Þjóðólfur - 23.08.1889, Síða 1
Kemur út á föstudags-
morgua. VerÖ árg. (60
arka) 4 kr. (erlendis 5 kr.).
Borgist fyrir 15. júlí.
ÞJÓÐÓLFUR.
Uppsögn skrifleg, bund-
in viö áramót, ógild nema
komi til útgefanda fyr-
ir 1. október.
XLI. árg.
Reykjavík föstudaginn 23. ágúst 1889.
Nr. 39.
Einke nnileg þingsályktunartillaga,
Þess liefur áður verið getið i Þjóðólfi,
að sýslunefndirnar í Eyjafjarðarsýslu og
S.-Þingeyjars. hafi samþykkt að ganga
i búnaðarskólasamband við Húnavatns-
og Skagafjarðarsýslur, og á fundi á Ak-
ureyri 5. júní, sem haldinn var af amt-
manninum yfir Norður- og Austuramtinu
og fulltrúum kosnum af sýslunefndunum
í öllum þessum 4 sýslum, var nákvæm-
ar ákveðið um sameininguna, og amts-
ráðið fyrir norðan lagði samþykki sitt á
hana. Búnaðarskólinn á Hólum er þann-
ig orðinn sameiginlegur fyrir allar áður-
nefndar sýslur.
Öllum, bæði fjær og nær, sem ekki
hafa rammskakkar skoðanir á búnaðar-
skólamálinu, hefur þótt þetta heppilega
ráðið, til að efla þessa menntastofnun
bænda, svo að hún geti náð tilgangi sín-
um.
Því undarlegri er þingsályktunartil-
laga, sem fram er komin í neðri deild
þingsins, um að skora á landsstjórnina,
að staðfesta ekki þessa sameiningu.
Og frá hverjum er þessi tillaga?
Frá sjera Þórarni Böðvarssyni.
Hvað getur sjera Þórarni gengið til,
að koma með jafnóskynsamlega tillögu,
sem þessa ?
Honum, sem er þingmaður Gullbriugu-
og Kjósarsýslu, býr suður í Görðum og
er allsendis ókunnugur Hólask. og þessu
máli yfir höfuð.
Þegar sjera Þórarinn á síðasta þingi ^
vildi láta kasta úr landssjóði 20,000 kr.
á ári til búnaðarkennslustofnananna sælu,
vildi hann þó „ekki fastákveða stærð
kennslustofnananna, heldur láta það vera
komið undir frjálsum vilja sýsiunefnd-
anna" (o: hvað margar sýslur væru um
hverja stofnun), en nú vill hann með
þessari tillögu hnekkja frjálsum vilja
þeirra.
Það verður gaman að heyra, hvernig
hann fer að verja þessa mótsögn og yfir
höfuð verja þessa tillögu.
í staðinn fyrir, að þingið af öllum
mætti á að styðja og efla frelsi hjerað-
anna, er með tillögunni gerð tilraun til
þess, að þingið rýri og hnekki skyn-
samlegu hjeraðafrelsi, þar sem á að taka
ráðin af mönnum yfir þeirra eigin bún-
aðarskólagjaldi, sem þeir hafa sjálfir safn-
að og leggja fram árlega. Með þessu er
einnig gjörð tilraun til að hnekkja
menntastofnun fyrir bændur og koma í
veg fyrir, að hún geti eflst og aukist og
komið að tilætluðum notum. Það þarf
því ekki að efast um, hverjar viðtökur
þetta fær á þinginu, og má telja víst, að
flestir í neðri deild verði einhuga um, að
varpa tillögunni í sama hauginn, sem
fiestar aðrar tillögur og frumvörp sjera
Þórarins á þessu þingi eru í komin, en
ef svo ólíklega skyldi tiltakast, að nokkr-
ir yrðu með henni fyrir utan flutnings-
mann, vildi jeg mega tala um það síðar
með fáeinum orðum í Þjóðólfi.
Norðlendingur.
--o>-e>o<E>-<c=-
Alþingi.
XI.
Stjórnarskrárniálið var í gær til 3.
umr. í efri deild og frv. þar að síðustu
samþykkt með 7 atkvæðum móti 4. Þess-
ir 4 voru: Árni Thorsteinsson, Arnljótur
Ólafsson, Júlíus Havsteen og Sighvatur
Árnason. — Breytingar þær, sem nefnd-
ar voru í síðasta blaði voru samþykktar
þar í deildinni, nema breytingin um skip-
un efri deildar. Eins og frv. er nú, eiga
4 þingmenn efri deildar að vera jarlkjörn-
ir en 8 kosnir af amtsráðunum, og sje
hver þessara 8 búsettur í því amti, sem
hann er úr kosinn. Þó eiga í fyrsta
skipti 6 að vera konungkjörnir en 6 kosn-
ir af amtsráðunum. Þessar breytingar um
skipun efri deildar voru samþ. í gær með
8 til 10 atkv. — Þar sem eigi eru eptir
nema 2—3 dagar til þingloka, eru engin
líkindi til, að frv. verði útrætt, því að ekki
samþykkir neðri deild það óbreytt.
Fjárlagafruinvarpíð hefur tekið þess-
um breytingum í efri deild: 200 kr. veitt-
ar til að fullgjöra fangaklefa á Eyrar-
bakka, styrkurinn til Edílons Grímssonar
og Erlendar Zakaríassonar felldur; til um-
búða og annars kostnaðar við ókeypis
„klinik" við læknaskólann fært úr 100 kr.
upp í 200 kr. ári; til styrkveitingar náms-
piltum á Möðruvallaskólanum ætlaðar 500
kr. á ári; til áhalda og heimavistarí Flens-
borgarskólanum 200 kr. árið 1890, styrk-
urinn til Þorvaldar Thoroddsens felldur,
en umboðsmanni Árna Thorlacius í Stykk-
ish. veittar 200 kr. á ári; sjera 0. V. Gísla-
syni veittar 300 kr. á ári og árið 1891
veittar 7000 kr. landshöfðingja til umráða
til að styrkja innlent gufuskipafjelag. Frá
fjárlaganefndinni í efri deild komu fram
ýmsar tillögur til breytingar, en voru flest-
ar felldar. í gær fór þar fram 3 umr. og
í dag fer fram ein umr. í n. d.
Fallin frumvörp. 44. um uppfræðing
barna, fellt 15. þ. m. í efri deild með 6
á móti 5. — 45. um samþykktir um sil-
ungsveiði i ám og vötnum, fellt 16. þ. m.
í efri deild með 5 á mótí 5. — 46. um
breytingar á lögum um kosningar til al-
þingis 14. sept. 1877, fellt í neðri deild
17. þ. m. með 13 móti 8. — 47. um bann
gegn innflutningi á títlendu kvikfje, fellt
í neðri d. 17. þ. m. með 9 móti 4. —-
48. um fjölgun þingmanna, fellt í efri
deild 20. þ. m. með 6 atkv. á móti 4.—
49. um samþy kktir um heyásetning, fellt
i e. d. 20. þ. m. með 5 á móti 5.
í eptirlaunaniálið var sett nefnd í e.
d. 19. þ. m. og i hana kosnir: Arnlj. Ó-
lafsson, Lárus E. Sveinbjörnsson og Jón
Ólafsson ; þykir tvísýnt, að það mál komi
aptur frá nefndinni.
Crœ slustjóra Söfnunarsjóðsins kaus e.
d. í gær: amtmann E. Th. Jónassen með
9 atkv.
Lög afgreidd frá alþingi erunúorð-
in 32 að tölu. Auk þeirra, sem áður er
um getið, skal nú getið nokkurra, en á
helstu atriðin úr hinum, sem þá eru ept-
ir, mun verða minnst í næstu blöðum.
XXI. Lög um breyting á lögum 14.
jan. 1876 uni tilsjón með útflutningum.
Hin konunglegu póstgufuskip eru hjer
! eptir háð sömu tilsjón og skilyrðum, að
öllu leyti sem önnur skip, þá er þau flytja
útfara hjeðan frá landi.
XXII. Lög um tollgreiðslu.
1. gr. Þá er tollskyldar vörur flytj-
ast til fastaverslunar, getur kaupmaður
j sá, sem tolli á að svara, komist hjá að