Þjóðólfur - 23.08.1889, Side 4
156
próf. Þórarinn Böðvarsson með 13 atkv.
Endurskoðendur voru kosnir Indriði Ein-
arsson revisor með 14 atkv. og Björn Jens-
son með 13 atkv.
í Sauðanesprestakalli varð alls ekk-
ert af prestkosningu. Prófasturinn í Norð-
ur-Þingeyjarsýslu hafði, eins og lög gera
ráð fyrir, boðað til kosningarfundarins, en
þegar á hann var komið. var engin kjör-
skrá til, og því eigi hægt að láta prest-
kosninguna fram fara.
Mannslát. Nýlega er látinn uppgjafa-
prestur Guðmundur Jónsson, síðast prestur
á Stóruvöllum í Rangárvallasýslu.
Húnavatnssýslu, 18. þ. m. . . . „Hey-
skapurinn í sumar hefur gengið vel, enda
hefur tíðin verið góð, nema nú um viku-
tíma hefur rignt meira og minna daglega.
— Töðurnar þornuðu næstum fyrirhafnar-
laust, því að þá voru breiskjur á hverjum
degi“.
Auglýsingar.
J samfeldu máli með smáletri kosta 2 a. (þakkaráv. 3 a.)
hvert orö 15 stafa frekast; meö ööru letri eða setning,
1 kr. fyrir þumlung dálks-lengdar Borgun út í hönd.
r
HTTF A TjTjT (kaffiblendingur), sem eingöngu má
JjUWrl nota 1 stað kaffibauna, fæst eins og
vant er fyrir 56 aura pundið í verslun
H. Th. A. Thomsens i Reykjavík. 224
Undirskrifaður kaupir:
úr Skuld, 4. árg. (1880),
Nr. 124., 127. og 128.
og borgar þau öll með
9 (níu) krónum.
Reykjavík, 3. ág. ’89.
Sigurður Kristjánsson. 313
Leiðarvísir til iífsábyrgðar fæst ókeypis
hjá ritstjórunum og hjá dr. med. Jónassen, sem
einnig gefur þeim, sem vilja tryggja líf sitt, allar
nauðsynlegar upplýsingar. 215
For Lung©lid.©nci©.
Den af mig siden 10 Aar fabrikerede Ainerican
Consumptioil Cure er verdensberömt. Hoste og
Udspytning ophöre ved sammes Brug allerede efter
nogle Dages Forlöb. Midlet har allerede ydet Tusinde
en sikker Hjœlp. Katarrh, Hæshed, Slimopfyldning og
Kradsen i Halsen afhjælpes s t r a x. Pris pr. 3 Flasker
M 3,— mod Postforskud eller Belöbets Indsendelse.
Ubemidlede erholde Extracten g r a t i s mod Indsen-
delse af et af Sognepræsten udstedt Vidnesbyrd.
E. Zenkner, Ameriean Drugaist.
BERLIX S. 0., Wiener Str. 21. 317
Álmanak 1‘júðvinafjclagsins um árið
1890 með 20 myndum fæst hjá Sigurði
Kristjánssyni í Rvík. Verð 50 a. 310
Bókbandsverkstofa, Thorvardson & Jen-
sen, Bankastræti 12 (hfisi J6ns Ólafss. alþm.). 225
TÍIUD A PPTDTD og verkfe'ri til að frarn-
lUrnAlinirin lei«a þokumyndir.
Nýir gripir mjög merkilegir. Nákvæm lýsing,
svo að eptir henni má þegar framkvæma ótrft-
legustu töfrabrögð. Verðlistar sendast ókeypis.
Pantanir sendast til íslands kostnaðarlaus fyrir
þá, sem panta.
Kjöbenhavn.
Richard Beber. 303
Dr. H. Schack starfandi læknir í Kaup-
mannahöfn ritar: Jeg hef rannsakað bitt-
er þann, er þeir Mansfeld-Búllner & Las-
sen búa til Brama-lífs-elexír, og verð
að lýsa yfir því, að eptir samsetningu hans,
er hann skilyrðislaust bæði hollur og bragð-
góður, og þori jeg því að mæla með hon-
um að öllu leyti.
Kaupmannahöfn. Schack.
Einkenni á vorum eina egta Brama-lífs-elixír
eru firmamerki vor á glasinu og á merkiskildin-
um á miðanum sjest blátt ljón og gullhani, og
innsigli vort MB & L í grænu lakki er á tappan-
um.
Mansféld-Btillner & Lassen,
sem einir bna til hinn verðiaunaða Brama-lífs-elixír.
Kaupmannahöfn.
Vinnustofa: JSIörregade No. 6. 318
Eigandi og ábyrgðarmaður:
Þorleifur Jónsson, cand. phil.
Skrifstofa: í Bankastræti nr. 3.
Prentsm. Sigf. Eymundssonar.
138
nú væri Napoleon dottinn úr sögunni, en því meiri ótta
sló á menn, er það frjettist, að Napoleon væri aptur
kominn á vígvöllinn. Ef hann gæti sigrað mótstöðu-
menn sína, var auðsætt, að það hefði stórkostlegar af-
leiðingar því nær í öllum greinum; þar á meðal á versl-
un og viðskipti; ríkisskuldabrjef og önnur verðbrjef
hefðu þá eigi orðið í miklu verði og þeir, sem þau áttu,
gátu beðið stórkostlegt tjón og jafnvel orðið öreigar.
Á þessum tímum þorði Natan ekki að trcysta öðrum en
sjálfum sjer. Hann íór því til Brússel og beið þess við
her Wellingtons, hvernig hinum mikla hardaga á sljett-
unum í Belgíu lyktaði. Hinn 18. júní, er hin fræga
orusta við Waterloo stóð yfir, var Natan allan daginn
á vígveliinum, milli vonar og ótta, því að aleiga hans
var í veði, ef Napoleon hefði sigrað, og um tíma leit
ekki út fyrir annað, en svo mundi verða, en þegar her-
sveitir Blúchers ruddust inn á vígvöllinn, sá Natan ó-
sigur Napoleons vísan og sjálfan sig og auð sinn úr allri
hættu. Hann ríður því slíkt sem aftekur til Brússel,
fær sjer þar hesta og vagn og kom morguninn eptir
tii Ostende, til þess að fá far yfir til Englands. En ó-
veður var svo mikið og svo ófær sjór, að enginn þorði
að fara yfir um með hann. Hann bauð 500, 600, 800
og 1000 franka* til þess, án þess að nokkur feng-
*) Einn franki = 72 anrar.
139
ist. Eptir langa mæðu fjekk hann þó fiskimann einn
til þess, með því að láta konu iians fá 2000 franka
fyrir fram. Maðurinn vonaðist ekki eptir að koma í
land aptur. En er þeir voru komnir kippkorn frá landi,
lægði þó veðrið svo, að þeir náðu með heilu og höldnu
til Englands.
Daginn eptir var Natan staddur í kaupmannahöll-
inni, þar sem menn voru að selja og kaupa ríkisskulda-
brjef og önnur verðbrjef; hann var svo fölur og dapur
í bragði, að ölium ofbauð; menn vissu, að hann var
nýkominn frá meginlandinu, og þóttust sjá á yfirbragði
hans, að eigi mundu vera glæsilegar frjettir þaðan;
verðbrjefin fjellu ógurlega ; það batnaði heldur ekki, þeg-
ar sú saga fiaug eins og eldur um borgina og var höfð
eptir einum af vinum Natans, að Blúcher hefði með hin-
um mikla her sínum (117,000) beðið ósigur við Ligny
16. og 17. júní, því að þá þótti auðsætt, að Wellington
með miklu minni her, mundi eigi standast hinn sigur-
sæla Napoleon. Verðbrjefin íjellu enn meir í verði; þó
voru ýmsir, sem keyptu þau. Þannig leið dagurinn og
fyrri hluti næsta dags, en þá kom fregnin um ósigur
Napoleons. Natan sjálíur kvað fregnina sanna vera og
sagði með miklum gleðisvip hverjum sem vildi nákvæm-
lega um sigurinn. Natan hafði daginn áður selt mikið
af verðbrjefum sínum með hinu lága verði, svo að allir