Þjóðólfur - 11.07.1890, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 11.07.1890, Blaðsíða 1
Kemur út á föstudög- um — Yerö árg. (60 arka) 4 kr. Erlendis 5 kr. — Borgist fyrir lö. júlí. ÞJÓÐÓLFUR. Uppsögn skrifleg, bundin við áramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. október. XLII. árg. Reyk,jaYÍk, föstudaginn 11. júlí 1890. Nr. 32. 10. tbl. Þjóðólfs þ. á. (1890) verður keypt á afgreiðslustofu blaðsins. — Hafi nokkrum útsolumanni verið ofsent þetta tölublað, er hann vinsnmlega beðinn að senda það sem fyrst aptur til útgefandans. 348 Uppeldi líkamans eptir skoðun þriggja frægra manna. Rousseau, hinn frægi frakkneski rithöf- undur frá tíinanum á undan stjórnbylting- unni á Frakklandi, gaf 1761 út bók, sem hann nefndi „Emil eða um uppeldið“, ein- hverja hina merkilegustu bók frá 18. öld- inni. G-oethe kallaði hana „náttúru-gleði- boðskap uppeldisins“. Það er ekki þurt vís- indalegt uppeldisrit, heldur mjög skemmti- leg skáldsaga. Hún var að vísu gerð upp- tæk vegna þess, að hún væri óguðleg, en samt sem áður hefur hún haft mikil áhrif á skólalíf Norðurálfunnar. Eleiri eða færri af lesendum Pjóðólfs hafa ef til vill heyrt getið um það, að aðalatriðin í kenningu Rousseaus var þetta: að allt væri gott, er það kæmi frá skaparans hendi, en spilltistimeðferðmannanna. Náttúruástandið ereptir hans skoðunöllu öðru fremra. Menn, verið mannlegir; það er hin fyrsta skylda, sagði hann. Pað er því ekki að undra, þótt hann leggi mesta áherslu á uppeldi líkamans. 011 spiliing 0g vonska kemur af veikleika, segir hann. Barnið er vont, að eins af því að það er veikt og þreklítið. Gjörðu það hiaust og þá verður það gott. Vilji menn ata s ynsemi unglingsins þroskast, þá verða menn að efla þ4 krapt‘; sera hún á Stöð^ likama hans, öjorðu hann heilsugóðan 0g hraustan til þess að liann skuli verða 5.hiaUStan,1 veroa vitur og skyn- samur. Lattu hann vimm i-.f . . í- i-.. i inua> lattu hann staría, lattu liann hlauna Utt.. v , . ,, , 11 1Altu hann æpa og letka sjer, lattu hann ólmast, láttu hann verða að manni með þrótti, ÞáverðurhHnn skjótt að manni með skynsemi. j þriðju bökinni af „-Emil“ er talað um handiðnir Ef jeg, segir hann, í staðinn fyrir að láta hann hanga yfir bókunum, læt hann hafa nóg að starfa í handiðnum, þá vinna hend- urnar til gagns fyrir skynsemi hans; hann verður heimspekingur, meðan hann heldur að hann sje rjettur og sljettur verkmað- ur. Að lyktum segir hann, eins og til að safna öllu í eina heild: Ef jeg hingað til hef gert mig vel skiljanlegan, þá geta menn sjeð, hvernig jeg óafvitandi með því að venja lærisvein minn við líkamsæfing- ar og handvinnu greiði hjá honum veg fyrir eptirtekt og umhugsun. Hann á að vinna sem bóndi og hugsa sem heimspek- ingur, til þess að verða ekki latur eins og villimaður. Hinn mikli leyndardómur upp- eldisins er að sjá um, að störf líkamans og andans verði hver öðrum til hvildar. Um leið og vjer höfum byrjað að æfa lík- ama hans, höfum vjer samhliða æft anda hans og dómgreind. Vjer höfum samein- að störf likama hans og gáfna. Vjer höf- um gjört hann að starfsömum og hugsandi manni. Goethe hefur sömuleiðis ritað um, hve þýðingarmikil líkamleg vinna er í uppeld- inu. Pað verður snemma að vekja hjá unglingnum „praktiskt“ vit og skilning á lífinu, eins og það er, verklægni og eptir- j tekt, segir hann. Hið allt of mikla bók- lega nám, sem heimtað er af þeim, er eiga að verða þjónar ríkisins, eyðileggur fyrir tímann hina ungu menn andlega og lík- amlega; hugsunarofreynsla, bókarik o. s. frv., gerir þá nærsýna, föla og fáláta, þunglynda, svo að þeir missa gjörsamlega fjör og glaðværð æskunnar. í staðinn fyr- ir þetta allt verður að koma meiri þrótt- ur til framkvæmdar og verklegur dugnað- ur. Um fram allt er handvinna hentug fyrir æskumanninn. Líkrar skoðunar er Salzmann, nafnkennd- ur uppeldisfræðingur frá síðastl. öld. Með- al þeirra atriða, er hann tilfærir sem tak- mark uppeldisins, er þetta aðalatriðið: Vertu heilsuhraustur og lærðu að nota hendur þínar. Hagræðið við handvinn- una er þrenns konar, segir hann. í fyrsta lagi verður starfsfýsu barnanna fullnægt með því. Pað er hægra að stjórna 10 börnum í handiðnaverkstofu en þrem- ur, sem ekki vita, livað þau eiga fyrir sig að taka. I öðru lagi hafa börnin mjög mikla á- næ8-ju af þessu. Því að er það ekki sönn, mnileg ánægja og gleði, þegar menn kom- ast llær og nær einhverju takmarki og loks ná því? í þriðja lagi æfir þetta marga hæfileika og krapta hjá barninu. Andi barnsins, sem við kensluaðferð þá, sem annars er tíðkanleg, leiðist stöðugt eptir annara fyr- irsögn, fær eins og nýtt lif, fær sjálfur hugmyndir og finnur ráð til að framkvæma þær. Augað æfist í að mæla ýmsar stærð- ir og sjá hlutfallið á milli hinna einstöku hluta, sem verið er að vinna að, til heild- arinnar, og handvöðvarnir æfast svo marg- víslega, að þegar menn opt og einatt síð- ar meir eru í vanda staddir, geta þeir hjálpað sjer áfram sjálfir, án þess að þurfa að leita hjálpar annara. Sá maður, sem á æskuárum hefur ekki vanist margs kon- ar handlægni, er ekki nema hálfur maður, af því að hann verður stöðugt að fá hjálp frá öðrum. Skoðanir Herberts Spencers í þessu efni eru þessu að mörgu leyti líkar, en vjer skulum eigi fara frekar út í þær, því að lesendum Pjóðólfs eru þær kunnari, eða að minnsta kosti ættu að vera þær kunn- ari af bók hans um uppeldi, sem Pjóð- vinafjelagið hefur gefið út. Brjef frá Lundúnum. Frá frjettaritara Þjóðólfs. 5. júní 1890. Þessi heljarborg fer dagvaxandi. Eptir því sem næst verður komist búa nú á svæði því, er Jögreglulið borgarinnar hef- ur umsjón yfir (Metropolitan Police Di- strict) 5 milljónir og 397,000 manns. Á þessum tíma árs (maí—júlí) er allt stórmenni Bretaveldis samankomið í borg- inni, en annars standa hallir þeirra auð- ar i 9 mánuði. Sumir þeirra búa svo rík- mannlega, að prinsinn af Wales er kotung- ur í samanburði við þá. Það má því nærri geta, að hjer er glatt á hjalla, en í þetta skipti er ekki rúm fyrir annað en fáeina palladóma um þing Englendinga. Þingsalurinn í neðri málstofunni er svo lítill, að einungis 476 af 670 þingmönn- um geta setið niðri, en hinir verða að sitja upp á svölum. Forseti situr í norð- urendanum á skrautlegum stól og þing- menn á bekkjum og grænt leður undir þeim, svart af sliti. Fyrir áheyrendur er lítið rúm, og kvennfólkið situr í járnbúri

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.