Þjóðólfur - 23.05.1890, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 23.05.1890, Blaðsíða 3
99 fyrir því^ mundi nú á tímum kölluð sam- viskulaus1. Inflúenza-sóttin. (Illkynjuð kvefsött). Inflúenza-landfarsóttin, er gengið hefur í vetur um mestalla Norðurálfuna, kvað nú vera komin hingað til lands, til Vest- ttmnnaeyja. Megum vjer því búast við, nð hún kuuni að ganga hjer yíir land bráðlega, jafnvel þótt sem minnstar sam- göngur verði hafðar milli lands og eyja fyrst um sinn, sem jeg vil sjerstaklega brýna fyrir almenningi. Fyrir því þykir mjer skylt að fræða almenning um sótt þessa og um það, hver ráð helst eigi við henni. Vjer þekkjum allir hina algengu kvef- sótt, með hósta þeim, er henni fylgir, og ^eiri eða minni lasleika um allan líkam- ann. Inflúenza-sótthi er nú talsvert lík kvefsótt; en þó ber þar margt á milli, og Það tvennt helst, er nú skal greina og niikils er um vert: 1) Inflúenza-veikinni fylgir óvenjumikið magnleysi, slen og drungi, og þar með talsverð hitasótt. 2) Inflúenza-veikin gengur eins og land- farsótt, þ. e. leggst á mikinn íjölda lands- fólksins í einu og færist út frá einum 8tað um geysimikla víðáttu. Á mjög mörgum mönnum fylgir veiki þessari einnig ýms óregla í meltingar- færunumj í taugakerfinu og öðrum fleiri lífí'ærum. rioks getur vel borið til, að ofan á infíúenzu-góttina bætist ýms önnur veik- lndi, 0g þaó ekki síst þegar hún er nærri því bötnuð, svo sem t. d. lungnabólga. t>ólt svo sje, sem betur fer, að inflú- enza verði eigi talin með mjög hættuleg- um sjúkdómum, þá verð jeg að vara menn mjög íastlega við að gjöra of lítið úr þessari veiki; 0pt verða svo inikil rögð a sottveikinni, magnleysinu o. s. frv., að sjuklmgurinn má til að leggjast; en jeg vil vara menn við, þótt sóttin sje^ heldur væg, að vera þá að reyna að 1) sbr. grein eptir próf. Kauffmann 5 Deutsche Rundschau. Janúar 1885. Tti þess að fyrirbyggja misskilning, vil jeg bæta yið Þeirri athugasemd, að jeg nefndi Leroy-Beaulieu tirakklandi, eins og Th. Rogers á Englandi, af pVl jeg hugði pá bestu talsmenn Bastiats í þess- um l0ndUl11’ I,ótt bvorugur þeirra geti fylgt hon- að k • er bjer ræðir um, en eigi af þvi, síot rlr getl tatist til endurbótastefuunnar, allra S18t tieroy-Beaulien. dragast á fótum; sjálfsagt að leggjast ætíð, ef maður hefur hitasótt (feber). Gjöri maður það, að dragast á ferli með hita- sótt, er mjög hætt við, að einhver önnur veikindi leggist ofan á hina eiginlegu infiúenza-sótt, og sama máli er að gegna, ef of snema er farið á fætur og út. Opt- ast mun nóg að liggja 1—2 vikur í rúm- inu, til þess að sjúklingnum sje nokkurn veginn óhætt. Það er sjálfsagður hlutur, að gjalda verður varhuga við því, svo sem hægt er, að of margt sje af sjúklingum í sama herbergi eða of þröngt í rúmum, og lopti þarf að halda svo hreinu, sem auðið er, en varast þó allan súg. Gott er að halda brjóstinu hlýju með ull eða vatnsbökstr- um. Besta næringin er hafrasúpa eða bygg- súpa; með mjólk er best að vera nokkuð varasamur, þar eð margir sjúklingar fá þrálátlegt harðlífi af henni, en sumir apt- ur undir eins niðurgang og vindbelging; enginn læknir getur sagt fyrir fram, hvernig sjúklingur muni þola mjólk; það verður að reyna fyrir sjer með hana með gætni, Sætsúpu, nýjan fisk soðinn, franskbrauð og vatnsgraut má gjarnan borða, hafi sjúklingurinn Iyst á því, þó að hann hafi nokkra hitasótt. Kalt vatn eða mysu má sjúklingurinn og gjarnan drekka, þó ekki í óhófi eða of mikið í einu. Sjeu mikil brögð að magnleysinu, slen- inu og drunganum, og sjúklingurinn geti eigi nærst á öðru, þá er mikið gott að bragða á víni (sherry eða portvíni), svo sem einni matskeið 4—6 sinnum á dag. Sje aptur of mikið gjört að vínnautninni, verður hún mjög skaðleg, eins hjer sem jafnan endranær. Af eiginlegum meðölum má einkum gjöra sjer von um gagn af sótteyðandi lyfjum, svo sem antifebrín og kínín. Sjeu mikil brögð að sóttveikinni, er hæfileg inntaka svo sem 1 gram af kínín eða kannske öllu heldur 1—2 grömm af antí- febrín á dag, meðan hitasóttin stendur sem hæst. Meðul þessi má gefa inn annað- hvort í 2 stórum skömmtum, helminginn í hvort sinn, eða þá í fleirum smáskömmt- um. Sje þess kostur, er sjálfsagt að leita reglulegs læknis og vera ekki að káka með skottulækningar; einkum skal varast að láta taka sjer blóð öðruvísi en með læknisráði; því blóðtaka getur opt gjört mikið illt í þessari sótt og er mjög sjald- an tiltækileg, og það því að eins, að sjer- staklega standi á, en á því hafa læknar einir vit. Jeg leyfi mjer að endingu að mælast til, að almenningur hagnýti sjer rækilega þenna litla leiðarvísi, og vildi jeg óska, að sótt þessi yrði væg hjer á landi, ef hún kemur, og tálmaði sem minnst vinnu manna um bjargræðistímann. Reykjavík 14. maí 1890. Schierbeck. Vörn hr. G. T. Zoéga. (Niðurl.). í ritdóm mínum um bók G. Z. gleymdist mjer að geta um þessar villur: 1) Wír frb. á wear bls. 14; allar orða- bækur á þessari öld frb. wer. 2) Búshol bls. 18; á að vera búshel (sjá M). 3) Kloþ frb. á cloth, bls. 9, 50, 102; á að vera klóþ (sjá Sw. 1888 og V. bls. 36). 4) Dost bls. 44 og hast bls. 51 á ekki að bera svo fram, heldur dost, hást (sjá Sw., V. , St.). 5) Desolation bls. 153 á ekki að bera fram dizolei’zhon, heldur d^sole'zhon (sjá W. , Sw. og allar enskar orðabækur, sem jeg þekki); bls. 170 ber Gr. Z. sams konar orð rjett fram: revalú’shon. 6) Immí’dzhotii bls. 192 er rangur frb. á immediately; í því orði er ekki s (z) hljóð (sjá W., Sw.). Rangt er, þó of liart sje að kalla það villur: 1) Að sagnir og nafnorð, sem enda á y á eptir samhljóðanda, breyti y í i á undan endingunni es (bls. 45, 85). Fyrir rúmum 100 árum voru öll þessi orð rituð með ie, en ekki y, þó engin ending færi á eptir. Þess vegna er rangt að segja, að y verði að i á undan es; það breytist í ie á und- an s. 2) G. Z. hefur norðurenskan frb. í hvæl 189 hwér 35, en suðurenskan í nówðr 172; úr því höf. að öllu leyti fer eptir suður- enskum frb., þá var rjett að hafa hann líka í þessum orðum; mörgum mnn líka hætta til að bera hw fram kw. Gf. Z. táknar opt með e á liöfði hljóð, sem ekki eru svo ógreinileg, því M. tákn- ar þau með a, e, o. s. frv., t. d. seperit GL Z. bls. 18 = separet M. bls. XXV. Þrátt fyrir þessar smáviliur og smá- ónákvæmui er bók G. Z., að öllu samtöldu, hin besta enskunámsbök, sem til er á ís- lensku. Jön Stefánsson.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.