Þjóðólfur - 22.08.1890, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 22.08.1890, Blaðsíða 3
155 yatn í hann og taka vatnið þannig til neyslu, ept- ir að það hefur runnið um slor og ýms ðhrein- indi. Er ekki heilbrigðisnefndin klögunarverð fyrir þetta afskiptaleysi ? Fyrir hverjum er að klaga?* Hver ráð eru til að afstýra þessum sjálfskapaða og svívirðilega heilsuspilli? Er nokkur efi á að þessu yrði kippt í lag, ef aukalæknir fengist hingað? Síðan eptir hret það, sem kom fyrst í júní mán., hefur verið að kalla má ágætistíð. Grasvöxtur í betra lagi á tíinum, en aptur iakari á engjum. Nýting ágæt alian júlimánuð, en síðan ágústmán. byrjaði hafa verið óþurkar. Fiskafli hefur verið hjer mjög rýr i sumar, en á Sandi og Kefiavík var allgóður afli fram að slætti, siðan fiskast þar lítið. Ólafsvík 8. ágúst 1890. Húsráðandi. Embættisprófi við prestaskólaim luku í gær : eink. stig Einar Þórðarson .... með 1. 45 Hans Jónsson — 1. 43 Eyjólfur Kolb. Eyjólfsson . — 2. 37 Þórarinn Þórarinsson . . — 2. 33 Jón Árnason — 3. 15 Fjórir stúdentar gengu frá próli. *) &að er reynandi að skrifa landlækninum um þetta, sem sjálfsagt gerir ráðstafanir til að kippa þessu í lag. Annars geta íbúarnir sjálfir með sam- tökum best bætt úr þessu, ef einhverjir málsmet- andi menn gengjust fyrir því. Ritstj. Verkefni í skriflega prófinu: Biblíuþýðing: Jóh. 16, 7—15. Trúfrœði: Hvað hefur verið kennt i kirkjunni og hvað kennir nýja testamentið um gíldi skyn- seminnar gagnvart opinberuninni ? Siðfrœði: Að ákveða skylduhugmyndina og síðan lýsa röngum skoðunum á víðtæki hennar og dæma um þær. Rœðutexti: Hatt. 5, 13.—16. líog'i Tli. Melsteð, cand. mag. í Kaup- mannahöfn, var i byrjun þ. m. nýkominn til Khafnar úr 2 mánaða ferð um Noreg, sem hann fór á eiginn kostnað, til þess að kynna sjer landið, ýmsa sögustaði, söfn er snerta sögu o. s. frv. (xuíiibátur. Sigfús Eymundsson var, áður en hann fór frá Skotlandi um daginn, kominn í samninga um kaup á gufubát, sem ætlaður er til ferða um Faxaflóa. Það stóð að eins á því að skoða þurfti gufu- vjelina, til þess að kaupin væru fullgjörð. S. E. fal öðrum að gera það og borga bátinn, ef gufuvjelin reyndist góð. Hann er 45 smálestir að stærð, átti að kosta 9000 kr. Ef af kaupunum verður, er hann væntanlegur hingað á hverjum degi. Þingmannskosnlngin í Yestmanna- eyjum á að fara fram 22. septbr. Eyja- skeggjar hjeldu fund um kosninguna 20. f. m. og var helst í orði að kjósa endur- skoðara Indriða Einarsson; auk hans hafa boðið sig fram próf. Jón Jónsson í Bjarna- nesi og sjera Páll Pálsson i Þingmúla; fleiri eigi tilnefndir í brjefi 12. þ. m. úr eyjunum. Mannalát. Að Mælifelli í Skagafirði andaðist 5. þ, m. rúmlega hálfsjötug að aldri merkiskonan Sessélja Arnadöttir, ekkja Þorsteins sál. Þorsteinssonar frá Úthlíð, er síðast bjó í Reykjavík og dó 1875, móðir þeirra sjera Árna Þorsteins- sonar prests á Kálfatjörn og Steinunnar Þorsteinsdóttur, konu sjera Jóns Maguús- sonar á Mælifelli. 14. þ. m. andaðist hjer í bænum Jó- hannes Jónsson trjesmiður, fæddur 3. apríl 1820. 180,000 kettir voru seldir á uppboði í Liver- pool í vetur. Þeir voru dauðir en ekki lifandi, og er saga að segja frá þvi, hvernig þeir voru þang- að komnir. Maður nokkur suður á Egyptalandi, sem var þar einn góðan veðurdag við vinnu úti við, dumpaði niður i holu í jörðina; þegar hann fór betur að gæta að, fann hann að þar voru neð- anjarðargöng, sem láu inn í ótal herbergi, sem voru hvert inn af öðru neðanjarðar. Yeggirnir voru alsettir hyllum, og á þeim lágu einhverjir hlutir þúsundum saman. Maðurinn tók einn af þeim og skoðaði; þetta voru þá kettir, smurðir á sama hátt, eins og Fornegyptar smurðu líkin, og 120 Kramparnir hættu, en í þeirra stað kom hitasótt (feber), sem ekki hætti, fyr en lífskraptarnir voru þrotnir. Það varð ekkert af för fógetans til höfuðborgar- innar. Það var að eins konan hans, sem ferðaðist, ekkj þangað, heldur til eilífðarinnar og dauðans höfuðstaðar. „Guðdómur Selmu“ var ekki mönnunum sinnandi — það var ekkert eptir af guðdómsljómanum; hann hafði Selma tekið með sjer í gröfina. Hinn óhamingjusami ekkjumaður var sem örvita; örvinglaður fór hann aptur og aptur að leiði hennar; örvinglaður sneri hann þaðan aptur. Segið ekki, að það sje þögn í heimkynnum hinna auðu. Hinir dauðu geta talað; og það, sem þeir segja, gengur í gegn um merg 0g bein. Um sjerhvað gott til ort,|s ot)a æt)ts» sem þú hefur svarað með illu í orði eða verki, tala hin minnstu strá í leiði hinna dauðu, hin minnstu korn i hinni dökku mold. Lifðu þess vegna þannig með hinum lifandi, að þú getir án angistar talað við hina danðu! 117 inni og gert óhrein fötin sín . . . í þeim fötum gat jeg ekki látið hann fara af stað . . . öll önnur föt hans voru niður í koffortinu, svo jeg mátti til að fá það upp hingað aptur . . . en jeg er rjett að segja búin“. „Það er þjer að kenna, að þú getur ekki farið þessa ferð með mjer“, tók hann fram í og gekk út. Með meiri óró og angist en hægt er að lýsa flýtti hin unga kona sjer, það sem henni var lífsmögulegt og óðara hafði hún klætt drenginn, sett dótið niður í kof- fortið og læst því. En klukkan sló 12, og í sama augnabliki heyrðist vagninn fara af stað. Börnin hlupu hágrátandi út að glugganum. Móðir þeirra fór á eptir þeim oíurhægt, gekk á tánum út að glugganum og hjelt niðri í sjer andanum. Hún kom nógu fljott út að gluggan- um, til að sjá á eptir vagninum. „Þið megið ekki gráta, börn“, sagði hún, skjálf- andi eins og hrísla, „faðir ykkar fer ekki frá okkur . . . hann kemur bráðum aptur“. Vagninn hvarf úr augsýn. Selmaopnaði gluggan og teygði sig út um hann og horfði í áttina á eptir vagn- inum, varð æ fölari og fölari og þrýsti hendinni fast að hjarta sjer. Nú heyrði hún ekki lengur til vagns- ins. „Veslings litlu börnin!“ sagði nú Selma og hnje niður á gólfið, þar sem hún tók bæði börnin í faðm

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.