Þjóðólfur - 04.07.1890, Side 1

Þjóðólfur - 04.07.1890, Side 1
Kemur út á föstudög- um — Verö árg. (60 arka) 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir 15. júlí. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn skrifleg, bundin viö áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. XLII. árg. Reykjayík, föstudaginn 4. júlí 1890. Nr. 31. Þingmannakosningarnar. í síðasta blaði er stuttlega skýrt frá þingmannakosning™11™ í Suðurmúlasýslu og Eyjafirði. í Suðurmúlasýslu virðist áhugi manna á kosningunni eigi hafa verið mik- ill; bæði fáh' á kjörfundinum, að eins undir 70 kjósendur, og auk þess atkvæða- greiðsla svo dreif, að þrítaka varð kosn- inguna. Af þeim þremur*, sem voru í kjöri, var því þingmannsefninu (sjera Páli Pálssyni) hafnað, sem játast hefur undir merki minnihlutamanna í stjórnarskrár- málinu og er fullkominn mótstöðumaður málamiðlunarinnar. En aptur á móti má telja víst, að sá, sem kosinn var (sjera Sigurður Gunnarsson) muni aðhyllast sam- komulag í því máli og eigi koma fram á þingi sem liðsmaður minnihlutamanna. Við þá kosningu hafa þeir því ekki orðið liðsterkari. Aptur á móti má geta nærri, að þjóð- viljanum ísfirska muni verða skrafdrjúgt um þingmannskosninguna í Eyjafirði og telja hana mikinn sigur fyrir sína flokks- menn, þar sem sá maður (Skúli Thorodd- sen), sem hamast liefur eins og grenjandi Ijón gegn miðlunarstefnunni, var kosinn þar með mjög miklum atkvæðafjölda, enda er það nokkur styrkur fyrir þá minni- hlutamenn í bráðina, sem þeir hafa fulla ástæðu til að gleðjast yfir, því að áður var flokkur þeirra á þingi eigi svo fjöl- skrúðugur, þag er uojjkur styrkur fyr- ir þeirra flokk í bráðina, segjum vjer, en fráleitt til langframa, því að þessi ný- afstaðna kosning er borin fram af augna- bliksöldu, sem gengið hefur yfir Eyjafjörð. Það er margt, sem bendir á það. Vjer liöfum í höndum brjef úr Eyjafirði frá því snemma í vetur, sem sýna, að þá voru ekki margir Eyfirðingar fylgjandi minni- hlutanum. Það er og fullyrt þaaan að norðan, að menn liafi einkum orðið Um. boðsmanni Einari Ásmundssyni í Nesi fra- hverfir, af því að amtmaður Júlíus Hav- steen hafði farið að mæla með honum, ) &að voru sjera Jón Jónsson í Bjarnanesi, sjera Páll Pálsson í Þingmúla og sjera Sigurður Gunnarsson á Hallormsstað. enda segir sagan, að Skúli hafi eigi spar- að að benda mönnum á, hversu bersýni- legt óráð væri að kjósa Einar, þar sem „hinn mesti apturhaldsmaður allra aptur- haldsmanna mælti með honum“. Enn fremur reið Skúli um hjeraðið fyrir kjör- fundinn, til að safna atkvæðum, og þess konar er jafnan vant að verka talsvert, en Einar eða hans menn höfðust ekkert slíkt að. Og loks á kjörfundinum sjálf- um hafði Skúli alls eigi komið fram í sama ham, sem hann hefur borið í rit- stjórnarsessi Þjóðviljans, heldur þvert á móti komið stillilega fram og eigi hreyft neinum skoðanamun milli sín og Einars, svo að margir sem Skúla kusu, hafa auð- vitað gert það af því, að hann kom fram á kjörfundinum, ekki sem mótstöðumaður miðlunarinnar, heldur jafnvel á sama máli, sem Einar í Nesi, sem aðhyllist hana. Kosningin í Eyjafirði er því enginn vott- ur um, að Eyfirðingar sjeu orðnir móti miðlunarstefnunni, hvað þá heldur nokkur vottur um, að hún hafi að nokkru leyti misst fylgi meðal landsmanna. Feröabók um ísland. Alexander Baumgartner: Island und die Færöof. Freiburg im Breisgau (Ba- den). XIV-f462 bls. Non cum Jesu itis, cum itis cum Jesuitis, Það hefur lengi farið illt orð af Jesúít- um eða Jesú-múnkum. Enginn getursamt neitað þeim um lærdóm og ýmsa kosti. Nú hefur Jesúíti ferðast á íslandi og rit- að um það bók, sem er bæði fróðleg og skemmtileg, og með góðum myndum. Hann ritar skynsamlega um bæi og híbýlisháttu íslendinga, og skilur allt miklu betur en franskir ferðamenn, en víða gægist ka- þólskan upp úr hjá honum, eins og eðli- legt er um vel trúaðan mann. Hann stíg- ur á land i Reykjavík á Vilhjálmsmessu, og fer strax upp í Landakot að lesa messu Vilhjálms. * Seinna kemst hann að þeirri niðurstöðu, að ísland hafi aldrei rjett við, S1ðan það varð að afneita kaþólskri trú, enda megi marka af ýmsu, að kaþólskan sje ekki með öllu dauð úr hjörtum íslend- inga, hversu lúterskir sem þeir sjeu í yfir- bragði. íslendingar sjeu líka manna fast- heldnastir við forneskju. Upp til sveita sjeu víða myndir af Maríu mey, og þegar hann lofaði einhverjum að velja úr mynd- um sínum þá, sem hann eða hún vildi helst eiga, þá völdu þeir Maríu mey. í alma- naki íslendinga standa enn í dag hinar kaþólsku messur og tyllidagar. Dauði Jóns Arasonar var dauði frelsis- ins, dauði kirkjulífs, dauði bókmennta, dauði vellíðunar íslendinga. Betur leið ís- landi í kaþólskunni 1250—1550 en undir Danakonungum 1550—1850. í kaþólskunni var ísland ekki með daufu og hengilmænu- legu bragði eins og nú. Þá var glatt á hjalla; þá blómguðust listir í dýrðarskjóli kirkjunnar, dýrðlinganna og Maríu meyj- ar. Með kaþólskunni hvarf trjeskurður og aðrar listir, og ísland varð nærri því eins og G-rænland. Kaþólskan var band milli íslands og Evrópu. Gegn um hana tóku íslendingar þátt í andlegu lífi og verkleg- um framförum kristninnar; biskupasetrin voru miðbik menntunarinnar í landinu. Danska stjórnin sleit bandið, sem batt ís- land við hinn menntaða heim og hefur ekki getað sett neitt í staðinn. Andlegt líf íslendinga hefði ekki fallið í dá, hefði það ekki verið einangrað 1550, eins og grein sem er skorin af trjábol. Þjóðveldi og fornaldarfrægð íslendinga eru kaþólsk, og þá trú höfðu þeir Ari fróði, Sæmundur fróði, Snorri Sturluson og Jón Arason. Prótestantismus (mótmælendatrú) lifir á náð stjórnarinnar. Kaþólskir í anda voru þeir Hállgrímur Pjetursson og Brynjólfur Sveinsson og enn haldast Maríuljóð og kaþólskar bænir og venjur. Gísli Brynj- ólfsson óskar þess í kvæði sínu um Jón Arason, að ísland megi fá aptur frelsið og aðra eins biskupa og hann var. Kaþólsk- an er partur af fornaldarfrægð íslend- inga. Það er auðsjeð á þessu, að Baumgartner er mælskur maður, enda hlýddu margir Reykvíkingar á messur hans upp í Landa- koti. Segir hann, að biskup hafi verið á leiðinni, upp til sín, til að skyggnast eptir, hverjir af sauðum sínum gengi þann glöt- unarveg, en ekki getur hann um, hvort J nokkrir sauðir hafi týnst. Ver tókst B.

x

Þjóðólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.