Þjóðólfur - 09.05.1890, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 09.05.1890, Blaðsíða 1
Kemur út 4 föstudög- um — Ver» 4rg. (60 arka) 4 kr. Erlemlis 5 kr. — Borgist fyrir l.s. jtili. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn skrifleg, bundin viö áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. XLII. árg. Reykjavík, föstudaginn 9. maí 1890. Nr. 22. Þjóöólfur fæst frá næstu júlíbyrjun til ársloka fyrir 2 kr., og fá þeir, sem þá gjörast kaupendur: ókeypis og kostnaðarlaust sent: Sögusafn E*jóðólfs 1889, Sögusafn IÞjoðólfs 1890, þegar það er allt út komið. í sögusafninu 1889, sem er um 200 bls., eru 14 sögur, og í sögusafn- inu þetta ár, sem verður um 200 bls., verða milli 10 og 20 sögur. Þannig geta menn fengið ókeypis um 400 bls. með 20—30 sögum. Menn gefi sig fram sem fyrst til útgefandans. Útlendar og innlendar vitleysur. Á þingi í fyrra var eigi hægt að búast við, að stjórnarskrármálið mundi komast í það horf, sem það ernú. Það var eigi hægt að bixast við, að menntaðir menn, þó ofsamenn sjeu, mundu sýna eins mikla fáfræði og eins mikinn skort á hygg- indum og góðum vilja, eins og komið hefur fram. Hitt hefði aptur á móti verið auðgefið að sjá, að þegar menn með töluverðu áliti snúast þannig við, þá myndi fleiri og færri af landsmönn- um hlaupa eptir orðum þeirra, því að þess verða menn að gæta, að það, sem satt er og hyggilegt, nær ekki fylgi manna, nema barist sje fyrir því, og þó að það gefi mönnum jafnan mikinn krapt til að berjast, þá getur hið ósanna og óhyggilega þó opt orðið yfirsterkara, þegar því er fy]gt fram með kappi. pað var líkt með það, eins og póst- ávísanirnar og skuldina við ríkissjóð. Þegar við Jon Ólafsson yfirskoðuðum í fyrra landsreikningana 1886 og 1887, gat okkur eigi dreymt um, að mikilsvirtur maður, eins og Eirikur Magnússon, mundi nsa upp og tala um þessi málefni, eins og vitskertur maður. Þegar jeg hugsa um það, hversu hann hefur rarið sví- virðilegum orðum um mig sem þing- ffiann og þingmenn yfir höfuð fyrir framkomu okkar á þingi, þá furða jeg mig stórum á þvi, að hann skuli ekki hafa ráðist á okkur Jón Ólafsson sem yíirskoðunarmenn landsreikninganna, því að okkur stóð þó nær en öðrum að hafa eitthvað veður af þessu óttalega fjár- malahruni, sem ísland var að hrapa í, en þessum mikilsvirta manni þykir nú ef til vill óþarfi að fá sjer landsreikningana, til að afla sjer þekkingar um fjárhag íslands, eða hann ef til vill veit eigi, að þessir landsreikningar eru til eða að þeir eru endurskoðaðir af mönnum, kosnum af al- þingi. Endileysum Eiriks Magnússonar hefur verið svarað bæði í Þjóðólfi og ísafold, og eins í Lögbergi af fjehirði Halldóri Jónssyni, en mjer hefur þó verið skrifað frá ýms- um hjeruðum, að fleiri og færri meðal almennings leggi trúnað á orð Eiríks Magnús- sonar; og þess vegna hefur mjer dottið í hug að skýra ofuriítið frá viðskiptunum við ríkissjóð 1888 og setja í Þjóðólf eptirfylgjandi Yfirlit yfir vidskiptin við ríkissjóð 1888. Tekjur: 1. Samkvæmt reikningsbók ráðgjafa og landsreikningnum var af tekjum landsins greitt i ríkissjóð 1888 ..........................kr. 186243,54 2. Sent frá jarðabókarsjóðnum í peningum kr. 111100,08 og ríkisskuldabrjef er selt var fyrir — 993,26 — 112093,34 3. Innborganir fyrir ýmsar útborganir úr jarðarbókarsj. t. d. 22 þús. kr. til Fyllu, liðugar 7 þús. kr. fyrir skaðabætur Allanlínunnar o. fl..........................— 52659,72 kr. 350996,60 Útgjöld: 1. Greitt af útgjöldum Iandsins úr ríkissjóði . . . kr. 21331,28 2. Útborgað fyrir póstávísanir.............................— 340492,79 3. Sent jarðabókarsjóði í peningum.........................— 4000,00 4. Útborgaðar ýmsar upphæðir, sem greiddar eru í jarðabókarsjóð, mest allt lífsábyrgðarfje .... — 19525,80 5. Ríkissjóður átti til góða 31. des. 1887 .... — 297733,98 ___ 683083,85 Reikningshallinn kr. 332087,25 gjörir upphæð skuldarinnar við ríkissjóð 31. des. 1888. Þegar menn nú bera þetta saman við póstávísanirnar, þá voru þær útborgaðar úr ríkissjóði 1888 .....................................................kr. 340492,79 Tekjur greiddar í ríkissjóð...............kr. 186243,54 útgjöld greidd úr ríkissjóði..............— 21331,28 kr. 164912,26 sent frá jarðabókarsjóði til ríkissjóðs . . kr. 112093,34 * — — ríkissjóði til jarðabókarsjóðs . . — 4000,00 — 108093,34 Innborgað til ríkíssj. fyrir útborg. úr jbsjóði kr. 52659,72 útborg. úr ríkissj. fyrir innborganir í jbsjóð — 19525,80 — 33133,92 gengur þannig upp í póstávísanaupphæðina................................— 306139,52 en til þess að þær sjeu borgaðar að fullu, vantar að eins...............kr. 34353,27 Um þetta hefur skuldin aukist árið 1888, en eins og skýrt hefur verið frá bæði í Þjóðólfi og ísafold hefur borgast 1889 ekki að eins öll þessi sknld, heldur einnig um 40 þús. kr. upp í skuldina frá 1887 og f. árum. Þetta er svo áþreifanleg sönnun fyrir vitleysum E. M., að nú ættu þær að vera kveðnar niður fyrir fullt og allt, og vildi jeg óska, að þessi skýrsla og yfirlit yfir viðskiptin við ríkissjóð yrði eins og naglar í leiðið, svo að þær gengi ekki aptur hjeðan af. Þegar menn annars líta yfir árið sem leið í andlegum efnum, þá er það sannar- legt eymdarár. Sjera Jón Bjarnason með sínar fjarstæður, Eiríkur Magnússon með sínar vitleysur, og svo loks Þjóðviljinn og Benedikt Sveinsson með sínar fráleitu skoð- anir í stjórnarmálinu. Það er nú að vísu vonandi, að sjera Jón og Eiríkur sjeu nú eins og af baki dottnir, en þá er eptir innienda vitleysan, og verður hún seigari fyrir, því

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.