Þjóðólfur - 26.07.1889, Síða 3

Þjóðólfur - 26.07.1889, Síða 3
139 verði Húnaflói og uppsigling á Hvamms- Qörð sem fyrst, svo og hafnarstæði þau, er þar kynnu að þykja hentust, einkum við Borðeyri, Yestliðaeyri og Búðardal. 3. Neðri deild alþingis skorar á stjórn- ina, að sjá svo um, að kostnaður við heim- flutning skipverja af gufuskipinu „Miaca“ árið 1888, sem greiddur hefur verið úr jarðabókarsjóði, verði tjeðuni sjóði endur- goldinn úr ríkissjóði, eða af öðrum rjett- um hlutaðeigendum, og að samningurinn (,,Declarationen“) milli Danmerkur og Svía- ríkis—Noregs, frá 10. ágúst 1883, sem og líkir samningar við önnur ríki, ekki eptir- leiðis leggi neina byrði á landssjóð*. LSggilding verslunarstaða. Nefnd sett 15. þ. m. í e. d.: Jón Ól., L. E. Sveinbj.s. og Júl. Havsteen. Fallin frumvörp. 9. um að meta til dýrleika nokkrar jarðir í Vestur-Skapta- fellssýslu, fellt í efri deild 20. þ. m. með 5 atkv. gegn 5. 10. um smjörtollinn, fellt í e. d. 23. þ. m. með 5 atkv. móti 5. 11. um fátækramálefni, fellt í n. d. 24. þ. m. með 14 atkv. móti 5. 12. um greiðsiu og gjaldheimtu til sýslu- *) Frá þessari þingsályktim er ekki rjett skýrt í öðrurn blöðum. sjóðs og sýsluvega, fellt frá 2. umr. í n. d. 24. þ. m. í einu hljóði. 13. um að meta til dýrl. býlið Garða í Reykjavíkurkaupstað; fellt frá 2. umr. í n. d. í gær. 14. um endurreisn Kjalarnesþinga presta- kalls; fellt frá 2. umr. í n. d. í gær með 14 atkv. móti 4. 15. um rjettindi búsettra kaupmanna á íslandi; fellt frá 3. umr. í e. d. í gær. Sjera Lárus Halldórsson hefur til- kynnt forseta neðri deildar, að hann komi eigi til þings í þetta sinn sakir lasleika. Þingskrifurum tveim var um miðjan þ. m. viðbætt í e. d.: Sigurði Briem cand. polit. og stúdent Þorláki Jónssyni. --0>-í=>^ö-<Ca- Yöruverð er þetta í reikning í flestum verslunum í Reykjavík: rúgur 7 a. pund- ið, rúgmjöl 8 a., bankabygg 12—13 a., baunir 10—12 a., rís 12—13 a., overhead- mjöl 8j/2—9 a., kaffi 95—100 a., export 38—40 a., kandís 30—35 a., hvítt sj'kur 28—30 a., púðursykur 20—22 a., rjól 120 a., munntóbak 190—200 a., snur 60 a., skeifna- 6g naglajárn 20 a. og gjarðajárn 28 a. — Ef borgað er í peningum, er verðið talsvert lægra. Á innlendum vörum er verð enn eigi uppkveðið, en í lausakaupum er svarað út á ull 65 au. og 42 kr. út á saltfisk nr. 1. Á Akranesi liefur kaupmaður Böðvar Þorvaldsson kveðið upp 45 kr. fyrir skppd. af saltfiski Nr. 1. Auglýsingar. 1 samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.) hvert orð 15 stafa frekast; meö öðru letri eða setning, 1 kr. fyrir þumlung- dálks-lengdar Borgun út í liönd. Tuborg öl. Oetta bayerska öl er orðlagt fyrir óvanaleg bragð- gæði og fyrir, hve vel það heldur sjer. Það er verðlaunað með silfurinedaliu á sýningunni í Malm- ey 1881, Autverpen ’8ð, Amsterdam ’87, með fyrstu verðlauuamedalíu á sýningunni í Kaupruanuahöfn 1888 og með gullmedalíu á heimssýningunni i Barcellóna 1888. Af öli þessu, aftöppuðu með nýjustu og bestu verkfærum og með ábyrgð fyrir, að aftöppunin sje i alla staði ágæt, eru jafnan til miklar birgðir með vægu verði i öl- versluninni Aðalstræti 9. 306 Hjer með leyíi jeg mjer að tilkynna almenningi, að jeg hef fengið hr. N. H. Thomsen í Aðal- stræti 9 i hendur til sölu i Reykjavík og nálægum hjeruðum, úrval af vindlum, sem búnir eru til í vindlaverksmiðju minni, og að hann selur þá, fyrir ntan tollinn. eptir sama verðlista, sem þeir eru seldir i útsölustöðum mínum í Kaupmannahöfn. Kaupmannahöfn, júli 1889. Julius Adler. 305 128 G» .. p ■ j o 11 n. Eptir August Blanche. Vetrarkveld eitt sat fátæk bóndakona í litlu liúsi útí miðjura skógnum; barn liennar, fjögurra vikna gam- alt, lá við brjóst liennar. Maður hennar lá í rúminu og svaf, þreyttur af erfiðisvinnu, sem hann hafði orðið að vinna lijá landsdrottni sínum. Nokkrar spýtur brunnu í ofninum, og lagði birtuna af loganum á barnið og móður þess. Milli þeirra og ofnsins stóð stór, grár kött- ur, sem liorfði ýmist á logann í ofninum eða á móður- ina með barnið, eins og hann væri að liugsa um, hvorn staðinn liann ætti að velja yfir nóttina, ofninn eða þar sem móðirin sat. Dyrnar voru opnaðar og inn kom drengur lijer um bil átta ára gamall. „En hvað þú keraur seint, Axel!“ sagði konan við drenginn. Hann svaraði engu, en bljes í kaun og stappaði fótunum í gólfið, því að hann var yfirkominn af kulda. 125 fram í búrinu. Maðurinn og dýrið stóðu þar og blindu hvort á annað; litla stund stóðu þeir alveg grafkyrrir. Það var auðsjeð, að dýrið var hissa á þessum manni, sem felmtslaus braust inn í búr þess. Róbinson var ekki heldur árennilegur, þar sem hann stoð og horfði beint i augu tígrisdýrinu, þótt liann hefði ekki annað að vopni en litla svipu. Einir 50 menn höfðu safnast að búrinu; þangað var og komin kona Róbinsons með barn þeirra og ætlaði að hitta hann. Margir höfðu varað Róbinson við að ganga inn í búrið, en þegar liann var þangað kominn hófst steinþögn. Kona lians linje náföl niður á bekk og lokaði augunum, til þess, að sjá eigi mann sinn riflnn í sundur af óargadýrinu. Barnið var svo ungt, að það hafði ekki vit á, í hvílíkum háska faðir þess var, það tók í kjól móður sinnar og spurði, hvað pabbi væri að gjöra inni hjá tígrisdýrinu. Barns- röddin einsömul rauf þögnina, en til allrar hamingju heyrði Róbínson ekki til þess. Tígrisdýrið hleypti sjer í hnipur og bjóst til að stökkva. Róbinson sá, livað verða vildi, en lirærði livorki legg nje lið, og einblíndi á það. Tígrisdýrið stökk á liann eins og köttur; við þessu hafði hann bú- ist og vjek sjer skjótlega til liliðar, en tígrisdýrið kast- aðist út í grindurnar hinu megin í búrinu. Um leið og það fór fram hjá Róbinson, sló hann það með svipunni

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.