ágæt,
eru jafnan til miklar birgðir með vægu verði i öl-
versluninni Aðalstræti 9. 289
XXjer með leyfi jeg mjer að tilkynna almenningi,
að jeg hef fengið hr. N. H. Thomsen í Aðal-
stræti 9 i hendur til sölu í Itevkjavík og nálægum
hjeruðum, úrval af vindlum, sem búnir eru til í
vindlaverksmiðju minni, og að hann selur þá, fyrir
utan tollinn, eptir sama verðlista, sem þeir eru
seldir i útsölustöðum minum í Kaupmannahöfn.
Kaupmannahöfn, júli 1889.
Julius Adler. 290
KRISTÍANÍU-BJÓR á y, og */„ flöskum á 40 og
22 aura fæst hjá M. Johannesen. 291
Undirskrifaður býðst til að takast
á hendur umboð til að selja, eða sjálfur
að kaupa allar íslenskar verslunarvörur
124
æddi aptur á bak og áfram i búrinu og barði járnsteng-
urnar svo að þær bifuðust. Robinson reyndi kvað ept-
ir annað, til að sefa dýrið. Hann hugsaði að King
mundi sefast er hann fengi mat sinn, og beið því með
að refsa honum. Þegar umsjónarmaðurinn ætlar að gefa
djTunum, verður hann nokkrum sinnum að ganga fram
hjá búrunum, á meðan hann er að búa allt undir; þá
eru þau dýr í vondu skapi, sem til refsingar hafa unn-
ið, þvi að þau vita fullvel á hverju þau eiga von. í
þetta sinn var King trylltari, en Robinson liafði nokkru
sinni sjeð hann áður vera. Hann var alveg óður og
stakk löppinni út milli járnrimlanna, þegar Robinson gekk
fram hjá búrinu, og krækti klónum í handlegg honum,
reif í sundur ermi hans, en klærnar gengu inn í liold.
Þegar Robinson reiðist, verður liann hamslaus eins
og tígrisdýr, og svo fór í þetta sinn. Hann rjeð það
af að ganga inn í búrið, aga dýrið og ná þannig aptur
valdi yfir því. Þetta var að visu óðs manns æði, en
ekki tjáði hinum umsjónármönnunum að telja liann af
því. Einn þeirra skundaði burt, til þess að sækja yfir-
umsjónarmanninn, svo að hann gæti banpað Robinson
þetta fífldirfskubragð. En undir eins og hann var á
brautu genginn, hljóp Robinson að búrinu, opnaði það,
æddi inn og lokaði því eptir sjer.
Áhorfendurnir munu aldrei gleyma því, sem þá fór
121
þó að hann, í stuttu máli, lifði eins og fórumaður!tt
sagði búðarmaðurinn öldungis hissa.
„Já . . . mig grunaði það lengi, að það væri eitt-
hvað fjemætt í kistlinum þeim arna, sem faðir minn
hafði svo nákvæmar gætur á og hefur líklega aldrei
tekið fram undan rúminu, nema þegar jeg var ekki
lieima . . . viljið þjer nú ekki taka við kassanum?“
„En livað á jeg að gera við svo mikla peninga?“
spurði búðarmaðurinn og tók utan um kistilinn með
skjálfandi höndum.
„Jú, takið þjer hann . . . og takið þjer mig með,
því að jeg hef engan annan við að styðjast hjer í
heimi“.
Búðarmaðurinn starði ýmist á kistilinn eða stúlk-
una; hann ýmist roðnaði eða fölnaði, en augnaráð hans
varð æ blíðlegra.
„Hvern fjandann ertu að hugsa, að standa svona
aðgerðarlaus, þegar búðin er full af fólki!“ sagði kaup-
maðurinn, sem sat við skrifborðið út við gluggann.
„ Jeg skal nú láta yður vita, húsbóndi góður“, svar-
aði búðarmaðurinn kaupmanninum, „að nú hef jeg ann-
að að sýsla, en að vega sápu, selja pipar og kanel og
þess háttar“.
„Hvað segirðu?“ spurði kauiimaðurinn heldur en
ekki bistur og stóð upp frá skrifborðinu; „það er eins