Þjóðólfur - 26.07.1889, Síða 1

Þjóðólfur - 26.07.1889, Síða 1
Kemur út á föstudags- morgna. Yerð árg. (60 arka) 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir 15. júlí. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn skrifleg, bund- in viö áramót, ógild nema komi til útgefanda fyr- ir 1. október. XLI. árg. Reylqavík fðstudaginn 26. júlí 1889. Nr. 35. Nokkrar athugasemdir um bankann. Bptir bónda á Austurlandi. Þegar bankinn var stofnaður, vorum vjer íslendingar harla ófróðir um eðli hans og gagn það, er þjóðin gæti haft af honum. En nú er alþýða manna far- in að sjá, að bankinn er ómissandi og eðlileg framfarastofnun, byggð á þeirri reynslu allra menntaðra þjóða, að sífelld og eðlileg peningavelta, og reglubundið lánstraust fleygir þjóðunum fram ánokkr- um tugum ára meira en flest annað. Það munu flestir játa, að bankastofn- unin sje eitt hið þarfasta, sem þingið hefur komið í verk síðan það fjekk lög- gjafarvald, og þó margt sje enn ófull- komið í lögum og stjórn bankans, og þó þjóðin kunni ef til vill ekki sem best að nota hann enn, nje bankastjórnin að laga sig eptir þörfum og högum þjóðar- innar, þá er vonandi, að slíkt iagist með tímanum eptir því sem reynslan gerir þjóð og stjórn hyggnari. Vjer verðum líka að gæta þess, að ef vjer ekki getum lært að nota rjettilega peninga og reglubundið lánstraust, sem öllum oðrum þjóðum hefur orðið svo blessunarríkt, þá er ekki til neins fyrir oss annað, en hætta að kalla oss þjóð, Og flyta oss í burt hjeðan ogfleygjaoss inn í þj óðmennin garstraum Vesturheims- manna, eða annara framfaraþjóða, þar sem ekki ber rneira á oss en fáeinum vatnsdropum í veraidarhafinu. En til þess að bankinn geti komið að sem bestum notum, verður þjóð og þing °g stjórn að leggjast á eitt, að stuðla til þess, að viðskipti bankans við landsmenn verði sem happasælust bæði fyrir bank- ann og viðskiptamenn hans. Þjoðin ma ekki vera tortryggin og eintrjáningsleg í því að nota bankann. Hún má ei gleyma því, að bankinn á að hjálpa henni til, að efla og auka all- ar þjóðlegar framfarir, því fátt verður til framfara gjört án peninga. Hún verður Hka að muna það, að hafa hrein og prettalaus viðskipti við bankann. Þingið má ekki gleyma að breyta og vanda um það, sem því þykir ábótavant j í lögum og stjórn bankans. Bankastjórnin má ekki vera tortrygg- in nje bundin við bókstafinn, meira en góðu hófi gegnir. Því verður ekki með ástæðum neitað, að bankinn hefur unnið töluvert gagn, þrátt fyrir alla galla, sem eru á stjórn hans og fyrirkomulagi. En mestur hefur j þó hagurinn verið af bankanum í Reykja- j vik og í grennd við hana, því þar ganga j viðskiptin svo miklu greiðara, og banka- stjórnin er þar kunnugri og því, eins og ( eðlilegt er, miklu ótortryggnari. Eittaf j því, sem allra nauðsynlegast er til þess, að bankinn nái tilgangi sínum, er það, j að framkvæmd verði sem allra fyrst þau j ákvæði bankalaganna, að stofnað verði útibú fyrir bankann á Seyðisfirði, Ahur- eyri og Isafirði. Það mundi oss Aust- firðingum ómetanlegur hagur, ef bank- inn hefði útibú á Seyðisfirði; það mundi margfalda not þau og hag, er vjer höf- um af bankanum, og um leið auka stór- um hag þann, er bankinn hefði af við- skiptum við oss, því kostnaðurinn við þetta útibú mundi verða lítilsvirði í sam- anburði við hag þann, er leiddi af því fyrir bankann með timanum. Það er svo ótal margt hagræði, sem ! af því gæti leitt að hafa bankann nær sjer. Það er hagræði fyrir þá, sem lán þurfa að taka, og hagræði fyrir þá, sem lán eða vexti þurfa að borga. Fjarlægð bankans og þar af leiðandi ókunnugleiki bankastjórnarinnar, samfara hinum erfiðu og óvissu samgöngum, hamla opt mörg- um hjer á Austurlandi að fá lán úr bank- anum, þegar þeim kemur best, og gjörir mönnum svo afarerfitt að standa í skil- um við bankann á ákveðnum tíma, og þetta gjörir öll peningaviðskipti hjer stirð og þunglamaleg og óviss. Það 1 getur opt komið fyrir, að maður sje ekki búinn að fá peninga eða seðla til að borga bankanum fyrr en einum eða tveimur j dögum eptir að póstur sá er farinn, sem j borgunina átti að flytja, verður svo send- ingin að bíða næsta pósts, og þegar hún svo loks kemst til skila, er skuldunaut- ! ur ef til vill búinn að baka sjer van- j traust bankastjórnarinnar. Ekki er þetta síður tilfinnanlegt fyrir þá, sem lán þurfa að taka; þó það sjeu ekki nema 40—50 eða 100 kr., sem einhverjum liggur á að fá í peningum, þá fást peningarnir all- optast ekki, af þeirri ástæðu, að pening- ar eða seðlar eru hvergi til, en þessi sami maður gæti opt fengið 10 fyrir 1, til að ganga í ábyrgð fyrir sig, af svo áreiðanlegum mönnum, sem Imnnug banka- stjórn tæki jafngilda, þótt lánsupphæðin væri margfölduð með 10. En af því bankastjórnin er svo ókunnug og bank- inn svo fjarlægur, þá er oss Austfirðing- um nær alveg bægt frá að nota sjálf- skuldarábyrgð við bankann, og yfir höf- uð að tala -er oss að mestu bægt frá, að geta fengið lán úr bankanum, nema með svo mörgum vafningum, og svo óaðgengi- legum kjörum, vegna fjarlægðar bank- ans og ókunnugleika bankastjórnarinn- ar, að flestir eru frá því horfnir að eiga við bankann, og margir, sem óska hon- um norður og niður, og álíta hann ganga landplágu næst. Það liggur í augum uppi, hve óhagkvæmt það er, að pening- ar sjeu ekki í veltu, og menn geti feng- ið lán, þegar þeir hafa næga tryggingu að bjóða. Jeg skal taka t. d., ef ein- hver þarf að borga skuld öðrum manni, sem er að fara af landi burt, þá verður hann opt, með talsverðri fyrirhöfn og kostnaði, að selja bjargargripi sina, sem hann má ekki missa, til þess að geta staðið í skilum; allt af því, að ekki var hægt að fá peningana í bráðina. Ef illa heyjast, getur maður opt fengið með góðu verði fóður handa gripum sínum, ef pen- ingar eru í boði, og komist þannig hjá, að farga bjargargripum sínum, og verið viss um, að hafa af þeim full not í stað þess, að setja þá á vogun og draga þá fram þannig, að þeir verða nær alveg gagnslausir, eða máske upp á gamla, en ekki góða, íslensku drepa þá úr hor. Ef bændur gætu ætið fengið lánaða peninga, þegar þeir hafa næga trygg- ingu að bjóða, gætu þeir opt pantað vör- ur fyrir þriðjungi lægra verð, en almennt er hjá kaupmönnum, og þá gætu þeir lika miklu optar verið skuldlausir hjá kaupmönnum, og komist þannig að miklu betri verslunarkjörum hjá þeim en ella.

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.