Þjóðólfur - 31.01.1890, Blaðsíða 3
19
Áformað er að brúa Grjótá í Hraun-
hreppi á næsta vori. Það er smá á, þeg-
ar ekki eru leysingar; er í nánd við póst-
veg, — hreppsbúar reka mestallt fje sitt
yfir hana til fjalls og af fjalli“.
Eyrarbakka, 26. jan. „Síðan stillti til ept-
ir nýárið hefur hjer viðrað hægura norðankulda,
mest hefur frostið verið 7 stig á E.; hjer við sjó-
inn er snjór mjög lítill á jörðu enn þó haglaust
fyrir allan fjenað, til uppsveitanna er kvartað yfir
gnjóþyngslum og hagleysum, enginn keyrist tala
um heyskort, enda væri það snemmt eptir þvílíkt
heyskapar-sumar, enda var fjenaðarsala hjer úr
sýslu með mesta móti, eins og víða annars staðar;
að vísu munu lömb vcra hjá flestum með langflesta
móti, en þau taka upp mikil hcy, sjerílagi nú, þar
sem hey eru að sögn mjög ljett og áburðarfrek.—
23. og 24. þ. m. reru nokkur skip á Stokkseyri
fyrir hákarl og var afli mjög rýr, frá 6—18 smá-
hákarlar á skip, á að giska Vs—1 kútur lýsis i
hlut. — 24. þ. m. reri eitt skip hjer á Eyrarbakka
til fiskjar og komu 2 ýsur á land; siðan ekki róið.
— Rjúpnadráp hefur hjer um slóðir verið með mesta
Juóti, eptir því sem hjer er venja til, og hefur hún
verið keypt við eina verslun hjer til útsiglingar af
faktor Guðm. kaupin. ísleifssonar ; fyrri hefur rjúpa
ekki verið keypt hjer til að sendast til útlanda“.
Húnavatnssýslu (austanverðri], 9. jan.... „Fram
til dala er nú jarðlaust fyrir fje, en hross hafa jörð
enn; utar í sveitum betri hagar“.
Húnavatnssýslu [Miðfirði], 14. jan. . . . „Fyrír
næstliðna helgi var hjer alstaðar nægur hrossahagi
og viðast sæmilegur hagi fyrir kindur, nema fram-
arlega til dala, en á sunnudagsnóttina var, gerði
óþrifablota, sem svo snerist upp i útsunnanhríð, og
tók þá að kalla alveg fyrir haga“.
Barðastrandarsýslu, 5. jan. „Hjeðan nú eng-
in stórtíðindi; tiðin hefur mátt heita ágæt í allan
vetur; alstaðar jörð til jóla, aldrei komið meira
frost en 9° og það að eins tvisvar eða þrisvar. —
Heilsufar hefur verið gott til þessa, en nú er tauga-
veiki farin að stinga sjer niður á einstaka hæ, fer
þð eigi geyst. — Snjór nú sem stendnr allmikill
°8 í sumum sveitum orðið jarðlitið“.
Skag-iifjarðarsýslu, 9. jan.:........,Tið hefur
mátt heita hin bcsta. Fyrir jólin var stormasamt
mjög, en síðan hefur veðráttan verið kyrlátari. —
Nú eru komin brjef og reikningar frá Zöllner, enda
var orðið þörf á þeim til að helrota allar þær lyga-
fregnir, sem hjer gengu um stórskaða, sem pönt-
unarfjclagið hefði beðið o. s. frv. Salan á fje og
hrossum má heita að hafa gengið vel, og þess ber
vel að gæta, að þótt hestar hafi eigi náð ]ivi geypi-
verði i fjelaginu, sem samkeppnin kom þeim í í
sumar, þá var það háa verð einmitt framkomið við
samkeppni rnilli J. Coghills og Zöllners, og þannig
óbeinlinis pöntunarfjelaginu að þakka, þar sem við-
ekipti þess við Zöllner eru orsök í, að hann kaupir
hross hjer á landi að sumrinu, t.il þess að þurfa
eigi að senda skipin tóm eða Ijetthlaðin til baka
Sagt er, að prófastur Jón Hallsson í Glaumbæ
sje nýbúinn að segja af sjer prestsembætti.
ísafjarðarsýslu [Snæfjallaströnd], 30. des. „Tið-
arfar mjög umhleypingasamt og þar afleiðandi gæfta-
leysi til sjávar. A.fli liafði verið góður síðast þeg-
ar róið var í Hnífsdal og Bolungarvík, en hjer á
ströndinni hefur ekki verið róið síðan snemma á
jólaföstu. Aptur á móti er hjer óvenjulega snjó-
lítið. Innistöður hafa verið óvenju litlar á rosknu
fje, en lömb hafa verið alin inni síðan á vetur-
nóttum. Hey eru sumstaðar nokkuð skemmd af
slagviðrunum. Heilbrigði á mönnum og skepnum
i betra lagi“.
Dýraflrði, 30. des. „Nýlega eru dánir 2 merk-
ir bændur hjer vestra; annar þeirra er Jón Há-
konarson (prests á Eyri við Skutulsfjörð) bóndi á
Sveinseyri í Dýrafirði, fæddnr 9. jan. 1817; hann
dó 4. þ. m.; en hinn er Guðmundur Guðbrandsson
bóndi á Hólum i Dýrafirði, f. i nóv. 1817, dó 2.
þ. m. — Báðir þessir merkisbændur fæddust á
sama árinu, kvæntust báðir í sömu kirkju i sömu
vikunni, bjuggu allan sinn búskap i sömu sveitog
dóu báðir í sömu vikunni11.
Fregnir frá kaupfjelagi Árnesiuga
1889. Innkaupsverð hjá Zöllner á pönt-
uðum vörum fjelagsins (flestar vörutegundir
eru taldar), var þetta: 125 pd. bankab.
(með sekk) á 10,13 kr., 100 pd. overhead
á 7,65 kr., 100 pd. „Flæk“-ertur á 10,58
kr., 100 pd. skoskt haframjöl á 13,73 kr.,
100 pd. Flormjöl á 14,40 kr., 100 pd.
stjörnumjöl á 14,85 kr., 100 pd. maismjöl,
fínt, á 7,20 kr., 100 pd. rísgrjón á 12,30
kr., 1 pd. kaffi á 0,77 kr., 1 pd. kandís
á 24% e., 1 pd. melis á 22% e., 1 pd.
export á 0,24 kr., 1 pd. neftóbak á 0,70
kr., 1 pd. munntóbak á 1,10 kr., 1 pd.
Mossrose 0,80 kr., 1 pd. Melange 0,55 kr.,
1 pd. svartur litur (Castor-svart) á 0,18
kr., 1 pt. steinolíu 0,11 kr., 1 pd. rúsínur
á 0,17 kr., 1 pd. plómur á 0,18 kr., 1 pd.
hvítt tvistgarn á 0,67 kr., brúnt tvistg. á
95 kr., 1 pd. selanótargarn á 0,60 kr., 1
pd. laxagarn 0,62 kr., 1 pd. seglgarn á
63V2 e., 1 lóðarlína 4 pd. á 1,90 kr., 1
lóðarlína 2 pd. á 1,28 kr., lóðarlína 1% pd.
á 1,16 kr., 1000 önglar (nr. 7) á 3,60 kr.,
1 ljáblað 0,66 kr., 5 pd. baðmeðal á 2,75
kr. — Fjelagið fjekk frá Zöllner vörur
fyrir 23892,46 kr., en þar í eru talin um-
boðslaun Zöllners 2%°/0 og ábyrgðargjald
3U°lo °g fragt. Til Rvíkur rak fjelagið
27 hross og 1584 sauði; hrossin seldust
ytra á 55,20 kr. að meðaltali að frádregn-
um kostnaði þar, og 1223 sauðir á 17,75
kr. að meðaliali; fyrir slysni voru 354
sauðir seldir í Rvík fyrir 14 kr. 10% a.
að meðaltali að frádregnum kostnaði; auk
þessa ljet fjelagið 4101% pd. af ull, sem
að meðaltali hefur orðið á 65 a. kostnað-
arlaust, og 742,36 kr. voru látnar í pen-
ingum. Ótalinn er kostnaður við gæslu
hrossanna í Rvík, og sömul. sauðanna allra,
c. 14 a. á sauð, sem og rekstrarkaup suð-
ur. 619 kr. 73 au. (3%) galt fjelagið í
rentur af útlendum vörum, af því að þær
voru nú fengnar að vorinu, en fekk apt-
ur rentur af hrossum og ull. Umboðs-
maður fjelagsins í Rvík fjekk 2%°/0 af
útl. vöru og 1% af innl. vöru (eða alls
856,32 kr.). Með innlendum kostnaði á útl.
vörum (233 kr. 56 au.) verður því kostn-
aður allur á útlendum vörur, c. 10% auk
fragtar: 1 eyrir á pundið frá Newcastle
til Rvíkur og þar að auki 1% ey. á pd.
af tóbaki, Export og lit, af því að þær vör-
ur hafa verið sóttar til Khafnar. Tóbaks-
tollur er og ótalinn (10 au. á pd). Skipt
var svo upp milli allra deilda fjelagsins,
sem afgangi 5301 kr. 84 a., en þó er ept-
ir svo sem í varasjóði 566,56 kr. Zölln-
er hefur tekið vel í að bæta fjelaginu skað-
ann við sauðasöluna í Rvík, enda reikn-
aði hann í fyrstu stærð sauðaskipsins skakkt
(of mikla) og af því stafaði síðan glund-
roðinn. í von um liðleg skipti frá hans
hálfu í þessu og öðru fleiru, heldur fje-
lagið áfram skiptum við hann næsta ár,
en ætlar nú að reyna að fá vörur upp á
Stokkseyri eða Eyrarbakka.
Bæjarbruni. Um síðustu mánaðamót
brann bærinn á Arbót í Helgastaðahreppi
í Þingeyjarsýslu. Bóndinn þar Páll Jóa-
kímsson, var fjarverandi og ekki annað
manna heima en móðir hans og bróðir, sem
hún sendi til næsta bæjar að fá hjálp. En
á meðan brann hún inni; hefur hætt sjer
of mikið við björgunartilraunir.
Rjúpnadráp hefur verið með langmesta
móti sunnanlands nú í jan. Hafa kaup-
menn hjer gefið fyrir þær 20 a. nú siðast
en meira (allt að 35 a.) áður. Þaö er
ælun manna, að um 100,000 rjúpur sjeu
nú komnar til bæjarins, sem eigi að fara
með næsta póstskipi.
Sjera 0. V. Híslason hjelt fyrirlestur
hjer í bænum 28. þ. m. um bjargráð sjó-
manna, sem hann skipti 1 þrennt: 1. and-
leg bjargráð, trúna og traustið á guði. 2.
bjargráð í lífsháska og 3. bjargráð til hags-
bóta; gaf ýmsar skýrslur um þetta, upp-
örvanir og ágætar bendingar í líka stefnu
eins og í fyrirlestrum sínum, sem hann
hefur áður lialdið um þetta efni.
Endurskoðari við landsbankann er
skipaður landritari Hannes Hafsein í stað
yfirdómara Jóns Jenssonar, sem var end-
urskoðari áður.
Kaupskip kom til Keflavíkur í fyrra
dag, en strandaði þar í fyrri nótt; menn
komust af.
Mannalát og slysfarir. 26. þ. m. dó
hjer í bænum á 82. aldursári frú Sophia
Dorothea Jónassen, ekkja háyfirdómara
Þórðar Jónassens, móðir amtmannsE. Th.
Jónassens, dr. J. Jónassens og þeirra syst-
kina. — Með pósti um daginn frjettist,
að dáinn væri Skúli Magnússon bóndi á