Þjóðólfur - 29.05.1891, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 29.05.1891, Blaðsíða 3
99 Hljðður jeg stari, stjarnanna skari Stígur ei ljósbjartur himininn á. Alkyrðin væra! árbirtan skæra Ofan sem streyma mun Ijðsheimi frá. Dvel þú ei dagur, dýrðarskær fagur! Eoðinn boðar broshýra sól. Loga um brúnir ljósgeisla-rúnir, Lifgandi sól vermir norðurheims-ból. Jón Gunnarsson á Brekku. Grufubáturinn Faxi, sem Sigfús Ey- mundsson og fl. keyptu í Skotlandi í fyrra sumar, er væntanlegur hingað á hverjum degi. Haíis er mikill fyrir Norðurlandi, en þó eigi landfastur, svo að frjetst hafl. Tíðarfar er fremur kalt; stöðug norð- anátt, sífeldir þurkar; gróðurleysi mikið. Sama að frjetta að norðan, eða enda kald- ari tíð þar og meira gróðurleysi, sem við er að búast. Ailabrögð. Góður afli af ýsu hefur verið hjer það sem af er vorvertíðinni og góður þorskafli kominn. Landnáma, ísl. sögur I. b., Kh. 1843, verður keypt | með háu verði. Ritstj. vísar á. 189 f Gunnar Guðmundsson á Hliði á Álptanesi. (Aðsent úr Skagafirði). Gunnar á Hliði búinn beið bliðheims griðar anda gegnum hliðið grafar leið guðs til friðar landa. Hann fyrir niði göldum glaums geymdi hlið síns hjarta; ein rann friðar alda straums yfir hlið hans bjarta. 190 S. B. Lesiö! Hndirskrifaður þilskipasmiður tekur að sjer hverj- ar sem helst aðgjörðir á þilskipum, möstur, spryd, bommur, rár, stengur, gafla og margt annað til þilskipa, smiða jeg fullkomlega hálfu ódýrara, en aðrir, auk þess tek jeg mál af öllu þess háttar, og smiða þá eptir nákvæmum reglum. Sömuleiðis tek jeg að mjer ýmislegt annað trje- smíði með góðum kjörum. Vandað verk á öllu, og tek ábyrgð á smíðinu, hvað traustleika, lag og útlitsfegurð snertir. Sjáið liag ykkar og leitið til min, ef þið þurfið að láta smíða eittkvað. Reykjavík 20. maí 1891. 191 B. H. Bjarnason. Klifsöðlar og ferðakoffort eru til sölu. Kitstjóri vísar á. 192 íslenskur bankaseðill fundinn i Banka- stræti hinn 27. þ. m. — Eitstjóri vísar á finn- anda. 193 M. J. C. Jenscn bókbindari er fluttur í hús Waage’s (i stofuna í vesturendanum). 194 Biðjið um Rahbeks Allé bjórinn. Með þessum skýringarmiða á flöskunum er einungis liið á- gæta öl frá bjórgjörðahúsinu í Rahbeks Allé; munið eptir að biðja um það, ef þið viljið drekka gott öl. Það er þar að auki ótrúlega ódýrt, lijer á hótel- unum í Reykjavík einungis 0,20 ^ fl.; munið að biðja um Rahbeks Allé bjórinn, og gætið að því, að á tappanum sje brennt nafnið W. 0. Breiðfjörð, 195 Reykjavik. Eitt eða tvö herbergi óskast leigð, með rúmi og stofugögnum, helst í miðjum bænum. Menn eru beðnir að semja við A. Andersen, 196 við verslun H. Th. A. Thomsens. Ágæt herbergi, 1 eða 2, á besta stað í bænum fást óvenjulega Iágt leigð frá 1. júlí fyrir alþingísmenn eða einhleypa reglumenn. Kostur getur og fengist. Ritstjóri vísar á. 197 sem að nokkru leyti snertir yður sjálfan. í guðsbænum takið þjer ekki fram í fyrir mjer, því að það, sem jeg ætla að segja yður frá, liggur þungt á samvisku minni. Fyrir ári síðan var jeg á dansleik, þar sem margt stór- menni var saman komið. Þegar jeg einu sinni um kveidið sat aleiu inn í herbergi einu, sá jeg skína í eitthvað á gólfinu; jeg tók það upp; það var gimsteina- brjóstnál, sem var svo ljómandi fögur, að hún blindaði bæði augu mín og skynsemi. Jeg var hrædd um, að sú, sem hefði týnt henni, mundi Iáta leita að henni, en það varð þó ekki. Jeg hjelt brjóstnálinni og í nokkra mánuði naut jeg þeirrar gleði, að skoða hana í laumi. Hún ljómaði í öllum litum regnbogans. En svo fór, að jeg hætti að hafa unun af að skoða brjóstnálina. Hún tók að brenna fingur mína, hjarta mitt og samvisku. Jeg fann með sjálfri mjer, að jeg hafði drýgt stóran glæp og iðraðist þess beisklega; en jeg hafði ekki nóg- an kjark til að segja nokkrum manni frá því; jeg vissi heldur ekki, hver átti brjóstnálina; jeg ásetti mjer að losa mig einhvern veginn við hana. Jeg gerði mjer í hugarlund, að glæpur minn gæti afplánast, ef jeg gæti glatt einhvern með brjóstnálinni. Mjer datt þá í hug Karólína æskuvinstúlka mín. Hún var fátæk, en trú- lofuð; unnusti hennar gaf henni enga skrautgripi úr gimsteinum. Jeg fór til hennar og lagði brjóstnálina í gullregnið hætti ekki, þótt ást hans hefði kólnað; hann sló aldrei hönd sinni af ástmeyjum sínum. Ástin gat verið horfin fyrir löngu, en vinátta og vernd var þó- jafnan eptir. „Herra greifl“, tók sjera Jóhanues til máls, „jeg hef erindi við yður frá Karólínu W.“ „Nú, það hefur staðið lengi á því“, svaraði hann,. „mjer þykir vænt um að heyra, að þessi ágæta unga stúlka liefur ekki gleymt mjer“. Sjera Jóhannes sagði honum í fáum orðum, hvað þessi vesalings stúlka hefði orðið að þola, einmitt af því að greifanum liefði þótt hún „ágæt“. Þetta fjekk mikið á greifann, þótt hann i þetta sinn væri saklaus orsök í ógæfu ungrar stúlku. Sjera Jóhannes tók upp brjóstnálina og bað greifann að taka við henni aptur. „Hvað á allt þetta að þýða?“ sagði greifinn. „Jeg hef aldrei gefið henni neitt. Jeg kannast við, að jeg bauð henni allt, sem var í gimsteinabúðinni, en hún hafnaði boði mínu, eins og prinsessa og yíirgaf mig hálffeiminn og utan við mig“. „Hver hefur þá getað gefið henni þessa dýrindis- gjöf?“ spurði sjera Jóhannes. „Það er sjálfsagt einhver, sem er hamingjusamari en jeg“, svaraði greifinu með raunasvip. Sjera Jóhannes lá við rjett snöggvast að efast um

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.