Þjóðólfur - 20.12.1889, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 20.12.1889, Blaðsíða 3
‘235 mína í þessu máli, eu lijer var mjer einn nauðug ur að reka af mjer áburð og ósannindi. Vigur, 4. nóv. 1889. Sigurður Stefánsson. --o>4=)OÖ<&- Sent til ritstjórans: 1. M. Halldorsson-Fridriksson, Læren om Massage. Kjöbenhavn 1887, 96 bls 8vo. — Þessi bók er leiðbeining fyrir al- menning til þess að skilja eðli og áhrif nuddunarlækninga, sem nú eru farnar all- mjög að tíðkast í útöndum, og kenna möunum að nota þær. Bókin er vel sam- in og skipulega og hverjum manni skiljan- leg. í henni eru myndir til skýringar. 2. Mbritz Halldörsson-Fricíriksson, Stutt leiðbeining til að safna og varðveita náttúrugripi. Kaupmannahöfn 1889, 40 bls. 8vo. Höfundurinn getur þess, að hann hafi samið bók þessa á íslensku, til þess að styðja að takmarki fjelags þess, sem ætl- ar að reyna að koma á íot íslensku nátt- úrugripasafni, og eru þar-leiðbeiningar til að búa út alls konar náttúrugripi: spen- dýr, fugla, skriðdýr og pöddur, fiska, beinagrindur, egg, hreiður, skordýr, bjöll- ur, fiðrildi, flugur, kóngulær, krabbadýr, orma, skeljar og kuðunga, jurtir og steina. Þessi leiðbeining er greinileg, skýr og Ijós. svo að hún getur komið þeim að hinum bestu noturn. sem vilja safna nátt- úrugripum annaðhvort fyrir sig eða aðra. Eins og allir vita, er safn af náttúru- gripum alveg nauðsynlegt til að stunda náttúrufræði, en þegar menn komast upp á það, að safna náttúrugripum, þá er það eitthvað liið skemmtilegasta starf, sem fyrir getur komið. og viljum vjer því ráða þeirn, sem langar til að kynna sjer náttúru íslands, til að kaupa þessa bók. 3. Arkiv för nordisk lilologi, utgivet under medvárkan av Sophus Bugge, Finnur Jónsson, Kristian Kálund, Nils Linder, Adolf Norean, Gustav Storm, Ludv. F. A. Wimmer, Tlæodor Wisen. Ny följd. Första bandet. Háftet 3. Lund 1889. Efnið í þessu hepti er: Ebbe Hertzberg: Tvivlsomme ord i Norges gamle love. Hj. Falk: Med hvilken ret kaldes skal- desproget kunstigt? Janus Jónsson & Finnur Jónsson : Um orðið vigg. Björn Magnússon Olsen: Nogle bemærkinger til et vers i Haustlöng. — Finnur Jónsson: Yengi. Elof Tegner: Carl Johan Schlyter. í. J.: Jón Árnason. Eins og sjest á efnisyfirlitinu, kenni'r margra grasa í þessu hepti, en það sýnir, hvernig tímaritið er í heild sinni. Þar eru að jafnaði stuttar og velsamdar rit- gjörðir; er áríðandi fyrir þá, sem vilja fylgja með í norrænum fræðum, að eiga tímaritið. Þess skal getið, að íslenskan á þar jafnan rjett við dönsku og sænsku og eru ýmsar ritgjörðir í tímaritinu á ís- lensku. Fjögur fyrstu bindin 1884—1888 (um 100 arkir) fást hjá öllurn bóksölum fyrir 12 kr., og er það gott kaup. ---0>-Ö0fe»-<C=- Skip koni hingað 14. þ. m. (Nancy) frá Liverpool með kol til Fischersversl- unar ; var sannarlega ekki vanþörf á því, með því að kol voru þrotin í verslunum hjer í bænum. Frá útlöndnm bárust þau tíðindi með skipi þessu, að stj órnbylting hefði orðið í Brasilíu í miðjum f. m., Pjetur keisari þar rekinn frá völdum, en lýðveldi stofn- að í staðinn, bráðabirgðarstjórn kosin undir forustu hershöfðingja eins, Fonesca að nafni. Pjetur keisari ætlaði að setj- ast að á Frakklandi og var þegar kom- inn til Portúgals. Onnur stórtíðindi eigi frá útlöndum. Maður varð nýlega úti, Bjarni Hin- riksson frá Vatnsleysu á leið heim til sín úr Hafnarfirði. Sex menn drukknuðu 13. f. m. á Snæ- fjallaströnd í ísafjarðarsýslu. Voru 4 þeirra frá ísafirði; höfðu þeir farið þaðan deginum áður á þiljubátnum Olavia með salt norður á Snæfjallaströnd; um kveld- ið (12.) lögðu þeir skipinu fyrir framan Sandeyri og fóru i land, en af því að veður tók að versna, fengu þeir með sjer tvo vinnumenn frá Sandeyri, til að kom- ast aptur út í skipið, sem þeim heppnað- ist, en veðrið fór síversnandi og daginn eptir (13.) var aftakaveður; er haldið, að þá hafi slitnað önnur festin, sem skipið lá við, og fóru þá allir af skipinu og ætluðu í land, en drukknuðu á leiðinni. Skipstjóri var Þorleifur Jóhannsson á ísa- firði. Skipstrand. 27. f. m. strandaði Holger, kaupskip Clausens verslunar fyrir vestan. Það lagði frá ísafirði daginn áður með 650 skppd. af saltfiski, og ætlaði að taka meira af fiski á Flateyri og halda síðan til útlanda, en strandaði við Stigahlíð. Drukknaði þar skipstjóri lbsen og einn háseta, en 5 komust í land; af þeim kom- ust 3 til bæja, en liinir 2 voru svo þjak- aðir, að þeir gátu ekki orðið hínum sam- ferða, og hafa ef til vill orðið úti, því að leit var gjörð að þeim, en þeir voru ekki fundnir, er seinast frjettist. Tíðarfar enn óstöðugt; hefur snjóað nokkuð þessa viku, en bloti kom og lileypti öllu í gadd, svo að nú er hag- laust eða haglítið. — Vestanlands hefur tíð verið stormasöm og óstillt, eins og hjer, en á Norðurlandi betur látið af tíð- inni. Um hátíðiruar stíga í stólinn í dómkirkjunni: Á aðfangadagskveld : kand. Hannes Þorsteinsson; á jóladaginn: biskup Hallgrímur Sveinsson; á ann- an í jólum, sunnudaginn milli jóla og nýárs og á ný- ársdag: sjera Þórhallur Bjarnarson, en á-gamlárs- kveld: kand. Magnús Blöndal Jónsson. Svo sem venjulegt er, verður engin messa næsta sunnu- dag. NorðurmúlasýslU, (Pljótsdalshjeraði) í nóv. „Pöntunarfjelag Pljótsdalshjeraðs keypti hjer í haust sauði eptir vigt, eins og að undanförnu; sömuleið- is Tostrupsverslun á Seyðisfirði og gaf þegar 15 a. fyrir pd. — Bnn fremur keyptu fje á fæti: Sli- mon, S. Johansen og Gránufjelagið. Sauðir seld- ust 17—19 krónur, best 21V2 kr, en geldar ær 12 —13 kr. — Heilsufar almennt gott og engir nafn- kenndir dáið. — Heldur eru búnaðarmál að taka við sjer eptir harðærið; á síðastliðnu vori risu npp úr dái ýms búnaðarfjelög. — Daufar þykja hjer- aðsbúum aðgjörðir þeirra, er falið var á hendur að gjöra hið ýtrasta til, að Lagarfljót yrði laxgengt og koma á laxaklaki við það (sbr. fundarskýrslu i Austra 1887). 22. júní síðastl. kom mál þetta að nýju til umræðu á sameinuðum Múlasýslufnndi á Eiðum. Átti þá mest að standa á fossmælingunni, en til þess tíma hafði veður ekki geflð til þess. Var þá öðrum falin mælingin á hendur, en eigi vitum vjer, hvort þeir hafa enn fengið veður til þess frem- ur en hinir“. Eyjaflrði 20 nóv. „Alltaf helst sama öndveg- istíð, hlýinda veðrátta dag eptir dag, en óvana- lega óstillt og stormasöm nú lengi, optast vestan og suðvestan stormar. Stundum eru hlýindarign- ingar eins og á vordag, enda liefir sjest spretta upp í görðum aptur og jafnvel nýútsprungnar sól- eyjar. Allar sveitir hjer kringum Eyjafjörð mega heita alauðar. — Aflalítið er einlægt hjer á flrðin- um, enda gefur sjaldan að róa nti um tíma; apt- ur á móti má heita á ýmsum stöðum hjer utan til á firöinum uppburður af síld við og við, og kol- krabbi fjekkst mikill framan af í vetur“. Skagafjarðarsýslu 6. des. . . . „Tíðin hefur að undanförnu verið hin ákjósanlegasta, svo að fremur hefur mátt heita vor- en vetrarveðrátta, en í dag er hvassviðri og gránar i rót, en þó eigi frosthart. Sökum þess, hve tíðiu hefur verið góð, hafa ær allt til þessa víða á útigangsjörðum eigi verið teknar á gjöf og lömb að eins nýtekin sum- staðar“. Húnavatussýslu 4. des. .. „Tíðin hefur verið góð, en stormasöm, opt óstætt veður; nú því nær auð jörð. Ekkert farið að gefa fullorðnu fje og það lítið hrakið“. Húnavatnssýslu (vestantil), 9. des. . . . „5. þ. m. fór fyrst heldur að kólna og spillast tíð og hafa verið hríðarjagandar síðan, mest af titsuðri, svo að snjór er nú kominn nokkur, einkum til dala“.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.