Þjóðólfur - 25.10.1889, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 25.10.1889, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudags- morgua Verö árg. (60 arka) 4 kr. (erlendis 5 kr.). Borgist fyrir ló. júlí. ÞJÓÐÓLFUR Oppsögn skrifleg, bund- in“,viö áramót, ógild nema komi til útgefanda fyr- ir 1. október. XLI. árg. Reykjayík tostudaginn 25. okt. 1889. Nr. 50. Nýir kaupendur að næsta árgangi Þjóðólfs (1890) fá ókeypis og kostnaðarlaust sent Sögusafn Þjóöólfs 1888 210 bls., Sögusafn Þjóöólfs 1889 aiit ú 240 bls. Æfisögu Sigurðar málara BO bls. eða alls ókeypis allt aö 500 bls., sem þeim verður allt sent, þegar Sögu- safnið fyrir þetta ár er allt ut komið. Enn fremur fá þeir ókeypis 10 síðustu blöðin af þessum árgangi, svo að það, sem nýir kaupendur fá ókeypis, kostar nærri eins mikið og einn árgangur af blaðinu. í Sögusafninu 1888 eru 7 sögur og í Sögusafninu þ. á. verða 14—16 sögur og fræðigreinir. Með því að gjörast kaup- andi Þjóðólfs, geta menn þannig veitt sjer ókeypis yfir ‘20 sögur auk þess, sem þeir fá alþýðlegt, óháð, einbeitt og stefnu- fast blað, sem flytur margar góðar rit- gjörðir, fræðandi og skemmtandi greinir og sögur eptir góða höfunda. Nýir kaupendur gefi sig fram, sem allra fyrst. 441 Bókverslun Kr. Ó. Þorgríms- sonar selur Helgapostillu innhepta meö mynd fyrir aö eins 3 kr. (áö- ur 6 kr.)._____________________442 Stjórnarskrármál íslands. m. Stjórnarskrárfrumvörp, er Jón Sigurðsson vildi liafa fram, og frumvarpið frá síðasta þingi. Vjer skýrðum síðast frá, hversu Jón Sigurðsson gjörði ár frá ári breytingar á því, hvernig hinni æastu stjórn var fyrir komið ; þegar menn bera saman við það frumvarpið fra 1 sumar, er auðsætt, að það frumvarp stendur ekkert á baki frumvörpum, sem Jón Sigurðsson vildi hafa fram. Vjer skulum nu fyrst og fremst nefna fyrirkomulagið á hinni æðstu stjórn. í frumvarpinu frá síðasta þingi hafa verið tekin upp lík ákvæði og í frum- vörpum Jóns Sigurðssonar frá 1867 og 1869, þar sem skýrt var ákveðið, að kon- ungur skyldi hafa ráðgjafa fý rir Island í Khöfn. Þetta er samkvæmt fyrirkomu- lagi á hinni æðstu stjórn Canadamanna, eins og Monrad biskup vildi hafa og Jóni Sigurðssyni þótti æskilegt*. Þessu voru þeir og samþykkir Sigurður Stef- ánsson og Benedikt Sveinsson, svo að það þarf eigi að fara mörgum orðum um þetta atriði. Um það er engin deila, svo að vjer snnum oss að öðru. En hversu miklu er fyrirkomulagið ekki frjálslegra eptir frumvarpinu frá síðasta þingi, en eptir frumvörpum Jóns Sigurðssonar frá 1867 og 1869? Eptir báðum þessum frumvörpum áttu öll þau framkvæmdarmálefni, sem liggja undir konungs úrskurð, að vera falin ráðgjafanum í Khöfn, en í frumvarpinu frá í sumar er ákveðið, að allt fram- kvæmdarvaldið, nema embættaveitingar, leyfisveitingar og náðunarvald, skuli fal- ið stjórninni hjer á íslandi, og það er eingöngu að kenna Sighvati Árnasyni og jafnvel Skúla Þorvarðarsyni, að breyt- ingartillaga Jóns Ólafssonar um að fela ráðgjöfunum bjer að hafa ráð einnig um þetta, náði eigi fram að ganga. Þeir eru auðvitað ekki eins sekir og þeir, sem með æsingum fengu þá til að eyðileggja þetta atriði í málinu. Ef „Þjóðviljinn“ fer að koma með nokkrar ásakanir vegna þess, að framkvæmdarvaldið sje eigi allt hjer á landi, eptir frumvarpinu frá í sum- ar, þá verður hann að beina þeim ásök- unum gagnvart hinum „tryggu leifum“, en engum öðrum. Svo er nú að minnast á lagastaðfest- ingarvaldið. í öllum frumvörpunum frá 1867, 1869 og 1871 var ákveðið, að kon- ungur einn skyldi staðfesta lög frá al- þingi. Það var fyrst, að Jóni Sigurðs- syni kom til hugar 1873, að lög mætti staðfesta hjer á landi, en í frumvarpinu frá 1873 var þó að eins ákveðið, að kon- ungur eða jarl staðfesti lögin. Islend- ingum hefur þótt það þungbært, hversu mörgum lögum hefur verið synjað stað- festingar, og það hefur opt verið tekið *) Sjá Ný fjelagsrit 1870, bls. 186, Andvari 1874, bls. 118. fram, að eina ráðið til að fyrirbyggja slíkt alveg, væri að taka lagasynjunar- valdið af konungi og láta hann að eins hafa bráðabirgðarvald til að synja lög- um staðfestingar. Um þetta hefur ver- ið mikið rætt hjer á landi, en nú eru menn búnir að sjá, að það er ekki til neins að fara fram á slíkt, og að slíkt er einungis til að spilla fyrir framgangi málsins. Jóni Sigurðssyni datt þetta heldur aldrei í hug; hann sá, að kon- ungur varð að hafa þetta vald, og Islend- ingar verða að sætta sig við það. Hann gekk lengst í frumvarpinu 1873, en þar var þó sá hængur á, að laga- staðfestingarvaldið var ekki nákvæmlegar ákveðið en svo, að konungur eða jarl staðfesti lögin. Mátti því búast við, að konungur mundi alls ekki sleppa neinu af þessu valdi, og þá voru menn litlu bættari að þessu leyti. í frumvarpinu frá í sumar var þessu breytt og nákvæm ákvæði sett um staðfestingarvaldið, og rennur maður þar ekkert blint í sjóinn, þvi að þessi ákvæði eru beint tekin ept- ir lögum Englendinga, og hafa þau reynst ágætlega hjá þeim. Lagastaðfestingar- valdið snertir ekkert annað en konungs- valdið, og því væri það mikil fáviska, að koma hjer með nokkurt orðaglamur um nýlendur eða afsal a landsrjettindum Is- lands, og það er heldur eigi hægt að segja, að lagastaðfestingarvaldinu mundi verða beitt allt öðru vísi, en hjá Eng- lendingum, því að til hvers værum vjer þá að berjast? Er það ekki okunnug- leiki stjórnarinnar, sem vjer berum mest fyrir oss, og er það ekki fyrirkomulagið, sem oss þykir ófært? Jú! beint það. En vjer höfum enn ekki ætlað oss að berj- ast móti valdi konungs, heldur fyrir- komulaginu á þvi. Ef vjer segðum, að lagastaðfestingarvaldinu yrði ekkert bet- ur beitt, þótt hjer væri komin innlend stjórn, þá getum vjer einnig sagt, að það gagnaði ekkert, að fá jarl hjer á landi, því að konungur gæti skipað þann mann jarl, sem berðist móti öllum framförum og tæki sjer hina verstu menn til ráða- neytis. Þetta er hugsanlegt. En er það líklegt? Vjer höfum hingað til ekki I kennt stjórninni um, að hún sje í móti

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.