Þjóðólfur - 17.04.1891, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 17.04.1891, Blaðsíða 3
71 að, en hjer var ekki hægt að leggja því upp nógu vel til þess, svo að það fór suður í Hafnarfjörð, til þess að það yrði skoðað þar; það er nú komið liingað aptur, en ó- útkljáð, livort það sje haífært. Við yfirrjcttinn settur til bráðabirgða málfærslum. cand. pliil. Ásmundur Sveins- i son í stað Guðl. Guðmundssouar. Brauð veitt. Hof í Álptafirði 1. þ. m. i settum presti þar -sjera Jóni Finnssyni : eptir kosningu safnaðarins. Heiðurspcning hefur Magnús Magnús- son á túni á Eyrarbakka fengið og 10 há- i setar lians 16 kr. hver fyrir björgun manna j úr sjávarháska. Mannalát. Njdega dáinn í Ameríku íslandsvinuiinn Eeeves, sá er kom hingað með Prof'essor Fiske 1879. — Dáinn or og nýlega í Khöfn etasráð Hans A. Clau- sen, sem til skamms tíma átti margar versl- anir hjer á landi. — 26 okt. f. á. dó í Kansas í Bandaríkjunum Emil Scliou, út- j skrifaður úr latínuskólanum iijcr 1880, | var nokkur ár við nám við háskólann í Höfn, en fór síðan til Ameríku. — Um miðjan f. m. andaðist frú Gubrún Thorar- ensen á Reykjarfirði á Ströndum, kona J. J. Thorarensens kaupmanus þar. Afiabrögð. Aílalaust er enn á Inn- nesjum, en í syðri veiðistöðunum afla sum- ir vel í netin, en sumir lítið. Tíðarfar hefur yfir liöfuð veriö milt i vetur og hagleysur ekki miklar; einna liarð- ast í márs víðast á landinu. Þennan mán- uð optast þítt og úrkomulítið veður. nanncs Hafstein getur ekki öðrum en sjálfum sjer um kennt, hvaða letur var á auglýsingunni, sem hann skrifar um hroka- lega grein í ísafold 11. þ. m. Fyrst liann vildi hafa stærra letur, hefði hann átt að hafa vit á að nefua það á sátta- fundinum, en það gerði hann ekki, og letr- ið var ekki nefnt á nafn í sættinni. Meira að segja auglýsingin átti eptir sættinni að koma fyrirsagnarlaus og ódagsett og ekk- ert nafn þurfti að standa undir henni. Nafn vort er í heimildarleysi frá vorri liálf'u tekið í ísafold undir yfiriýsing þá, sem hann birtir þar. Eislt-lsleisM fiártapfjelai Um leið og jeg þakka mínum viðskipta- mönnum fyrir þessa árs fjárverslun, læt jeg yður hjer með vita, að jeg kaupi sauð- j íje næsta ár, og ef þjer þurfið eitthvað að j vita viðvíkjandi næsta árs verslun, getið j þjer snúið yður til umboðsmanna minna, i sem eru þessir: ' Hr. Steíán Stephensen á Akureyri fyrir Þingeyjar og Eyjafjarðarsýslu. - Þorvaidur Arasen á Flugumýri fyrir Skagafjarðarsýslu. -- Benedikt Blöndal í Hvainmi fyrir Húnavatnssýslu. : — Guðmundur Einarsson í Nesi og i I — Þórður Jónsson i Ráðagerði fyrir Borgaríjarðar-, Kjósar- og Gull- bringusýslu. j — Magnús Gunnarsson í Reykjavtk og Fyrirspurn og svar. Jeg er yinnumaður og er sleginn hofuðhögg af húsmóður minni, áu þess að hafa áreitt hana i orði eða verki, hverju varðar það? Svar: Sektum eða jafnvel fangelsi eptir mála- vöxturn, ef spyrjanrli fer í mál út af því. — Þórður Guðmundsson í —— fyrir Árnes- og Rangárvallasýslu. Reykjavik, í desember 1890. 125 Georg Thordahi. 64 mjög ljettilega niður af borðinu, stakk þeim í vasann og gekk út, um leið og hann hringlaði í peningunum. Hitt var öldruð kona, klædd í tötra og skíuhoruð; hrukkurnar á entiinu, kring um augun og munninn, og augun gráhvít og fjörlaus báru órækan vott um basl og strit, armæðu og áhyggjur. Hún breiddi frarn á boröið útslitna kjólræfla, sem einhvern tíma höfðu verið rauðir á iit; voru þeir af telpunum liennar, er nú voru vaxn- ar upp úr þeim, og ætlaði hún að fá fyrir þá svo sem 1 krónu, til að kaupa raat fyrir, því hún hatði nú ekki bragðað mat í marga daga. En maðurinn fyrir innan borðið var harður og ósveigjanlegur og kvað, að hún gæti í mesta lagi fengíð 50 aura út á þá — og varð konan loks kjökrandi að sætta sig við það. Hún lagði skildingana vandloga i eitt hornið í einhverri dttlu, er hún tók upp úr vasa sínum, og liuýtti vandlega linút á um leið og hún gekk út. Nú var komið að mjer. Mjer hafði runnið til rifja neyð konunnar, sera alls ekki var nein uppgerð, og var gramur yfir hörku mannsins, þö að jog reyndar sæi, að kjólarnir væru ekki meira virði í raun og veru. Jeg sagði því með hálfgerðum þjósti, að jeg vildi hafa 10 kr. fyrir frakkann, enda vissi jeg að það var ekki of mikið. En maðurinn leit eitthvað svo undarlega á mig, er jeg 61 skóara allt, sem liann átti hjá mjer, en það var held- ur ekki svo gott að komast undan honum. Hann býr þarna beint á móti og þegar við fáum okkar mánaðar- peninga útborgaða, stendur hann úti á tröppustcinunum allan liðlangan daginn og skimar til liægri og vinstri, um leið og hann við og við dregur augun i pung eða spýtir frá sjer hægt og slefandi mórauðum óþverranum, svo að skóarasvuntan er ekki alltjend ólirein af skó- svertu einni saman eða stígvjelaryki. Og svo liafði liann jafnvel látið á sjer heyra, að hann væri farinn að gruna mig um græsku, því að jeg liti ekki lengur til sín, er jeg gongi fram hjá, eða tæki ekki of'an húfuna — og það fannst honum þó vera þau minnstu skil, sem mað- ur gæti gert. — Jeg þurfti setn sagt að „slá“ einhvern góðan mann, en það gekk nú ekki sem best, því að allir voru eða þóttust vera „blánkir“ og jcg gat ekki haft upp á meiru en 1 kr., og það var sama sem ekki neiit. Nei, jeg þurfti á 10 kr. að halda í minnsta lagi. Að fara tii prófastsins1 og fá útborgað fyrirfram aí næstu mánaðarpeningum, gat ekki gengið, því að það vorður að minnsta kosti að vera komið fram í miðjan 1) Einu af háskólakennurunum býr á öarði og er nefndur Garð- prófastur; liann hefur þar umsjón og meðal anuars afhendir Garð- búum peuiugastyrk pann, sein þeir fá máuaðarlega.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.