Þjóðólfur - 28.03.1891, Síða 3

Þjóðólfur - 28.03.1891, Síða 3
59 öllum sínum undrum. Það var hjerna um daginn, að jeg fjekk 17.—18. nr. Þjóðvilj- ans; þar segir hann — jeg nefni það svona til dæmis —, að allar þessar kenningar um framfarir lands vors síðan 1874 sjeu fals- lcenningar og lygakenninqar; íje lands- sjóðs hafi verið svo heimskulega varið, að það hafi ekki komið að neinu gagni, og ekki orðið til að bæta hag neinna nema embættismannanna. Svo ræður hann til að taka nú óspart lán fyrir landssjóðinn, og ausa svo út styrk á báða bóga tíl ýmsra fyrfrtækja. Þjóðviljinn sjer það eflaust, að úr því fje landssjóðs hefur ekki verið varið til neins gagns hingað til, þá muni menn eigi allt í einu verða svo hyggnir, að þeir verji því vel, og því hlyti það að verða óbætanlegt tjón fyrir landið, ef far- ið væri að taka lán fyrir landssjóð, og svo væri lánsfjenu ausið út til alls konar vit- lausra f'yrirtækja. Kemur hjer eigi enn fram lxinn forni víkingsandi? Er eigi Þjóðviljinn hjer líkur víkingnum, sem hugsar um það eitt, að vinna sem mest ógagn og gjöra allt það illt, er hann má? Mjer er sem jeg sjái fornan víkingaflokk fara yfir byggðina með báli og brandi og leggja allt í auðn. Ef Þjóðviljinn gæti látið þessa tillögu sína um meðferð á fje landsins fá framgang, þá mundi liann brosa í kampinn og kveða við raust, líkt og Egill sálugi Skallagrimsson: „Farit hefi ek blóðgum brandi, svá at mér benþiðurr fylgdi“. Jeg fyrir mitt leyti tel Þjóðviljann ágætt blað og jeg vildi óska, að hann lifði sem lengst; jeg les hann ávallt með svo hjartan- legri ánægju, en lítið er mjer gefið um flest af hinum blöðunum. „Andrarímur þykja mjer fínar, en Hallgrímsrímur vil jeg ekki“. Hallvarbur á Horni. Snæfellsnessýslu 11. mars: „Síðan jeg skrif- aði seinast (í f. m.) kafa gengið lijer einl. umkleyp- ingar, að kalla má,. Til p. 25. f. m. var alltaf sunnan og vestanátt, opt rok og rigning, mjög sjaldan frost eða kafald, (frá 18. til 25. var auð jörð og mar- þítt). Frá 25. f. m. til 6. þ. m. var optast ót- synningur með frosti og kafaldi en síðan kefur opt- ast verið norðanveður, stundum kafaldskyljir; frost frá 6—10° R.; þó að kægð kaíi stuudum verið að morgni, kefur opt verið komið ófært veður að kveldi. 7. 9. og 10. þ. m. var róið bæði í Olafsvík, Sandi og Keflavík og fiskast ágætlega vel (stundum allt að 60 í hlut á dag i tveimur róðrum) í þeim 2 síðast- nefndu veiðistöðum, en í Ólafsvík best rúmir 20 í hlut á dag. Þar er langræði langtum meira en í hinum ytri sjóplássum, svo þar kefur tíminn verið styttri, sem notaður hefur orðið á miðum. Það, sem íiskast, er meiri hlutinn væn ýsa; væri góð tíð, er útlit fyrir ágætan fiskiafla. Hákarlsafli er uú enginn á Búðum eða Stapa, sem orsakast af sjógæf'taleysi. — Skepnuköld almennt góð. — Hey- birgðir nægar. — Heilsufar allgott. Enginn natn- kendur dáinn síðan jeg seinast skrifaði. — Yöru- birgðir nægar í verslunum sýslunnar. — Frjetst hefur að í bruggi sje að stofna lestrafjelag í Ólafsvík; en líklegt er, að það veitist erfitt, með því að til þess þarf talsverða pcningaupphæð, hentugar sam- göngur i byrjun og öflugan og ótvílugan vilja, sem er nú máske það mesta, sem stofnendurnir liafa til að byrja með; en vonandi er að fyrst slík ment- unarfýsn ervöknuð kjá þeim (ef kún ei hefur vaknað áður, sem jeg hreint ekki efa) að þeir geti komið þsssu þarfa og sómalega fyrirtæki á fót“. Dalasýslu 11. mars: „Hjeðan er fátt í frjettum nema snjókoma mikil og slæm veðrátta hefur ver- ið síðan með Góubyrjun. Kíghósti í börnum mun nú heldur í rjenun, enda er hann sumstaðar búinn að gera mikinu skaða. 1 fullorðnu fólki hefir einnig gengið kvef. Af nýdánum mönnum er helst að geta Þórarins Ingjaldssonar frá Sauðafelli, er nú í nokkur ár hefur verið farandkennari í Suðurdölum og var einkarlipur til þess starfa, onda maður vel gáfaður. Hann var á Jörfa í Haukadal við kennslu, er liann dó; banamein hans varð gamalt kviðslit, er lengi hafði þjáð hann“. Skiptaþíi varð enn suður í Garðssjó 20. þ. m. Það var bátur, sem kom með salt o. fl. úr Keflavík; slysið varð nálægt landi, i Varaósi, og mest kennt ofhleðslu; drukkn- uðu þar 4 menn, þar á meðal formaðurinn Jón Helgason frá Kothúsum, en einum há- 60 hlessa, er hann heyrði, >að jeg gaf brauðið áður en leik- ið var til fulls, því að því hefði hann ekki átt að venj- ast. En er hann mætti mjer í portinu með fangið fullt af bjórum og jeg hrópaði himinlifandi glaður: „Jeg fer út á land“, skildi hann, hvers kyns var og svo kom hann upp og drakk bjór með. II. Jeg varð heldur en ekki glaður við, er frændi minn, bóndi á Jótlandi, kom og bauð mjer yfir til sín um sumarið. Jeg komst allur á lopt, varð svo kátur og spaugsamur við hvern mann, að allir urðu varir við stakkaskiptin. Fyrir allri kátínunni yfir ferðinni, að komast burt úr bænum með öllum verksmiðjureyknum og ódauninum, burt úr óloptinu og úr bæjarþrengslun- um, burt úr vagnskarkalanum og frá köllum sölukerl- iuganna, út í skógarloptið og skógarylminn, blómangan- ina og hina víðáttumiklu frjálsu náttúru, út á merkur og engi með fögrum jarðargróða, að heyra smáfugla- kvak og raddir nátturunnar — yfir öllu þessu gleymdi jeg að hugsa um sjálfa ferðina, gleymdi að lítið var í buddunni, til að ferðast fyrir, fyr en daginn áður en ferðinni var heitið. Og hvað var þá í buddunni? Ein- ar 2 krónur, og þó var ekki nema vika af mánuðinum. Jeg hafði Iíka verið sá bjáni að borga honum Kláusí 57 En það er satt — jeg á ekki vitundarögn til af tóbaki og Vinklari er alveg hættur að gefa mjer krit, síðan jeg fjekk stóru tóbaksdallana hjá honum og borgaði ekki. En hvar er nú kotran!“ „Hún er náttúrlega upp á 4. gangi 12“, sagði Torfi. „Jeg skal fara upp og svo fæ jeg mjer í pípu um Ieið“. Jeg settist niður <við borðið undir lindinni, lagðist svo endilangur upp á bekkinn og horfði upp í græna laufið, og hugsaði ekki um nokkurn skapaðan hlut, um leið og reykjarmökkinn lagði upp frá mjer, þjettari og þjettari. „Hjerna er kotran“, kallaði Torfi og klofaði yfir bekkinn hinumegin við borðið. „Það er alltsvo um kaffi“. „Já“, sagði jeg. „Með 4 eða 8 aura brauði?“ „Um brauðið getum við teflt á eptir“, sagði jeg, tók peningana og kastaði. Svo ljekum við stundarkorn. „Þú ert jan maður!“ hrópaði Torfi og hló heldur en ekki. „Hver djöfullinn!“ æpti jeg og sló í borðið. „Þá er nú brauðið og þar skalt _þú svei mjer ganga í vatnið“. „4 aura eða 8 aura?“

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.