Þjóðólfur - 10.04.1891, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 10.04.1891, Blaðsíða 1
Kemur ftt & foBtudög- um — VerB &rg. (60 arka) 4 kr. Hrlendia 5 kr. — Borgist fyrir 15. júli. ÞJÓÐÓLFUR Uppsögn skrifleg, bundin viö úramót, ógild nema komi til útgefanda fyrir 1. • október. XLIII. árg. Reykjavík, föstudaginn 10. apríl 1891. Nr. 17. Hæstirjettur og Hafnarmálið. Það hefur opt verið sagt um oss íslend- | inga, að vjer lifðum á frægð forfeðra vorra. Þetta er og að mörgu leyti satt, því þrátt fyrir allar þær miklu og mikilsvarðandi framfarir, sem landið liefur tekið, þá get- um vjer þó allt af litið til forfeðranna og dáðst að hyggjuviti þeirra og framsýni, vjer ljúkum aldrei svo upp fornritum vor- um, að vjer eigi getum lært eitthvað af þeim. Þegar þcir gengu á liönd Noregs- konungi, og það er atburður, sem vjer eigum bágt með að fyrirgefa þeim, þá tóku þeir svo skýrt og skorinort fram vilja sinn og skilyrði fyrir því, hvernig sam- bandið skyldi eiga sjer stað, og það svo ljóslega, að þegar vjer lítum til laga nú- tímans, að vjer ekki tölum um löggjöfina á 17. og 18. öld, þá sýnir það best, hvað skarpir og framsýnir þeir voru. Ein af setningunum, eða rjettara sagt eitt skilyrðið var þetta, „en utanstefnur viljum vjer engar hafa“, þ. e. með öðr- um orðum, vjer viljum, að dæmt sje af íslenskum dómendum eptir íslenskum lög- um. Þessu skilyrði, sem er svo eðlilegt, að öðrum þjóðum mundi vera þetta alls- endis óskiljanlegt, að nokkurstaðar skuli vera beitt annari setningu, fer svo fjarri að sje beitt hjá oss. Án þess að nokkur lagaheimild væri fyrir því, tóku íslending- ar að stefna hver öðrum utan hjer af landi, og einkum átti þetta sjer stað eptir að Noregur og þar með ísland fyrir rás við- burðanna var komið undir Danmörku. Það er svo sem auðvitað, að Danir, og það verður þeim eigi láandi, tóku þessu tveim höndum; þetta jókst svo smámsaman, allt án lagaheimildar, að það varð bráðum sjálfstæð regla, að hæstirjettur skyldi vera æðsti dómstóll i íslenskum málum. En þess er þó eigi að dyljast, að íslending- av hafa opt verið sáróánægðir með þetta fyrirkomulag, og þessi óánægja hefur opt { komið f'ram, einkum á síðari tímum, og það með rjettu, því þó hinn íslenski lands- yfirrjettur eigi hafi ætíð verið sem heppi- legastur í dómum sínum, þá hefur hann þó verið inniendur dómstóll og jafnan verið skipaður þeim mönnum, sem ætla mátti, að væri öðrum hæfari til að dæma eptir íslenskum lögum. Vjer skulum ein- ungis taka það fram, að vjer efumst nátt- úrlega ekki um, að hæstirjettur sje skip- aður þeim mönnum, sem hafa bestu greind og þekkingu til að dæma eptir dönskum lögura, en það er sitthvað að dæma eptir dönskum og eptir íslenskum lögum. En sjerstaklega skulum vjer taka það fram, að meðan annar eins ágætis íslendingur og lögfræðingur og Vilhj. Finsen sat í hæsta- rjetti, þá var engin hætta búin, en síðan hann fór, þá er engum að treysta að' því er íslensk lög snertir. Hafnarmálið er, eins og flestum mun kunnugt vera, risið út úr Eyrarbakkahöfn. Höfnin þar er að eins lítið lón, sem ligg- ur fyrir opnu Atlandshafi; skipum verður eigi lagt þar inn nema því að eins, að þau sjeu rígbundin á allar hliðar. Nú um nokkur ár hefur danskur, ramdanskur kaupmaður verið einn um hituna á Eyr- arbakka, og meira að segja haft þar ein- okun, sem reyndar ekki kemur þessu máli við, en það er þó eptirtekarvert, eink- um þar, sem hinar fjölmennustu og bestu sýslur landsins liggja að. En nú fyrir skömmu hóf þar ungur og dugandi íslenskur maður verslun, — þar hafði reynd- ar áður haft litla verslun annar íslenskur maður, — og sá hann fljótt, að einasti vegurinn til þess, að liann gæti haft þar nokkra verslun og gæti í henni staðið jafnfætis danska kaupmanninum, var, að liann hefði aðgang að höfninni, annaðhvort með því að nota þar hafnarfestar, sem danski kaupmaðurinn átti, eða þá með því að leggja sjálfur sínar eigin festar; og þegar það fyrra fjekkst ekki, byrjaði hann og hinn annar íslenski kaupmaður með honum að leggja niður festar sínar. En þá kom verslunarstjóri þess danska kaup- manns þegar fram og ljet viðkomandi fó- geta leggja forboð gegn því að halda á- fram þeirri vinnu, sem þeir voru byrjaðir á, eða að nokkru leyti að raska eignar- helgi hans. Til rjettlætingar þessu forboði var svo mál höfðað, og fjell svo dómur í hjeraði, að forboðið skyldi vera ógilt, og þann dóm staðfesti svo landsyfirrjettur. Þennan dbm eða rjettara sagt þessa íslenshu donia hefur nú liœstirjettur dœmt bgilda, en forboðid gilt. Þ. e. að liinn danski kaupmaður hefði rjett á að bægja öllum öðrum frá höfn á Eyrarbakka, en hann einn hefðí rjett til hennar, og meira að segja dómur þessi á að vera byggður á íslenskum lögum — heyri menn það — nefnil. Jb. Rb. 2. kap. in fine, en á þessu skulu menn ekki láta blekka sig. Það er svo um marga óvitringa, að þeir hafa stöðugt í munninum orð og setningar, sem þeir skilja ekkert í, og þrátt fyrir alla þá virðingu, sem vjer berum fyrir æðsta rjetti og lagaþekkingu dómaranna í þeim rjetti, þá verðum vjer að láta í ljósi þá skoðun vora, að vjer getum með engu móti fallist á þennan dóm. Eyrarbakkahöfn er nefnilega liin elsta höfn á landi hjer; hún hefur ætíð verið ; opinber. höfn; hún var ein af þeim höfn- um, sem á einokunartímanum var skylda að sigla upp á eptir boði konungs. Skyldi nú það atvik, að einn kaupmaður af hend- ingu kaupir þær jarðir, sem liggja að höfninni, geta breytt henni sem opinberri höfn? Nei, hún hlýtur að vera opinber höfn eptir sem áður, en opinber höfn er hún ekki, þegar einn maður hefur vald og myndugleika til þess að banna öllum öðr- um að nota hana á þann eina hátt, sem hægt er að nota hana, nefnil. með því áð leggja skipsfestar, eða þá nota þær, sem þar eru, og þetta er að nokkru leyti heim- ilað í tilsk. 28. des. 1836, 11. gr. En — hjer stbðu umkomulausir íslenskir kaupmenn gagnvart dönskum, römmum kaupmanni. En auk þess, að dómurinn frá íslensku sjónarmiði er ekki viðunandi, þá er hjer annað aðgætandi og það er: geta íslend- ingar, síðan Vilhj. Finsen fór úr hæsta- rjetti, unað við hann sem æðsta dómstól? Þessu svörum vjer óliikað með neii, og vjer leyfum oss að skora nú á Iöggjafar- vald íslands, að það þegar á næsta þingi semji lög um afnám hæstarjettar sem dómstóls í íslenskum málum, og þó að þetta fáist ekki við fyrstu tilraun, þá á þingið ekki fyrir það að gefast upp, því það hefur opt sýnt sig, að eikin fellur ekki við fyrsta högg, en hún fellur síðar. En gagnvart þeim íslensku kaupmönnum, sem lijer eru svo ofurliða bornir, getur þingið, vilji það á annað borð gæta virð-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.