Þjóðólfur - 25.11.1889, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 25.11.1889, Blaðsíða 2
218 bert Nyanza, hafði Emin verið tekinn höndum af mönnum Mahdians 18. ágúst 1888, og allt var í ólagi. Stanley beið í 3 mánuði eptir flóttamönnum við vatn- ið og lagði af stað út að ströndinni 8. mai. Hann hefur fundið vatn, sem önn- ur kvíslin af hinni hvitu Nil rennur úr. En það eru aðrar fregnir frá Austur-Af- ríku, sem eru verri, en fregnirnar um, að ríki Emins er liðið undir lok. Sveit sú undir forustu dr. Peters’, sem Þjóð- verjar gerðu út til að hjálpa Emin, hef- ur verið drepin að kalla öll. Hún var ekki send af stjórninni og þess vegna munu Þjóðverjar naumlega fara að hefna þessa. Hinn 29. ágúst átti Stanley um 550 enskar milur austur að ströndinni og er því von á honum í janúar, en Þjóðverjar eru að berjast við villiþjóð- irnar á þessum stöðvum, svo þetta er mesta glæfraför. Ymislegt. I Lundúnum er verk- fall að byrja aptur. — I Kristianíu hafa stúlkur, sem búa um eldspítur, hætt vinnu og þykir vinnan óholl mjög og illa borguð. Mörgum þúsundum króna hefur verið safnað handa þeim, og Björstjerne Björnson hefur haldið ágæt- is ræðu á miklum fundi fyrir því, að þær næðu rjetti sínum. Hann kvaðst hafa beðið norskan biskup að miðla mál- um, en hann hefði ekki viljað vegna embættis síns, og væri það ólíkt því, sem biskupinn í Lundúnum hefði að gert, þegar verkfallið var þar. Af slysum er helst að geta þessara: Járnbrautalestir rákust á við Stuttgart og varð 7 manna bani en 43 urðu sárir. —ViðManchester varð sams konar slys, en varð færri mönnum að bana. — Kolanáma hrundi saman á Englandi og dúkvef- staður í Glasgow, sem varð 40—50 vefn- aðarstúlkum að bana. Hinn 19. október dó Luis Portúgals- konungur, en sá sem við hefur tekið ept- ir hann heitir Carlos I. Maður skaut nýlega á Vilhjálm krón- prins í Wiirtemberg, en hann sakaði ekki. Maðurinn kvaðst vera einn af flokk manna, sem hefðu ásett sjer að myrða alla konunga og keisara í' Ev- rópu. Hinn 29. okt. var haldin mikil há- tíð uin allt Rússland í minningu þess, að þá var ár síðan keisari og drottning komust lífs af við Borki. Natalía Serbadrottning er nú kom- in til Belgrad, höfuðborgarinnar i Serb- íu, og fagnaði þjóðin henni forkunnar vei. Hún ijekk loks með herkjum að tala við son sinn, konunginn, sem er 13 ára, og hjelt hann ræðu yfir henni, sem honum hafði verið kennd, en hún sneri öllu upp í blíðlæti. Kússakeisari kvað nú ætla að miðia málum milli hennar og Mílans, Friðþjófur Nansen hefur nú verið á Englandi um stund og hafður í háveg- um. Oskar konungur hefur gefið hon- um vegamedalíuna. Nýdáinn er hið frægasta leikrita- skáld Erakka Emile Augier. Fulltrúar frá öllum ríkjum í Norður-, Suður- og Mið-Ameríku hafa haldið fund í Washington til að reyna að koma á nánara sambandi milli þeirra gagnvart Evrópu, og hefur Blaine utanríkisráð- gjafi farið með þá um öll Bandafylkin til að sýna þeim auð og velmegan þeirra. Tvær merkar bækur eru nýkomnar út, og set jeg hjer titlana á þeim: Víkingaöldin, fornsaga, venjur og siðir forfeðra þjóða þeirra, er á enska tungu mæla, með 1366 myndum, eptir fornleifum úr haugum og mýrum og eptir sögunum og Eddunum, eptir P. B. Du Chaillu. I. bindi 591 bls.; II. bindi 562 bls. London, John Murray. New- York, Harper and brothers. Björnstjerne Björnson: A vegum guðs. Skáldsaga. Gyldendal. Höfn. Viðbætir. í enskum blöðum frá 11. þ. m. er það talið mjög efasamt, að það sje satt, að Peters og hans fýlgdarmenn hafi verið drepnir í Afríku, og jafnvel talið líklegt, að sú frjett væri bara upp- spuni. Laugardaginn 9. þ. m. brann til kaldra kola vefnaðarhús í Halifax á Eng- landi; skaðinn metinn allt að H/2 miljón króna. — Gufuskip tvö rákust á nálægt Hull 10 þ. m.; annað skipið skemmdist talsvert; einn maður beið bana, en marg- ir meiddust. Lítilleg leiðrjetting. í útgáfu sinni af Stefáns kvæðum Ólafssonar hefur dr, Jón Þorkelsson prentað ritgjörð „Um Eiktamörk á íslandi (II. 357—65). Kftir að hún var prentuð (eða ,,sett“) hefur hann uppgötvað, að ritgjörð þessi var áður til á prenti aftan við Rím- beglu 1780 (sjá athugas. á 365. og 411. bls). í því handriti, sem Jón hefur prentað og farið eftir, er ritgjörðin að vísu eignuð Stefáni presti Ólafs- syni, og það hefur liann tekið trúanlegt; enda seg- ir hann svo á bls. 411: „og sýnist hann þ: Stef- án Björnsson útg. Rimbeglu] eigna hana Jóni biskupi Árnasyni, en það mun vera rangt“. Hvern- ig dr. Jón Þorkelsson hefur hjer lesið og skilið,er óskiljanlegt. Það er alveg ósatt, að Stefán Björns- son eigni, eða sýnist eigna ritgjörð þessa Jóni biskupi, því að hann segir afdráttarlaust í formál- anum að hún sje eftir Finn bislcup Jónsson („Ul- timo comitantur Rymbeglam duo . . . Ilorologia, quorum prius Episcopi Arnesonii, posterius [og það er sú ritgjörð sem hjer um ræðir] Finni Johannœi Theologiæ Doctoris & Episcopi“). Eormálinn er ritaður 1780 eða 9 árum áður en Finnur biskup dó. Það má því nærri geta, hvort Stefán Björns- son hefur hjer farið með óvísafleipur eða ekki. Pjetur biskup eignar og Finni ritgjörðina í sinni bók (Hist. eccl. 477, neðanmáls). En þótt dr. Jón hafi í gáleysi ekki tekið eftir þessu, þá var honum þó engin vorkunn að sjá, að ritgjörðin lilaut að vera yngri en svo, að húu gæti verið eftir Stefán prest, sem dó 1688. í ritgjörðinni sjálfri er nefnd- ur „einn mikilsháttar maður hér á landi og hinn glöggvasti í öllu antiqviteti11 [svo rjett í Rímb., ekki antiqvitati] með þeirri og þeirri skoðun, sem „hann vill með myndugleika Gulaþingsbókar styrkj- ast lát,a“ (sjá Stef. Ól, II., 359). Hjer er hvorki átt við Odd prest á Reynivöílum eða Þórð prest í Ögri eða neinn annan á 17. öld (sbr. bls 359 neð- anm.). Maðurinn er Páll Vágmaöur Vídalín, sem var rúmlega tvít.ugur (f. 1667), þegar Stefán Ól- afsson dó. Það, sem ritgjörðin bendir til á greind- um stað, má lesa í Skýringum Páls yfir fornyrði lögbókar bls. 69 o. s. frv. Þessi „mikilsháttar maður“ er því Páll Yídalín, og er ritgjörðin því yngri en hann (f 1727); mjer vitanlega er eingin ástæða til að rengja, að ritgjörðin sje eftir Finn biskup. Jeg hef ritað þetta í þeim tilgangi, að eig- endur 2. útg. Stefáns kvæða geti leiðrjett þetta í sínum bókum, og til þess að hindra, að ritgjörðin sje lengur ranglega feðruð að óþört'u. Um leið mætti jeg leyía mjer að gera nokkr- ar leiðrjettingar við Stef. Ól. II. 314—5 og 325—6, þótt þær sje í rnun og veru lítilfjörlegar. Þegar bókatitlar eru prentaðir stafrjett, má valla finnast stat'villa þar í. Við titilinn á Paradísarlykli, hinui fyrstu Skálkoltsbók frá 1686 og formálakafla úr henni o. s. frv. hef jeg að athuga: Yðkaner (31412) les Ydkaner, sio (1. 25.) 1. sio (þó lítið eitt vafasamt), Æru- (1. 27) I. Eru-, Danmork (1. 281 1. Danmork, anara (3253) 1. anra, verk (neðstu 1.) 1. Verk, en (326s) 1. Eíi, Ólafssonar (1. 12) á að vera í tveimur orðum, að (s.st.) 1. ad, Hefe (I- VA) 1- hefe, tijðkast (1. 17) I. tijdkast, Adels (1. 20) 1. Ades (af aðsum), vr (1. 22) 1. Vr.—Þessar leiðrjett- íngar eru teknar eftir minni eigin bók, sem er á- gæt í alla staði. Þess skal að síðustu getið til bragðbætis fyrir bókavini, að fremsta blaðið í bók- inni er ekki titilblaðið eiginlega, heldur blað, sem á fremri síðu hefur mynd af 2 englum, sem halda um Iglcil; fyrir ofan hana er „jehova“ með hebresku letri, og fyrir neðan hana: PARADISAR J LIK- ELL. Hinum megin eru nokkur vess úr 3. kap. „Openberingarbookarennar11. Virðingarfyllst Kaupmh. 1889. Finnur Jónsson. Bankastrætið og veganefndin í Reykjavík. Má jeg spyrja: Var það bráðnauðsynlegt, fram yfir allt annað nauðsynlegt, að gjöra nú við bankastrætið ? Flestir bæjarmenn inundu svara

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.